Í dag (11. Maí 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta er lítil jarðskjálftahrina en dýpi og stærð þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna sé kvikuinnskot á þessum stað.
Þórðarhyrna er hluti af sprungukerfi Grímsfjalls, það tengist Lakagígum. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 og stóð til ársins 1904. Það eldgos náði stærðinni VEI=4 samkvæmt Global Volcanism Program sem er hægt að lesa hérna (á ensku).
Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.
Í morgun hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,8 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,7 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,5. Þessir jarðskjálftar fundust á nálægum sveitarbæjum og í nálægu þéttbýli í kringum Kötlu. Það hafa einnig orðið mjög margir litlir jarðskjálftar í Kötlu.
Það hafa ekki orðið neinar breytingar á óróanum í eldstöðinni Kötlu. Það gerir eldgos ólíklegra þegar þessi grein er skrifuð en þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunnar. Flugkóðinn hefur verið færður yfir á gult og hægt er að skoða hann hérna.
Ég mun skrifa nýja grein ef eitthvað meira gerist í eldstöðinni Kötlu.
Í morgun (25. Apríl 2023) hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftahrina er rétt við Bláa lónið. Þegar þessi grein er skrifuð, er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi. Hvort að þetta kemur af stað eldgosi er ekki hægt að segja til um. Kvikan sem er þarna hefur náð dýpinu 2 km miðað við þá jarðskjálfta sem eru þarna að eiga sér stað og það er slæmt ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram að aukast. Það þurfa ekki að verða stórir jarðskjálftar til þess að eldgos geti hafist við réttar aðstæður. Það hefur verið talsvert mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes á undanförnum þremur árum, án þess að það komi af stað eldgosi.
Eldgos á þessu svæði mundi vera mjög slæm staða, vegna þess hversu mikið af innviðum fyrir ferðamenn eru á þessu svæði. Þar sem þetta er alveg við Bláa lónið. Það eina sem hægt er að gera er að vakta það sem er að gerast núna.
Það er hægt að sjá jarðskjálftana í hærri upplausn á Skjálfta-Lísa eða á öðrum einkareknum vefsíðum sem bjóða upp á svipaða þjónustu.
Í dag (23. Apríl 2023) klukkan 15:15 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í eldstöðinni Grímsfjalli. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið.
Það er ekkert sem bendir til þess að Grímsfjall sé að fara að gjósa í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar en er ólíklegt til þess að gerast núna. Það gætu komið fram fleiri jarðskjálftar á næstu klukkutímum.
Í nótt klukkan 03:34 þann 23. Apríl 2023 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Bárðarbungu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,6 km.
Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og hefur verið að gerast undanfarin ár. Svona jarðskjálftar koma fram á eins til þriggja mánaða fresti. Það hinsvegar getur gerst að lengra sé á milli þessara jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Í dag (18. Apríl 2023) klukkan 07:59 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 um 36 km vestur af Grímsey. Þessi jarðskjálfti fannst á Akureyri og Siglurfirði.
Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og það er hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði. Í Júní 2020 varð stór jarðskjálftahrina þarna og þá varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw5,8.
Það var sagt frá því í fréttum í dag (14. Apríl 2023) að það væri hættulegt magn af Brennisteinsvetni við Múlakvísl sem kemur frá Mýrdalsjökli, sem er beint ofan á eldstöðinni Kötlu. Ferðamenn eru beðnir um að fara varlega á svæðinu. Leiðni er ekki óvenju há í Múlakvísl en Veðurstofan reiknar með því að muni breytast á næstu klukkutímum.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu er eðlileg þessa stundina en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar ef það tengist þessum breytingum á gasinu með einhverjum hætti. Magn gass í Múlakvísl fór að breytast snemma morguns þann 13. Apríl 2023 samkvæmt Veðurstofu Íslands.
Í dag (13. Apríl 2023) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Fyrir nokkrum vikum síðan var einnig jarðskjálftahrina á sama svæði. Sú jarðskjálftahrina var einnig mjög lítil að stærð. Það sem hefur helst breyst núna er að dýpi jarðskjálftahrinunnar er farið úr 7 km og upp í 3 km virðist vera. Þetta er miðað við núverandi jarðskjálftagögn.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé á ferðinni þarna. Það er mín skoðun að kvika sé að troða sér þarna upp. Það mun taka talsverðan tíma, mjög líklega nokkrar vikur. Þar sem ekki er hægt að segja til um gerð jarðskorpunnar á þessu svæði. Ég sá mjög svipað gerast áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu árið 2014. Þá tók það kvikuna um þrjá mánuði að brjóta sér leið upp í gegnum jarðskorpuna og þá komu fram svona smáskjálftar eins og sjást núna í Brennisteinsfjöllum. Það er engin leið að vita hversu langan tíma þetta mun taka, þar sem gerð jarðskorpunnar á þessu svæði er ekki þekkt, nema rétt svo efsta lag jarðskorpunnar. Það er mín skoðun að það þurfi að fylgjast með þessari jarðskjálftavirkni, vegna mögulegrar hættu á eldgosi á þessu svæði. Þetta er beint norður af vatni sem er þarna og ef það fer að gjósa, þá er hugsanlegt að hraunið fari beint út í vatnið og valdi vandræðum.
Það er hægt að skoða jarðskjálftahrinuna í hærri upplausn hérna á Skjálfta-Lísu, vef Veðurstofu Íslands.
Minniháttar jarðskjálftahrina hefur verið í gangi um 43 km vestur af Grímsey. Stærstu jarðskjálftarnir fundust ekki vegna fjarlægðar frá byggð. Jarðskjálftahrinan er á svæði sem er við norður jarðar sigdals sem er þarna og nær suður fyrir Akureyri. Hvar sigdalurinn endar er óljóst.
Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,5. Á þessu svæði varð mjög stór jarðskjálftahrina í Júní 2020. Þá komu fram jarðskjálftar með stærðina Mw5,8 sem fundust yfir stórt svæði á norðurlandi. Það verða oft stórar jarðskjálftahrinur í þessum sigdal. Hversu oft það gerist veit ég ekki. Það er hugsanlegt að þarna verði fleiri jarðskjálftar án viðvörunnar. Þar sem þetta er langt frá landi, þá er erfitt að mæla litla jarðskjálfta sem verða þarna.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.