Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kötlu

Í dag (16. Desember 2022) klukkan 21:44 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð í eldstöðinni Kötlu. Þetta virðist vera stakur jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í öskju Kötlu í suður-austur hluta öskjunnar ásamt gulum og bláum punktum sem sýna eldri og minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera eðlileg og það er ekkert sem bendir til þess að einhver frekari virkni verði í eldstöðinni Kötlu núna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu

Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Græn stjarna í Vatnajökli þar sem eldstöðin Bárðarbunga er staðsett. Punktar með mismunandi liti er einnig í öðrum eldstöðvum í kringum Vatnajökul.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.

Djúpir jarðskjálftar í Heklu

Á Mánudaginn (14-Nóvember-2022) urðu djúpir jarðskjálftar í eldstöðinni Heklu. Fyrsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,0 og á 25,6km dýpi. Þetta er á eins miklu dýpi og jarðskorpan er á þessu svæði á Íslandi. Þessari jarðskjálftavirkni fylgdu tveir minni jarðskjálftar með stærðina Mw0,6 og Mw0,5 á um 11,5km dýpi.

Rauður punktur við eldstöðina Heklu og nokkrir bláir punktar í kringum eldstöðina sem sýna eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni við eldstöðina Heklu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það eru engin augljós merki um það að eldstöðin Hekla sé að fara að gera eitthvað. Hinsvegar benda djúpir jarðskjálftar til þess að þarna sé hugsanleg kvikuhreyfing á ferðinni eða spennubreytingar að eiga sér stað. Þetta er augljóslega ekki mikil virkni og þegar þessi grein er skrifuð. Þá reikna ég ekki með því að eitthvað fari að gerast.

Jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey

Í gær (12-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey. Þetta er á sama svæði og jarðskjálftahrina varð fyrir nokkrum vikum síðan. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina Mw3,5. Það er möguleiki á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í nálægum byggðum.

Rauðir punktar austan og sunnan við Grímsey. Tvær grænar stjörnur á sama svæði sýna stærstu jarðskjálftana
Jarðskjálftahrinan sunnan og austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er oft mjög mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gerist oft þarna að jarðskjálftavirknin aukist. Það gerist einnig mjög oft að jarðskjálftavirknin einfaldlega stöðvast. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.

Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli

Í dag (06-September-2022) klukkan 13:19 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Torfajökli. Þessi jarðskjálfti varð í brún öskjunnar í Torfajökli.

Græn stjarna í brún Torfajökuls og nokkrir appelsínugulir punktar þar undir
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði í Torfajökli hefur verið virkt á undanförnum árum. Virknin á þessu svæði fer upp og niður og hefur í langan tíma verið mjög rólegt þarna. Hvað er að gerast þarna er óljóst, þar sem ég sé ekki nein augljós merki þess að eldgos sé að fara að hefjast í Torfajökli. Eldgos í Torfajökli eru ekki hraungos, þar sem kvikan þarna er ísúr eða súr þegar eldgos verða [gerðir kviku á Wikipedia]. Það kemur af stað öskugosi þegar eldgos verða. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og þá hófst það eldgos mjög líklega vegna kvikuinnskots frá Bárðarbungu inn í eldstöðina Torfajökull.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja. Þá er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inn á mig með banka millifærslu eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það er hægt að sjá í eldri grein á þessari vefsíðu um lélega fjárhagslega stöðu mína. Takk fyrir aðstoðina. 🙂

Bankaupplýsingar

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Eldgosið í Meradölum endar á næstu dögum

Í dag (19-Ágúst-2022), þá hefur ekki sést neitt hraunflæði koma frá gígnum í Meradölum í Fagradalsfjalli samkvæmt sérfræðingum hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands sem eru að fylgjast með eldgosinu og þetta hefur einnig sést á vefmyndavélum sem fylgjast með eldgosinu. Hraunslettur hafa sést koma upp úr gígnum, þannig að eldgosinu er ekki lokið ennþá. Gosórinn hefur einnig verið að minnka síðan í gær (18-Ágúst-2022) og hefur haldið áfram að lækka í dag.

Hvenær eldgosinu líkur er erfitt að segja en það verður líklega á næstu dögum.

Styrkir

Þar sem ég er rosalega blankur núna í Ágúst. Þá getur fólk styrkt mína vinnu með því að millifæra inná mig með þessum hérna bankaupplýsingum. Allir styrkir hjálpa mér. Takk fyrir. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Breyting á óróanum í eldgosinu í Meradölum

Í morgun (13-Ágúst-2022) klukkan 06:30 til 08:00 þá minnkaði óróinn í eldgosinu í Meradölum mjög hratt áður en óróinn fór að aukast aftur. Hvað gerðist er óljóst en það hafa ekki ennþá opnast nýjar sprungur eða aðrar breytingar orðið á eldgosinu ennþá. Óróinn er hinsvegar mjög óstöðugur að sjá þessa stundina.

Óróinn við Fagradalsfjall á 0.5 - 1Hz, 1 - 2Hz og 2 - 4Hz. Litir óróans eru grænn (1 - 2Hz), blár (2 - 4Hz), fjólublár (0.5 - 1Hz)
Óróinn við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki að ný sprunga sé að fara að opnast, það getur gerst bæði norðan við og sunnan við núverandi eldgos. Það er einnig möguleiki að nýjar sprungur opnist sitt hvorum megin við núverandi eldgos. Þetta byggir á því hvaða leið kvikan er fær um að fara í þessu eldgosi. Það er mjög óljóst hvað mun gerast og hvenær það gerist. Hvar næsti hluti af þessu eldgosi verður skiptir miklu máli með hugsanlegt tjón á vegum, sérstaklega ef kvika fer að renna yfir mikilvæga vegi á Reykjanesskaga.

Styrkir

Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur og vill. Það er hægt að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig á síðunni styrkir eða nota PayPal hérna til hliðar. Millifærsla innan Íslands er alltaf öruggari og hraði heldur en notkun á PayPal. Ég þakka fyrir allan stuðning, það léttir mér lífið. 🙂

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli í Meradölum þann 12-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein um stöðuna um eldgosið í Fagradalsfjalli í Meradölum. Það er yfirleitt ekki mikið um fréttir í svona hrauneldgosum eftir því sem líður á.

  • Hraunflæði er núna í kringum 15m3/sek samkvæmt síðustu fréttum. Þetta er meira en þegar eldgosið í Geldingadölum á síðasta ári var í gangi.
  • Eldgosið virðist hafa fyllt upp dalinn sem það byrjaði í. Dýpt hraunsins virðist vera í kringum 10 til 30 metrar eftir staðsetningum.
  • Það hefur myndast gígur að einhverju leiti. Hrauntjörnin sem er þarna að hluta til hefur komið í veg fyrir að fullur gígur hafi myndast eins og er. Þetta gæti breyst eftir því sem líður á eldgosið.
  • Hraunflæði er bæði í norður og suðurátt. Hraunið sem flæðir í norður fer í lítinn dal sem er þar og hefur væntanlega fyllt þann dal upp alveg núna. Þetta er lengri leið fyrir hraunflæðið.
  • Það er hætta á því að vegur 427 (Suðurstrandavegur) lokist ef að hraunflæðið nær þangað eftir nokkrar vikur.
  • Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur af litlum jarðskjálftum við eldgosið, kvikuganginn og nágrenni. Ástæðan fyrir þessu er óljós.
  • Ég hef séð mikla kviku koma upp úr gígnum í kvikustrókum síðustu klukkutíma á vefmyndavélum. Þetta er ennþá óstaðfest en ég hef séð þetta á vefmyndavélum.

Ég held að þetta sé allt saman. Ég reikna með að næsta uppfærsla verði þann 19-Ágúst 2022. Ef eitthvað mikið gerist, þá mun ég setja inn uppfærslu fyrr.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Kleifarvatni

Í dag (9-Ágúst-2022) klukkan 11:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og varð í Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa ekki orðið neinir fleiri stærri jarðskjálftar á þessu svæði. Í dag hafa verið litlir jarðskjálftar í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu og einnig í Fagradalsfjalli. Eitthvað af þessum jarðskjálftum eru bara brotaskjálftar, þetta á mestu við um jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Kleifarvatni og austur af Grindavík (ég veit ekki alveg með svæðið vestur af Grindavík). Þetta er vegna þenslu í kvikuganginum sem nær frá Fagradalsfjalli og að Keili. Jarðskjálftavirknin fyrir núverandi eldgos kom einnig af stað stórum hreyfingum á misgengjum á stóru svæði. Hvað það þýðir fyrir mögulegar kvikuhreyfingar á svæðinu er óljóst eins og er.

Rauðir og appelsínugulir punktar við Keifarvatn og við Keili, auk nokkra appelsínugula punkta við Fagradalsfjall
Jarðskjálftavirknin við Kleifarvatn og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu tvo daga hefur ekkert útsýni verið á eldgosið á vefmyndavélum og hefur aðgengi verið lokað að eldgosinu vegna þess að auki. Ég vona að veðrið lagist í kvöld eða á morgun þannig að hægt verði að sjá hvað er að gerast í eldgosinu en það er bara að bíða og sjá. Það hefur einnig verið mikil rigning þarna og ég mæli ekki með því að fólk fari að eldgosinu í þessu veðri. Lögreglan getur einnig sektað fólk sem fer inn á lokaða svæðið. Síðan var svæðinu lokað fyrir börn undir 12 ára aldri. Þar sem fjarlægðin er 7 km í aðra áttina (14 km í heildina) yfir svæði sem er mjög erfitt.