Minniháttar aukning í jarðskjálftum í Kötlu

Síðustu daga hefur verið minniháttar aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir á tímabilinu hafa náð stærðinni 2,8. Þessa stundina hafa ekki orðið stærri jarðskjálftar í Kötlu.

161126_1315
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera staðbundin virkni af jarðskjálftum í austur hluta öskjunnar. Þetta er nærri því svæði sem gaus árið 1918 og er hugsanleg vísbending um það hvar getur gosið næst í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni virðist benda til þess að kvikan hafi fundið veikan blett í jarðskorpunni og sé núna að „bora“ sig í gegnum jarðskorpuna og þessi hreyfing veldur stundum litlum jarðskjálftum á takmörkuðum bletti [athugasemd: Þetta er bara það sem ég hef séð, það er ekki búið að staðfesta þetta með vísindalegum mælingum ennþá]. Þessa stundina er jarðskjálftavirkni mjög lítil í Kötlu miðað við þá virkni sem var í gangi frá lokum Ágúst til miðs Októbers. Mig grunar að núverandi jarðskjálftavirkni eigi eftir að halda sér í Kötlu þangað til næsta vor.

Leiðni heldur áfram að vera mjög há í nokkrum jökulám í kringum Kötlu. Það bendir sterklega til þess að ný hverasvæði hafa opnast undir jöklinum í öskjunni. Það bendir til þess að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna og eldstöðin sé orðin mjög heit. Til þess að svona ný hverasvæði opnist þá þarf kvika að vera kominn á minna en eins kílómetra dýpi. Það þýðir að kvikan er mjög grunnt í upp í eldstöðina.

Ný hrina af jarðskjálftum í Bárðarbungu

Í nótt þann 26-Nóvember-2016 varð ný hrina af jarðskjálftum í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn sem mældist var með stærðina 3,8.

161126_1215
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,8. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þann 22-Nóvember-2016 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 í suðu-vesturhluta Bárðarbungu. Nærri þeim stað þar sem kvikugangurinn opnaðist í Ágúst-2014.

161122_1735
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu sem var með stærðina Mw3,6 þann 22-Nóvember-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona jarðskjálftavirkni er orðin mjög algeng í Bárðarbungu og vegna þess skrifa ég ekki alltaf um þá jarðskjálfta sem verða, þar sem ef ég gerði það. Þá yrðu ekkert nema greinar um Bárðarbungu á þessari vefsíðu.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (14-Nóvember-2016) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta hefur verið mjög lítil hrina og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið minni að stærð.

161114_1335
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur verið mjög lítil framan af degi og það virðist ekki stefna í að þessi jarðskjálftahrina þróist yfir í að verða stærri jarðskjálftahrinu. Lítið er að gerast á öðrum stöðum á Íslandi þessa stundina og mjög rólegt. Stakir jarðskjálftar eiga sér stað hér og þar eins og búast má við.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 átti sér stað í Bárðarbungu

Í gær (11-Nóvember-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti eins og þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði verða vegna þess að eldstöðin er að þenjast út vegna innflæðis nýrrar kviku. Það ferli hófst í September-2015 og er ennþá í gangi og mun verða í gangi til lengri tíma. Síðasta jarðskjálftavirkni sem varð til vegna þenslu í Bárðarbungu hófst árið 1973 og varði til ársins 1996 (vísindagrein um það ferli má lesa hérna á ensku). Eftir árið 1996 var lítil virkni í Bárðarbungu fram að árunum í kringum árið 2010 og þangað til að það fór að gjósa árið 2014.

161105_1335
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Bárðarbungu mun leiða til eldgoss einn daginn en það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt mun gerast.

Lítilsháttar jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum

Síðustu klukkustundir í dag (05-Nóvember-2016) hafa átt sér stað nokkrir jarðskjálftar í Esjufjöllum [Wikipedia upplýsingar hérna]. Eldstöðin Esjufjöll fær venjulega ekki mikla athygli vegna þess að mjög lítið gerist þar almennt og varð síðasta jarðskjálftavirkni af þessari stærðargráðu árið 2013, stakir jarðskjálftar eiga sér stað endrum og sinnum í eldstöðinni. Jarðskjálftavirkni hófst svo vitað sé í Esjufjöllum árið 2002 (kort Veðurstofunnar er að finna hérna og hérna).

161105_2135
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum, sem eru staðsett fyrir sunnan Grímsvötn og norð-austan við Öræfajökul. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina hafa ekki margir jarðskjálftar átt sér stað í Esjufjöllum. Það er hugsanlegt að það breytist á næstu klukkutímum en ég reikna ekkert sérstaklega með því. Mesti fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst hefur í einu (árið 2002 að minnsta kosti) var í kringum 40 – 80 jarðskjálftar (ég er ekki með betri tölu en þetta). Ástæða þess að jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað í Esjufjöllum er sú að kvika er að streyma upp í eldstöðina af miklu dýpi innan úr eldstöðinni. Á þessaris stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Esjufjöllum og hef það ólíklega gerist að það verði eldgos, þá reikna ég ekki með því að slíkt eldgos yrði stórt. Það er mín skoðun að hættan á eldgosi í Esjufjöllum sé minni en 2%.

Það er hugsanlegt að eldgos hafi átt sér stað í Esjufjöllum árið 1927 og verið í fjóra daga í kringum 5-September, en það eldgos hefur ekki verið staðfest að þessu sinni. Þetta eldgos hefur ekki verið staðfest og því eru hérna á ferðinni eignöngu um grunsemdir að ræða um að eldgos hafi átt sér stað. Upplýsingar um þetta eru ekki góðar vegna þess hversu afskekkt Esjufjöll eru eins og sjá má á þessu korti frá Veðurstofu Íslands. Esjufjöll eru staðsett suður af Grímsvötnum og norð-austan við Öræfajökul.

Rólegt í jarðskjálftavirkni á Íslandi þessa dagana

Þessa dagana er lítið að gerast í jarðskjálftavirkni á Íslandi. Engin stórvægileg jarðskjálfti á sér núna á stað á Íslandi. Það hafa orðið á þessum tíma nokkrir jarðskjálftar sem hafa náð stærðinni 3,0 og yfir. Þetta er byggt á sjálfvirkum teljara og er ekki sama tala og yfirfarnar niðurstöður hjá Veðurstofunni gefa upp. Þar verða að jafnaði 300 til 400 jarðskjálftar á viku þessa dagana eða um 1200 jarðskjálftar á mánuði.

161103_1815
Jarðskjálftavirknin á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta rólega tímabil mun vara á Íslandi. Nú þegar er það búið að vara í þrjár vikur og komið að fjórðu vikunni. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá hvernig málin þróast og slaka á á meðan það er svona rólegt á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (Vika 43)

Þann 27-Október-2016 klukkan 02:08 og 02:09 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,5 og 3,3. Yfir daginn urðu nokkrir minni jarðskjálftar á svipuðum slóðum (nærri norð-austur hluta öskjunnar).

161027_1610
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessara jarðskjálfta er sú að kvika er núna að flæða inn í Bárðarbungu djúpt innan úr möttlinum. Það ferli hófst í September-2015 og mun halda áfram þangað til að eldgos verður í Bárðarbungu (eða í nágrenni við Bárðarbungu).

Jarðskjálftinn á Ítalíu

Þar sem ég er búsettur í Danmörku þá mældi ég jarðskjálftann á Ítalíu mjög vel. Ég mældi bæði 5,5 jarðskjálftann og 6,1 jarðskjálftann. Ástæða þess að ég get mælt jarðskjáfltana er sú að ég er eingöngu staðsettur ~1500 km frá Ítalíu.

161026-191800-bovz-psn
Jarðskjálftinn með stærðina 6,1 á Ítalíu. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkutímana

Í dag (17-Október-2016) og í gær (16-Október-2016) hafa verið jarðskjálftahrinur í Kötlu. Flestir af þeim jarðskjálftum sem urðu voru litlir að stærð, flestir minni en 1,0. Það komu fram þrír jarðskjálftar sem voru stærri en 2,0.

161017_1950

Það kom fram í fréttum í dag að ástæða þessara jarðskjálftavirkni væru breytingar á jöklinum sem væru að valda ísskjálftum vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Ég er ekki sammála þessu mati, þar sem ég mældi stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamælinum sem ég er með í Heklubyggð og þeir jarðskjálftar sýndu skýr merki þess að eiga uppruna sinna í jarðskorpunni. Mínir jarðskjálftamælar eru ekki færir um að mæla ísskjálfta í 56 km fjarlægð. Vandamálið með eldstöð eins og Kötlu er þessi stöðuga jarðskjálftavirkni sem veldur því að fólk fer að hugsa með sér að svona hljóti þetta alltaf að vera og boði ekki endilega nein sérstök tíðindi. Eftir því sem tíminn líður þá fara jarðfræðingar að líta á þetta sem eðlilega hegðun eldstöðvarinnar, þó svo að kannski í raunveruleikanum sé þessi jarðskjálftavirkni langtímaboðar um að stutt sé í eldgos. Ég ætla að minna fólk á að ekkert bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi á þessari stundu, enda hefur skráð saga sýnt að það verða mjög stórir jarðskjálftar þegar kvika fer að brjóta sér leið uppá yfirborðið. Þær rituðu heimildir sem eru skrifaðar í dag segja frá stöðunni eftir að það ferli er hafið (kvika á leiðinni upp til yfirborðs).

Nokkrir jarðskjálftar í Hofsjökli

Í dag (15-Október-2016) urðu nokkrir jarðskjálftar í Hofsjöki. Stærsti jarðskjálftinn var bara með stærðina 1,4. Jarðskjálfti með stærðina 2,3 varð austur af Hofsjökli en það er innan-fleka jarðskjálfti og tengist ekki neinni eldstöð.

161015_1340
Jarðskjálftarnir í Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Hofsjökli virðist vera vegna spennubreytinga sem eru núna að eiga sér stað í Bárðarbungu vegna þenslunar sem þar er að koma fram núna. Þetta gerðist þó svo að Hofsjökull sé í sínu eigin rekbelti (sjá rannsókn um þetta á ensku hérna). Ég er ekki að reikna með eldgosi í Hofsjökli enda er ekki vitað hvenær eldstöðin gaus síðast. Það er hugsanlegt að frekari jarðskjálftar verði í Hofsjökli og nágrenni á næstu vikum vegna spennubreytinga í efri lögum jarðskorpunnar.

Jarðskjálftavirkni eykst í Kötlu á ný

Í dag (06-Október-2016) jókst jarðskjálftavirkni á ný í Kötlu. Það varð jarðskjálftavirkni fyrir stærsta jarðskjálftann og einnig eftir að stærsti atburðurinn átti sér stað. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 3,2. Smærri jarðskjálftar sjást illa eða alls ekki vegna slæms veðurs á svæðinu.

161006_0930
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna mikillar rigningar þá er ekki gott að sjá nákvæma mælingu á leiðnimælingu í Múlakvísl sem kemur frá Mýrdalsjökli. Þar sem rigningarvatnið þynnir út það jökulvatn sem er í ánum. Þessi mikla rigning veldur einnig ísskjálftum í Mýrdalsjökli ef aðstæður bjóða uppá það.