Það kom fram í fréttum í dag (3. Júlí 2023) að GPS mælingar eru farnar að benda til þess að hugsanlega sé allur Reykjanesskagi eins stór eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið fram til dagsins í dag. Það kom fram í viðtali á Bylgjunni (tengill hérna fyrir neðan) að hugsanlega er Reykjanesskagi ein eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið í dag. Þetta er byggt á GPS gögnum sem hefur verið safnað síðustu ár og núna í þeirri þenslu sem hófst í Apríl, þá sést að þenslan nær yfir allan Reykjanesskaga sem ætti ekki að gerast ef þetta væru stök eldfjöll.
Staðan á þenslunni núna er að frá Apríl, þá er þenslan búinn að ná 2,5sm (25mm) og mesta þenslan er í kringum Fagradalsfjall. Það þýðir að líklega verður næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða í nágrenni Fagradalsfjalls. Þessi þensla mun einnig valda stórum jarðskjálftum eftir því sem hún eykst á næstu vikum og mánuðum, auk þessara hefðbundnu litlu jarðskjálfta sem hafa verið í gangi síðan í Apríl.
Ég veit ekki hvenær skilgreinunni á Reykjanesi verður breytt. Þar sem þetta krefst mikilla rannsókna og yfirferðar af hálfu jarðvísindamanna á Íslandi. Þetta þýðir einnig að það þarf að gefa út mikið af vísindagreinum sem þurfa að fara í ritrýni.
Frétt Vísir.is
Fólk á suðvesturhorninu má búa sig undir reglulega jarðskjálfta (Vísir.is)
Þetta er allt vitað. Furðulegt áhugamál þitt að skrifa frétt upp úr frétt. Og svo tvítekurðu þig þarna að auki.
Tímasóun að lesa efnið á síðunni þinn…..
Nei. Þetta er nefnilega ekki vitað og telst vera nýjar upplýsingar. Þú last samt efnið hérna og skrifaðir síðan athugasemd til að væla um það.
Ef þú skoðar höggunarkort NI. Þá sérðu fimm eldstöðvar þar í dag. GPS gögn benda til þess að þetta sé ein eldstöð. Það breytir fullt af hlutum.
Hérna eru öll kortin sem hægt er að skoða með núverandi þekkingu á jarðfræði Reykjanesskaga.
https://www.ni.is/is/midlun/utgafa/kort/jardfraedikort