Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í dag (3-Mars-2014) mældust þrír jarðskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0.

140303_1620
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engar frekari breytingar hafa átt sér stað í Heklu á þessum tíma. Undanfarin ár hefur jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu án þess að eldgos hæfist. Ég reikna ekki með að þetta verði eitthvað öðruvísi núna eins og er. Hægt er að fylgjast með virkni í Heklu hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með og síðan er hægt að fylgast með Heklu í mynd hérna. Ef það skildi eitthvað gerast sem mér þykir ólíklegt eins og staðan er í dag.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Annars sé ég fram á að vera mjög peninga-lítill í Mars þar sem örorkubætur eru mjög litlar og rétt duga eingöngu fyrir reikningum. Það er einnig hægt að kaupa mína fyrstu smásögu sem ég hef gefið út til sölu hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í dag (25-Febrúar-2014) klukkan 09:49 varð mjög djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er undir Bárðarbungu í GVP gagnagrunninum sem Loki-Fögrufjöll). Dýpi þessa jarðskjálfta var 29,6 km og stærð hans var 1,8. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga, frekar en vegna spennu í jarðskorpunni.

140225_2030
Jarðskjálftinn í Hamrinum sem hafði dýpið 29,6 km er staðsettur 12,5 km suður af Hamrinum (64,417 -17,605). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Hamrinum var í Júlí 2011 [sjá hérna á ensku]. Það eldgos var lítið og varði bara í örfáa klukkutíma en olli jökulflóði úr Vatnajökli. Það hefur verið rólegt í Hamrinum síðustu mánuði en virkin virðist vera að aukast núna hægt og rólega. Eins og stendur eru þetta bara jarðskjálftar á miklu dýpi. Það er mikil virkni í Hamrinum þó ekki séu þar stöðug eldgos eins og er, ástæðan er sú að Hamarinn er nærri því beint yfir miðju heita reitsins á Íslandi sem veldur eldgosum á þessu svæði.

Tveir litlir jarðskjálftar í Húnaþingi Vestra

Einstaka sinnum mæli ég jarðskjálfta sem koma ekki inn á jarðskjálftamæla Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru mjög langt frá jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands og að auki mjög litlir að stærð. Það veldur því að þeir sjást einfaldlega ekki í kerfinu þeirra. Mínir jarðskjálftamælar geta mælt jarðskjálfta niður í ML-2,0 ef aðstæður eru góðar og veður er gott, einnig þarf viðkomandi atburður að vera nægjanlega nálægt jarðskjálftamælinum svo að hann mælist. Jarðskjálftanir sem ég mældi þann 20-Febrúar-2014 voru stærri en ML0,0. Ég veit því miður ekki nákvæma stærð þessara jarðskjálfta vegna þess hugbúnaðar sem ég er að nota. Fyrsti jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 12:36.

140220.123600.bghz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.123600.bhrz.psn
Fyrri jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,1 til 0,5. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Seinni jarðskjálftinn átti sér stað klukkan 18:41 og var sá jarðskjálfti örlítið stærri en sá fyrri.

140220.184113.bghz.psn
Seinni jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Bjarghúsum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Stærð þessa jarðskjálfta er í kringum 0,8 til 1,2. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184113.bghn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140220.184100.bhrn.psn
Allar þrjár rásirnar. Þetta er jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Ég hef ekki mælt fleiri jarðskjálfta á þessu svæði síðan þessir atburðir komu fram. Síðast varð jarðskjálfti sem ég mældi í Húnaþingi Vestra árið 2006 þegar ég bjó á Hvammstanga. Árið 2006 var ég bara með einn jarðskjálftamæli á Hvammstanga þegar ég bjó þar. Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað á þessu svæði. Þar sem það er erfitt að vita það með vissu, mér þykir það hinsvegar ólíklegt að slíkt muni gerast. Ef frekari jarðskjálftar munu eiga sér stað þá verður hægt að sjá jarðskjálftana á jarðskjálftavefnum mínum.

Allt rólegt í jarðfræði Íslands

Tímabil lítillar virkni heldur áfram á Íslandi og hefur þetta tímabil núna varað í meira en fimm mánuði núna. Það eru alltaf minniháttar jarðskjálftar sem eiga sér stað þrátt fyrir þetta tímabil lítillar virkni. Slíkt er eðlilegt og það má alltaf reikna með því að litlir jarðskjálftar eigi sér stað.

140212_0955
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru að jafnaði 4 til 5 ár á milli eldgosa á Íslandi og síðasta stóra eldgos auk tveggja minni eldgosa áttu sér stað árið 2011. Síðan þá hafa engin eldgos átt sér stað á Íslandi eftir því sem ég best veit. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður á Íslandi.

Styrkir: Samkvæmt yfirliti á bankabókinni hjá mér. Þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Þar sem að ég átti afskaplega lítinn pening eftir þegar ég var búinn að borga alla mína reikninga. Fólk getur styrkt mig beint eða í gegnum PayPal takkann hérna til hliðar. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að smella á auglýsingarnar hérna. Þegar verslað er í gegnum Amazon þarna þá fæ ég 5 til 10% af söluverði vörunnar í tekjur hjá Amazon. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum og Kverkfjöllum

Í dag (20-Desember-2013) urðu jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þetta voru mjög fáir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 og dýpið var 5,0 km. Eins og stendur hafa eingöngu tveir jarðskjálftar mælst en það er algengt með jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum að hún fari hægt af stað. Eins og stendur þá er jarðskjálftavirkni frekar lítil í Esjufjöllum. Þó er þetta meiri virkni en síðustu áratugi, það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna þess að ekki hafa verið til góðar mælingar af þessu svæði fyrr en nýlega.

Kverkfjöll

Jarðskjálftavirknin í Kverkfjöllum heldur áfram. Í dag urðu nokkrir jarðskjálftar en enginn af þeim náði stærðinni 3,0 og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og dýpið á þeim jarðskjálfta var 5,3.

131220_1910
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum. Ég býst við að þessi virkni verði frekar lítil og enginn jarðskjálfti muni fara yfir stærðina 3,0.

Rólegt í jarðfræðinni á Íslandi um þessar mundir

Það er mjög rólegt á Íslandi um þessar mundir. Mjög fáir jarðskjálftar hafa átt sér stað. Fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur verið í kringum 120 jarðskjálftar yfir eina viku (7 daga). Þannig að það lítur út fyrir að nýtt rólegheitatímabil sé hafið á Íslandi.

131218_1630
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað veldur þessu rólegheita tímabili á Íslandi og eru þau því mjög dularfull og verða það líklega alltaf. Ég vona bara að árið 2014 verði ekki eins rólegt og árið 2013 var í jarðfræðinni.

Tveir litlir jarðskjálftar í Heklu

Ég biðst afsökunar á því að vera seinn með þessa bloggfærslu.

Á Miðvikudaginn (23-Október-2013) urðu tveir litlir jarðskjálftar í Heklu. Einn jarðskjálfti átti sér stað fyrir utan sjálfa megineldstöðina en í sjálfu Heklukerfinu. Allir jarðskjálftanir voru litlir og var sá stærsti með stærðina 1,6 og dýpið 1,3 km. Þessa stundina er óljóst hvað er að valda þessari jarðskjáfltavirkni í Heklu.

131024_2315
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hingað til hafa ekki verið nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Vefmyndavél sem vísar á Heklu er að finna hérna (jonfr.com), hérna (Rúv.is) og síðan hérna (livefromiceland.is). Hægt er að fylgjast með jarðskjálftagröfunum mínum hérna. Jarðskjálftamælirinn við Heklu mælir jarðskjálfta alveg niður í 0,0 í góðum skilyrðum. Þannig að ef eldgos hefst í Heklu þá munu merki eldgoss koma mjög vel fram á jarðskjálftamælinum mínum við Heklu.

Jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur haldið áfram í Eyjafjallajökli síðan hún hófst í síðustu viku. Þetta eru mjög litlir jarðskjálftar og hefur enginn þeirra náð stærðinni 1,0 ennþá. Þessi jarðskjálftavirkni er einnig mjög grunn, eða á innan við 5 km dýpi. Ég veit ekki ennþá hvað er að valda þessari jarðskjálftavirkni í Eyjafjallajökli og ekki er víst að ég muni komast nokkurntímann að því.

131016_2345
Jarðskjálftavirknin í Eyjafjallajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er engin hætta á eldgosi í Eyjafjallajökli. Þar sem engin ný kvika er að flæða inn í eldfjallið eins og er. Hægt er að fylgjast með Eyjafjallajökli hérna (jonfr.com) og hérna (livefromiceland.is)

Jarðskjálftar suður af Heklu

Í nótt (08-Október-2013) klukkan 04:49 varð jarðskjálfti með stærðina 1,9 sunnan við eldstöðinni Heklu, dýpi þessa jarðskjálfta var 7,3 km. Annar jarðskjálfti átti sér stað klukkan 04:59 og var stærð þess jarðskjálfta 0,8 og var með dýpið 5,8 km. Líklegar ástæður fyrir þessum jarðskjálfta eru þrýstibreytingar í eldstöðvakerfi Heklu.

131008_1615
Jarðskjálftanir fyrir sunnan Heklu síðustu nótt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið óvenjulega mikil jarðskjálftavirkni í Heklu undanfarið og eru ástæður þess ekki ljósar eins og stendur. Það er hinsvegar nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að í kringum Heklu eru núna fleiri SIL stöðvar en áður, og það þýðir að fleiri jarðskjálftar eru að mælast núna en á undanförnum árum. Það eru ekki nein merki þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu á þessari stundu, eldstöðin er ennþá róleg eins og hún hefur verið síðustu 13 árin.

Jarðskjálftar djúpt á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (26-September-2013) klukkan 01:18 UTC varð jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 5,5 og varð rúmlega 1000 km suður af Íslandi. Sökum fjarlægðar fannst þessi jarðskjálfti ekki. Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

335951.regional.mb.5.5.svd.26-September-2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta varð síðan eftirskjálfti með stærðina 4,6 á sömu slóðum. Upplýsingar um þann jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC. Líklegt er að fleiri minni jarðskjálftar hafi átt sér stað þarna en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum þá hafa þeir ekki mælst á þessum jarðskjálftamælanetum.