Þrír jarðskjálftar í Heklu

Í dag (3-Mars-2014) mældust þrír jarðskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0.

140303_1620
Jarðskjálftanir í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engar frekari breytingar hafa átt sér stað í Heklu á þessum tíma. Undanfarin ár hefur jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu án þess að eldgos hæfist. Ég reikna ekki með að þetta verði eitthvað öðruvísi núna eins og er. Hægt er að fylgjast með virkni í Heklu hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með og síðan er hægt að fylgast með Heklu í mynd hérna. Ef það skildi eitthvað gerast sem mér þykir ólíklegt eins og staðan er í dag.

Styrkir: Hægt er að styrkja mína vinnu hérna. Annars sé ég fram á að vera mjög peninga-lítill í Mars þar sem örorkubætur eru mjög litlar og rétt duga eingöngu fyrir reikningum. Það er einnig hægt að kaupa mína fyrstu smásögu sem ég hef gefið út til sölu hérna. Takk fyrir stuðninginn.