Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu daga hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í dag jókst þessi jarðskjálftahrina og það kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,6 og var með dýpið 15,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa orðið þarna í kringum 100 jarðskjálftar, en þessi jarðskjálftahrina er stöðugt að bæta við sig jarðskjálftum og því úreldast þessar upplýsingar frekar hratt eins og er.

140509_1205
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Græna stjarnan táknar jarðskjálftann með stærðina 3,6. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509.101700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá frekari upplýsingar á CC leyfi síðunni.

Eins og stendur er erfitt að segja til um það hvað er að gerast á Reykjaneshrygg. Vísbendingar eru um það að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kvikuinnskot þarna á svæðinu. Það hefur þó ekki verið staðfest eins og er. Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Hægt er að sjá jarðskjálfta sem þarna verða (stærstu jarðskjálftarnir koma mjög vel fram) hérna á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum uppfærist ekki eins og stendur vegna bilunar í 3G sendi á því svæði þar sem sá jarðskjálftamælir er (3G er notað til þess að útvega tengingu við internetið). Einnig er hægt að fylgjast með stöðu mála á vefsíðu Veðurstofunnar hérna.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandi í gærkvöldi

Í gærkvöldi (8-Maí-2014) klukkan 23:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 á suðurlandsbrotabeltinu (SISZ). Þessi jarðskjálfti fannst vel á suðurlandi en olli ekki neinu tjóni samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálfti virðist hafa verið á N-S brotalínu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands (sjá hérna) þá varð þessi jarðskjálfti á brotalínu sem hrökk þann 14-Ágúst-1784 og olli þá jarðskjálfta með stærðina 7,0.

140509_1040
Jarðskjálftinn á suðurlandi. Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140508.231312.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Frekari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.

Hægt er að fylgjast með frekari virkni á suðurlandi hérna á jarðskjálftamælavefsíðunni minni. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ekki að uppfærast eins og er vegna bilunar í 3G sendi þar sem hann er hýstur. Ég vona að sú bilun verði löguð sem fyrst. Fólk getur síðan einnig fylgst með jarðskjálftavirkni á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.

Stór jarðskjálfti á Suðurlandi (SISZ)

Í kvöld klukkan 23:14 varð stór jarðskjálfti á suðurlandi (SISZ). Stærð þessa jarðskjálfta var mun meiri en kerfi Veðurstofunar gefur til kynna, sjálfvirk mælingar þar gefur upp stærðina 4,1 en sú mæling er röng að mínu mati. Ég er að bíða eftir frekari upplýsingum og mun setja þær inn þegar ég fæ þær, ásamt frekari upplýsingum um stærð þessa jarðskjálfta þegar ég fæ þær.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkninni hérna á jarðskjálftamæla vefsíðunni minni.

Færsla uppfærð klukkan 23:35.

Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl þann 6-Maí-2014

Hérna eru nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt ef staðan breytist í Herðubreiðartöglum skyndilega.

Síðustu 24 klukkustundir hefur dregið úr jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum. Undanfarinn sólarhring hafa því komið færri og minni jarðskjálftar, síðasta sólarhring hafa stærstu jarðskjálftar haft stærðina 2,5 til 2,9 en enginn stærri en það. Síðustu 24 klukkutíma hefur ekki orðið neinn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri.

140506_2030
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum þann 6-Maí-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140506_2030_tracer
Fjöldi jarðskjálfta þann 6-Maí-2014 (rauðu punktanir) eins og sjá má hefur virknin minnkað talsvert í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.6-may-2014
Færri jarðskjálftar koma vel fram á jarðskjálftateljaranum mínum, þar sem fækkunin sést mjög vel. Tejarinn telur jarðskjálfta á öllu Íslandi af vefsíðu Veðurstofu Íslands, en meirihluti jarðskjálfta í dag hefur átt sér stað í Herðubreiðartöglum. Þessi myndir undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

IASK.svd.06.05.2014.20.29.utc
Í dag komst ég að því að Veðurstofa Íslands er með góð tromplurit á vefsíðunni hjá sér. Hérna er eitt slíkt tromluplott af SIL stöðinni í Öskju. Hérna sést jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum mjög vel. Hægt er að skoða tromplurit Veðurstofu Íslands hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög erfitt að segja til um það hvað er að valda þessari jarðskjálftahrinu í Herðubreiðartöglum. Það er möguleiki á því að þetta sé kvikuinnskot, en eins og stendur þá hefur það ekki verið sannað eins og stendur. Stærstu jarðskjálftarnir sem koma fram hjá í Herðubreiðartöglum koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (ég er bara með tvo núna) og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu hérna. Annars verður Maí-2014 frekar lélegur mánuður hjá mér. Takk fyrir stuðninginn.

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Herðubreiðartöglum í gær (03-Maí-2014) heldur áfram af fullum krafti. Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 3,9. Eins og stendur hafa yfir 380 jarðskjálftar mælst síðan á miðnætti. Miðað við fjölda jarðskjálfta í dag, miðað við jarðskjálftahrinuna í gær. Þá er jarðskjálftahrinan kraftmeiri í dag heldur en í gær. Vegna þess hversu hratt aðstæður breytast þarna, þá munu upplýsingar sem koma fram hérna úreldast mjög hratt.

140504_2015
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum núna í dag (04-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140504_2015_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í dag í jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.04.05.2014.20.25.utc
Hérna er óróaplott frá SIL mælinum í Öskju. Eins og hérna sést er mikil jarðskjálftahrina í gangi en það er smá stopp í jarðskjálftahrinunni áður en hún hófst aftur af meiri krafti síðustu nótt með jarðskjálftanum með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.04.05.2014.19.26.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á SIL stöðinni í Mókollum. Þarna sést smá munur og í Öskju, sá munur er eingöngu vegna fjarlægðar SIL stöðvarinnar frá upptökum jarðskjálftahrinunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.4-may-2014
Jarðskjálftateljarinn hjá mér í dag. Þarna sést vel að það eru fleiri jarðskjálftar að koma fram í dag heldur en í gær. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ég býst við frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu klukkutímana og næstu daga. Þar sem það eru ekki komin fram nein merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara hægja á sér. Stærstu jarðskjálftarnir koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (stærri en 3,0) og er hægt að fylgjast með þeirri virkni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.

Jarðskjálftahrina norðan við Herðurbreiðartögl

Í dag á miðnætti (klukkan 00:02) hófst jarðskjálftahrina norðan við Herðubreiðartaglir (upplýsingar um Öskju er að finna hérna á ensku). Þetta svæði er smá hryggur sem hefur hlaðist upp í eldgosum á nútíma (síðustu 12,000 ár). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu átti sér stað í morgun klukkan 05:49 og var með stærðina 3,5 og dýpið var 7,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa yfir 270 jarðskjálftar átt sér stað, þessi tala úreldist mjög fljótlega þar sem jarðskjálftavirkni er mjög mikil á þessu svæði eins og stendur en nýr jarðskjálfti á sér stað á hverri 1 til 3 mínútum þarna á meðan ég skrifa þetta.

Nálægar SIL stöðvar sýna að eins og stendur er þetta bara jarðskjálftahrina þar sem engin kvikuhreyfing hefur ekki ennþá mælst. Eins og kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Nálægar SIL stöðvar sýna einnig að þarna á sér stað mun meiri jarðskjálftavirkni en kemur fram á vefsíðu Veðurstofu Íslands, ástæðan fyrir því að ekki mælast allir jarðskjálftar á þrem til fjórum SIL stöðvum og því getur kerfi Veðurstofu Íslands ekki staðsett jarðskjálftana. Þó svo að ekki séu nein merki um kvikuhreyfingar þá er ekki útilokað að uppruna þessarar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti á þessu svæði. Ef þarna verður eldgos, þá mun það verða af Hawaiian gerð sem þýðir hraungos.

140503_1910
Jarðskjálftahrinan norðan við Herðubreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140503_1910_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í þessari jarðskjálftahrinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.03.05.2014.19.37.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.03.05.2014.19.38.utc
Óróaplottið frá SIL stöðinni í Mókollum. Þessi stöð er fyrir sunnan Herðurbreiðartögl. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og hafa verið það núna talsvert lengi. Flestar af þeim jarðskjálftahrinum sem þarna hafa átt sér stað hafa verið tengdar hefðbundinni jarðskjálftavirkni í jarðskorpunni vegna flekahreyfinga. Þarna hefur ekkert eldgos orðið síðustu 1000 ár, það er ekki að sjá nein slík merki á yfirborðinu (gígar, nýleg hraun). Það er erfitt að sjá hvað gerist þarna á næstunni. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með því sem þarna gerist. Stærstu jarðskjálftarnir sem þarna eiga sér stað koma fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum, hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælinum hérna.

Styrkir:
Endilega muna að styrkja mig til þess að létta mér lífið og einfalda mér að skrifa áfram um jarðskjálfta og eldgos. Ef fólk kaupir í gegnum Amazon UK þá getur það smellt á auglýsinganar frá Amazon UK hérna og þá fæ ég 5 til 10% af því sem keypt er í tekjur af hverri sölu óháð því hvað fólk kaupir.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (texti á ensku). Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina varð vegna kvikuinnskots eða hefðbundinna jarðskjálfta sem oft eiga sér stað á þessu svæði.

140427_1400
Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Bárðarbungu er þekkt fyrir mikla jarðskjálftavirkni. Ef þarna átti kvikuinnskot sér stað þá aukast ekki líkunar á því að eldgos muni eiga sér stað í Bárðarbungu. Þar sem kvikuinnskot eru algeng í íslenskum eldfjöllum eins og öðrum eldfjöllum.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) var lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina var við Flatey (við Húsavík) og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærð í kringum 2,0.

140427_1400
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að spá til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun halda áfram. Þarna eru ekki nein eldfjöll og er þessi virkni því eingöngu vegna spennulosunar í jarðskorpunni.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) var jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var frekar lítil. Þarna hefur hinsvegar verið talsverð jarðskjálftavirkni á undanförnum vikum. Síðasta jarðskjálftahrina á þessu svæði varð þann 13-Apríl-2014.

140427_1400
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna staðsetningar þá er næstum því vonlaust að vita hvað er að gerast þarna. Þó er ljóst að ekki hefur eldgos ennþá átt sér stað þarna ennþá. Þó eru uppi grunsemdir um að kvika sé þarna á ferðinni eins og var raunin þann 13-Apríl-2014. Það sem er áhugavert við jarðskjálftahrinur á þessu svæði er sú staðreynd að þær detta niður í skemmri og lengri tíma. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Næmni er einnig léleg fyrir þetta svæði, þar sem næstu SIL stöðvar eru í 35 til 50 km fjarlægð. Eins og staðan er í dag þá er vonlaust að átta sig á því hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði á næstu dögum til vikum.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (23-Apríl-2014) hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (GVP tengill hérna). Stærsti jarðskjálftinn sem kom í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,4 og dýpið var 9,3 km. Í kjölfarið komu fram 28 jarðskjálftar og varði sú jarðskjálftavirkni í rúmlega tvo klukkutíma.

140424_1330
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu daga og vikur. Þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði rís oft hægt og rólega, toppar og fellur síðan rólega. Stundum hættir jarðskjálftavirknin á þessu svæði mjög hratt en slíkt er sjaldgæfara. Eins og stendur eru engin merki um það að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessum stað á Reykjaneshryggnum.