Frá 20-Janúar-2014 hefur aukin leiðni verið að mælast í Skeiðará. Ástæður þess að aukin leiðni er að mælast í Skeiðará er vegna jarðhitavatns frá Grímsfjalli. Vatnsmagn hefur einnig verið að aukast í Skeiðará á sama tíma og leiðni hefur verið að aukast.
Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Grímsfjalli frá 20-Janúar-2014. Myndin er fengin af Facebook vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Leiðni mælist núna 416 µS/cm samkvæmt Veðurstofu Íslands og þykir það mjög hátt gildi fyrir Skeiðará. Þetta vatn fer í gegnum nokkur vötn á leiðinni til Gígukvíslur og áður en það kemur að mælinum. Því er líklegt að leiðni sé ennþá meiri við upptök Skeiðará við Vatnajökul. Engin sérstök jarðskjálftavirkni eða órói hefur komið fram í kjölfarið á þessari auknu leiðni í Skeiðará. Það er hugsanlegt að ís-skjálftar eigi sér núna stað í Vatnajökli vegna þessa aukna rennslis. Ef það er raunin þá er hægt að fylgjast með því hérna. Það er mjög lítið vatn í Grímsvötnum síðan það gaus þar árið 2011 (umfjöllun um það eldgos er að finna hérna á ensku). Eins og stendur er ekki búist við frekari virkni í Grímsfjöllum.
Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja þessa vefsíðu og mína vinnu. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal takkan eða leggja beint inn á mig samkvæmt upplýsingum sem er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.