Von á litlu jökulhlaupi úr Grímsvötnum á morgun (11. Október 2022)

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni og frétt á Rúv. Þá er von á litlu jökulhlaupi frá Grímsvötnum á morgun. Þetta verður mjög lítið jökulhlaup og því stafar vegum eða brúm ekki nein hætta af þessu jökulflóði. Síðasta jökulflóð átti sér stað í Desember 2021. Búist er við því að jökulflóðið komi fram í Gígjukvísl.

Fréttir og tilkynning Veðurstofunnar

Lítið hlaup úr Grímsvötnum (Veðurstofan)
Von á litlu hlaupi úr Grímsvötnum á morgun (Rúv.is)

Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Þensla frá upphafi September í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík og í eldstöðinni Reykjanes

Samkvæmt GPS gögnum sem hægt er að skoða hérna fyrir eldstöðina Trölladyngja-Krýsuvík og hérna fyrir eldstöðina Reykjanes. Þá virðist sem að nýtt þenslutímabil hafi hafist í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík í upphafi September og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni er í gangi þessa stundina en það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði og það getur hafa slakað á spennu á svæðinu. Þessi jarðskjálftavirkni útskýrir einnig einhverja af GPS færslunum sem koma fram. Ég hef takmarkaðan skilning á GPS gögnum og því getur mat mitt á þessum gögnum verið lélegt og rangt.

Það virðist einnig vera þensla í gagni í eldstöðinni Reykjanes og án mikillar jarðskjálftavirkni. Sú þensla virðist hafa verið í gangi síðan í upphafi Ágúst. Það hafa ekki orðið nein eldgos í eldstöðinni Reykjanes á þessum tíma. Jafnvel þó svo að komið hafi fram endurtekin tímabil þenslu, jarðskjálfta og sig í eldstöðinni Reykjanes. Stundum kemur fram kvikuinnskot í kjölfarið á þenslutímabili en það virðist ekki hafa gerst núna.

Ef að þetta þenslutímabil heldur áfram í einu eða báðum eldstöðvum. Þá er mjög líklegt að nýtt jarðskjálftatímabil sé að hefjast á Reykjanesskaga. Hvenær slíkt jarðskjálftatímabil hefst er vonlaust að segja til um. Þar sem nýlegar jarðskjálftahrinur og eldgos hafa breytt jarðskorpunni á svæðinu mjög mikið á undanförnum mánuðum. Kvikuinnskot og kvikan sem er þarna valda því að á svæðum er jarðskorpan að verða mýkri vegna hitans frá kvikunni og það dregur úr jarðskjálftavirkninni hægt og rólega. Frekar en í upphafi eldgosa tímabilsins, þegar jarðskorpan var köld og stökk og brotnaði með meiri látum sem olli meiri jarðskjálftavirkni rétt áður en eldgos átti sér stað.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inná mig með þessum hérna banka upplýsingum. Takk fyrir stuðninginn. Þar sem styrkir gera mér fært að halda þessari vefsíðu gangandi og vinna þessa vinnu. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Kröftug jarðskjálftahrina á jaðri Reykjaneshryggs

Jarðskjálftavirknin er um 1330 km frá Reykjavík og í Norður Atlantshafi. Hvað er að gerast þarna er óljóst en þetta er mjög líklega jarðskjálftahrina áður en eldgos hefst eða jarðskjálftahrina sem hófst í kjölfarið á eldgosi þarna. Sjávardýpi þarna er í kringum 3 til 4 km sem þýðir að ekkert mun sjást á yfirborði sjávar.

Earthquake Zoom - LAT: 50 - 60 ; LON: -44 -34 ; Rauðir punktar sýna nýjustu jarðskjálftana og appelsínugulir punktar sýna jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana
Jarðskjálftavirknin á jaðri Reykjaneshryggs. Skjáskot af vefsíðu ESMC.

Það hafa mælst 61 jarðskjálfti síðan 26-September-2022 þegar þessi virkni hófst. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw5,7 en það hafa einnig orðið nokkrir jarðskjálftar með stærðina Mw5,0. Vegna þess hversu fjarlægt þetta svæði og langt frá mælanetum. Þá koma aðeins stærstu jarðskjálftarnir fram. Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftahrinunni hérna á vefsíðu ESMC.

Staðan í jarðskjálftahrinunni austan við Grímsey (12-September-2022)

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni austan við Grímsey.

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 8-September-2022 heldur áfram. Yfir 6000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu jarðskjálftar síðustu daga hafa náð stærðinni Mw4,2 og hafa fundist yfir stórt svæði. Fólk sem á heima í Grímsey og ferðamenn sem eru þar finna mjög vel fyrir þessari jarðskjálftahrinu.

Grænar stjörnur í línu frá norðri til suður austan við Grímsey. Fullt af rauðum punktum í sömu línu sem sína minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði. Það gæti breyst án viðvörunar en er ólíklegt engu að síður, en ég veit ekki hversu líklegt eldgos er á þessu svæði þar sem það eru ekki nein góð gögn um þetta svæði þar sem það er undir sjó. Það eru einnig ekki neinar augljósar breytingar á GPS mælum á svæðinu. Það er mjög líklega eingöngu jarðskjálftahrina en það útilokar ekki að þarna geti orðið jarðskjálfti með stærðina 6 til 7 án viðvörunar, þar sem hættan á slíkum jarðskjálfta er mjög mikil.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu (upplýsingar í fyrri grein eða á síðunni styrkir hérna fyrir ofan) eða með því að nota PayPal takkann. Styrkir hjálpa mér að komast af yfir mánuðinn. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 austur af Grímsey

Í nótt (8-September-2022) klukkan 04:01 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 austur af Grímsey. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á stóru svæði á norðausturlandi. Það hafa orðið meira en 22 jarðskjálftar sem hafa verið stærri en Mw3,0 síðan jarðskjálftahrinan hófst. Það hafa mælst yfir 700 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og það þýðir að jarðskjálftum mun fjölga og það er hætta á stærri jarðskjálftum.

Fullt af grænum stjörnum austan við Grímsey auk rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálfta. Grænar stjörnur sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3 að stærð. Talsvert af appelsínugulum punktum einnig
Jarðskjálftavirknin austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði við Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Þarna er eldstöð en ég sé ekki nein merki þess að eitthvað sé að gerast þar. Þarna verða jarðskjálftahrinur á 2 til 3 ára fresti en það er mun lengra milli mjög stórra jarðskjálfta sem eru með stærðina 6 til 7 en slíkir jarðskjálftar gerast.

Styrkir

Þeir sem vilja og geta, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með því að nota þessar hérna bankaupplýsingar eða með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni. Þetta hjálpar mér að komast af yfir mánuðinn og fá smá borgað fyrir mína vinnu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Bankaupplýsingar

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli

Í dag (06-September-2022) klukkan 13:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskjunnar í Torfajökli.

Græn stjarna í brún Torfajökuls og nokkrir appelsínugulir punktar þar undir
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Torfajökli hefur verið virkt á undanförnum árum. Virknin á þessu svæði fer upp og niður og hefur í langan tíma verið mjög rólegt þarna. Hvað er að gerast þarna er óljóst, þar sem ég sé ekki nein augljós merki þess að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli. Eldgos í Torfajökli eru ekki hraungos, þar sem kvikan þarna er ísúr eða súr þegar eldgos verða [gerðir kviku á Wikipedia]. Það kemur af stað öskugosi þegar eldgos verða. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og þá hófst það eldgos mjög líklega vegna kvikuinnskots frá Bárðarbungu inn í eldstöðina Torfajökull.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja. Þá er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inn á mig með banka millifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er hægt að sjá í eldri grein á þessari vefsíðu um lélega fjárhagslega stöðu mína. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Bankaupplýsingar

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 suð-vestur af Keili

Í nótt (6-September-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 rétt um 1,2 km suður-vestur af Keili. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,1 km. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það voru allt saman minni jarðskjálftar.

Græn stjarna nærri Keili á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Ásamt bláum punktum sem sína minni jarðskjálfta í átt að Fagradalsfjalli
Jarðskjálftavirkni við Keili og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem varð þarna í nótt bendir sterklega til þess að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á þessu svæði eftir eldgosið sem hófst í kjölfarið á jarðskjálftavirkni í Júlí – Ágúst. Hvort að það verður eldgos núna er ekki hægt að segja til um. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Það hefur verið stöðug smáskjálftavirkni á Reykjanesskaga þegar eldgosatímabilið hófst á Reykjanesskaga árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur. Eins og ég nefndi í sérstökum pósti. Þá hjálpa styrkir mér mjög mikið og þökk sé þeim, þá get ég borgað óvæntan símareikning sem ég fékk núna. Þar sem ég hef meiriháttar vandamál núna í September með peninga og komast af yfir mánuðinn. Ég þakka stuðninginn. 🙂

Þörf á aðstoð í September

Staðan hjá mér er þannig að ég þarf á aðstoð að halda. Ástæðan er lágar tekjur frá Tryggingarstofnun og það hefur valdið því að Ágúst var erfiður fyrir mig og það virðist sem að September verði mjög erfiður fyrir mig. Eins og er þá er ég aðeins með um 247.000 kr í tekjur frá Tryggingarstofnun. Ég er ennþá að bíða eftir auka greiðslum frá Danmörku, svo að ég sé með sömu tekjur og danskir öryrkjar. Hvenær þær greiðslur byrja veit ég ekki.

Síðan fékk ég óvæntan símareikning núna, sem ég hélt að kæmi í Október, þar sem venjulega tel ég að allir reikningar sem koma í lok mánaðar sé það sem ég þarf að borga. Núna hinsvegar kom þessi reikningur í upphafi September með eindaga um miðjan September sem er stórt vandamál fyrir mig. Auk þess sem ég þarf að lifa út September. Mörg dönsk fyrirtæki einnig senda reikninga aðeins á þriggja mánaða fresti, það eru ekki margir reikningar sem eru sendir út mánaðarlega í Danmörku. Það er aðeins að breytast með fyrirtæki hérna í Danmörku en gerist mjög hægfara.

Óvænti símareikningurinn sem ég fékk er upp á rúmlega 16.000 kr fyrir þrjá mánuði. Ég geri mitt besta til þess að hafa fjármálin hjá mér í lagi en þegar tekjurnar eru litlar, þá tekst stundum mjög illa hjá mér að stjórna fjármálunum.

Hægt er að styrkja mig með því að leggja inn á bankareikninginn minn samkvæmt þessum bankaupplýsingum.

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Ég þakka skilninginn og stuðninginn. 🙂

Uppfærsla 1

Þökk sé styrkjum. Þá get ég borgað síðasta reikninginn hjá mér og haft smá auka í nokkra daga.

Jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Nóttina þann 27-Ágúst-2022 hófst jarðskjálftahrina við Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð og í þessari fjarlægð þá mælast aðeins jarðskjálftar með stærðina Mw2,1 eða stærri. Fjarlægðin frá Reykjanestá er rúmlega 80 til 90 km. Síðasta eldgos á þessu svæði var árið 1830 eða í kringum það ár. Staðsetningar þessar jarðskjálfta sem mældust eru ekki nákvæmar vegna fjarlægðar frá SIL mælakerfinu.

Græn stjarna á Reykjaneshrygg aðeins fyrir utan Eldeyjarboða. Græna stjarna er númer tvö frá vinstri við appelsínugulan punkt sem eru minni jarðskjálftar sem þarna eru
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki vitað hvað er að gerast á þessu svæði. Þar sem það er allt undir sjó. Þetta gæti verið eðlilegar plötuhreyfingar eða þetta gæti verið virkni sem tengist hugsanlegri eldgosavirkni á þessu svæði. Það er hinsvegar ekki hægt að vita það fyrr en einhver sér eldgos en þangað til er eðlilegast að áætla að þetta sé bara jarðskjálftavirkni vegna plötuhreyfinga.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mínu vinnu með því að leggja beint inn á mig. Styrkir hjálpa mér einnig í gegnum þá fjárhagsörðuleika sem ég hef verið í núna mjög lengi en eru hugsanlega að fara að enda. Hvenær þessar fjármálaörðuleikar enda veit ég ekki nákvæmlega en það verður vonandi ekki seinna en árið 2023. Hægt er að leggja beint inn á með upplýsingum hérna að neðan eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Takk fyrir skilninginn, aðstoðina og stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn