Jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi

Í dag (6. Febrúar 2023) klukkan 01:17 UTC varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi. Það má reikna með miklu tjóni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta sem fannst yfir mjög stórt svæði. Vegna þess hversu hátt rafmagnsverð er í Danmörku, þá hef ég ekki getað keyrt jarðskjálftamælinn minn undanfarið og mældi því ekki þennan jarðskjálfta. Jarðskjálfti með þessa stærð mældist um alla Evrópu, bæði á jarðskjálftamæla hjá vísindamönnum og borgalegum vísindamönnum.

Upplýsingar frá EMSC er að finna hérna og upplýsingar frá USGS er að finna hérna. Tenglar gætu hætt að virka án viðvörunnar.

Aukning í stærri jarðskjálftum í eldstöðinni Kötlu (ekkert eldgos á leiðinni núna)

Það er ekki víst að þetta sé eitthvað þegar ég skrifa þessa grein. Þar sem það er mjög lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu núna, langt fyrir neðan bakgrunnsvirkni sem er í Kötlu. Yfir síðustu mánuði, þá hef ég orðið var við þá breytingu í jarðskjálftavirkni að stærri jarðskjálftar eru að koma fram í Kötlu. Það er möguleiki að þetta þýði ekki neitt sérstakt. Hinsvegar hef ég ekki séð þetta áður í eldstöðinni í Kötlu. Þessa stundina er nánast engin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu.

Mýrdalsjökull og askjan merkt með ílöngum hring á korti Veðurstofu Íslands af eldstöðinni Kötlu. Í miðjum hringum er rauður punktur sem er nýjasti jarðskjálftinn í öskju Kötlu. Ásamt bláum punkti við jaðar öskjunnar.
Eldstöðin Katla og fáir jarðskjálftar í dag (3. Febrúar 2023). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (3. Febrúar 2023) var með stærðina Mw2,7. Þetta er það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Það hafa komið fram einn eða tveir svona jarðskjálftar á síðustu mánuðum. Það er möguleiki að þetta gæti verið eðlilegt og ekkert meira muni gerast. Þessa stundina er hinsvegar vonlaust að vita hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, langt frá ströndinni

Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.

Í vinstra horninu eru tvær stjörnur sem sýna stærri jarðskjálfta, önnur stjarnan er nærri syðri hluta kortsins. Það er bara einn punktur sem sýnir minni jarðskjálfta á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (18. Desember 2022) klukkan 11:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8. Þessi jarðskjálfti fannst í byggð. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Kötlu í talsverðan tíma.

Tvær stjörnur í öskju Kötlu sem sýna tvo jarðskjálfta. Þann syðri sem er frá 16. Desember og síðan þann norðari sem er frá 18. Desember.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það hefur hinsvegar verið mjög lítil jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kötlu

Í dag (16. Desember 2022) klukkan 21:44 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð í eldstöðinni Kötlu. Þetta virðist vera stakur jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í öskju Kötlu í suður-austur hluta öskjunnar ásamt gulum og bláum punktum sem sýna eldri og minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera eðlileg og það er ekkert sem bendir til þess að einhver frekari virkni verði í eldstöðinni Kötlu núna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu

Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Græn stjarna í Vatnajökli þar sem eldstöðin Bárðarbunga er staðsett. Punktar með mismunandi liti er einnig í öðrum eldstöðvum í kringum Vatnajökul.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.

Djúpir jarðskjálftar í Heklu

Á Mánudaginn (14-Nóvember-2022) urðu djúpir jarðskjálftar í eldstöðinni Heklu. Fyrsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,0 og á 25,6km dýpi. Þetta er á eins miklu dýpi og jarðskorpan er á þessu svæði á Íslandi. Þessari jarðskjálftavirkni fylgdu tveir minni jarðskjálftar með stærðina Mw0,6 og Mw0,5 á um 11,5km dýpi.

Rauður punktur við eldstöðina Heklu og nokkrir bláir punktar í kringum eldstöðina sem sýna eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni við eldstöðina Heklu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það eru engin augljós merki um það að eldstöðin Hekla sé að fara að gera eitthvað. Hinsvegar benda djúpir jarðskjálftar til þess að þarna sé hugsanleg kvikuhreyfing á ferðinni eða spennubreytingar að eiga sér stað. Þetta er augljóslega ekki mikil virkni og þegar þessi grein er skrifuð. Þá reikna ég ekki með því að eitthvað fari að gerast.

Jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey

Í gær (12-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey. Þetta er á sama svæði og jarðskjálftahrina varð fyrir nokkrum vikum síðan. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina Mw3,5. Það er möguleiki á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í nálægum byggðum.

Rauðir punktar austan og sunnan við Grímsey. Tvær grænar stjörnur á sama svæði sýna stærstu jarðskjálftana
Jarðskjálftahrinan sunnan og austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er oft mjög mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gerist oft þarna að jarðskjálftavirknin aukist. Það gerist einnig mjög oft að jarðskjálftavirknin einfaldlega stöðvast. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.

Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf