Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Öskju

Í gær (14. Mars 2023) klukkan 20:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Öskju. Þetta er bara einn af mörgum minni jarðskjálftum sem hafa orðið í Öskju undanfarið. Í kjölfarið á þeirri þenslu sem hefur undanfarið verið í Öskju, þá hefur ekki komið fram nein aukning í jarðskjálftavirkni í Öskju. Það bendir til þess (þetta er mín persónulega skoðun) að þenslan sem er núna að eiga sér stað í Öskju muni ekki valda eldgosi. Mjög líklegt er að þenslan muni minnka og stöðvast á næstu mánuðum og jafnvel fer Askja að síga aftur. Afhverju þetta gerist á þann hátt sem það gerist er ekki eitthvað sem ég hef þekkingu á.

Jarðskjálftavirknin í Öskju. Sýnd með appelsínugulum punkti og síðan gulum punktum og bláum punktum. Það er einnig jarðskjálftavirkni austan við Öskju í Herðubreið og nágrenni.
Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín persónulega skoðun að jarðskjálftavirkni í Öskju muni verða lítil næstu mánuði og jafnvel verða engin um tíma. Ég tel að ekkert muni gerast núna í Öskju. Það er hinsvegar mikilvægt að taka það fram að ég get haft rangt fyrir mér, þar sem enginn veit í raun nákvæmlega hvað gerist næst í eldstöðinni.

Jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi

Í dag (06. Febrúar 2023) klukkan 10:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi. Þessi jarðskjálfti varð innan 12 tíma frá því að jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 varð 50 km sunnar miðað við þennan jarðskjálfta. Þetta gæti verið eftirskjálfti en það er óljóst á þessari stundu. Samkvæmt USGS (upplýsingar frá CNN) þá geta allt að 10.000 manns hafa látist í þessum jarðskjálftum vegna staðsetningar þessa jarðskjálfta. Það er hætta á því að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Samkvæmt fréttum þá hafa einnig 582 manns látist í Sýrlandi vegna jarðskjálftans. Það er mjög mikil eftirskjálftavirkni á þessu svæði núna. Annar stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw6,7 klukkan 01:28 UTC.

Appelsínugulir punktar sem sýna jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu sem er hafin í Tyrklandi. Stærð punktanna fer eftir stærð jarðskjálftana og það er mikið af litlum og einn mjög stór hringur á kortinu.
Jarðskjálftavirknin í Tyrkland á korti frá USGS. Mynd frá USGS/Almenningur.

Upplýsingar um jarðskjálftans með stærðina Mw7,5 er að finna hérna á vefsíðu EMSC og síðan hérna á vefsíðu USGS. Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw6,7 er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Uppfærsla (klukkan 23:42)

USGS er búið að staðfesta að þetta er eftirskjálfti í þessari jarðskjálftavirkni í Tyrklandi.

Jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi

Í dag (6. Febrúar 2023) klukkan 01:17 UTC varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 í suður Tyrklandi. Það má reikna með miklu tjóni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta sem fannst yfir mjög stórt svæði. Vegna þess hversu hátt rafmagnsverð er í Danmörku, þá hef ég ekki getað keyrt jarðskjálftamælinn minn undanfarið og mældi því ekki þennan jarðskjálfta. Jarðskjálfti með þessa stærð mældist um alla Evrópu, bæði á jarðskjálftamæla hjá vísindamönnum og borgalegum vísindamönnum.

Upplýsingar frá EMSC er að finna hérna og upplýsingar frá USGS er að finna hérna. Tenglar gætu hætt að virka án viðvörunnar.

Aukning í stærri jarðskjálftum í eldstöðinni Kötlu (ekkert eldgos á leiðinni núna)

Það er ekki víst að þetta sé eitthvað þegar ég skrifa þessa grein. Þar sem það er mjög lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu núna, langt fyrir neðan bakgrunnsvirkni sem er í Kötlu. Yfir síðustu mánuði, þá hef ég orðið var við þá breytingu í jarðskjálftavirkni að stærri jarðskjálftar eru að koma fram í Kötlu. Það er möguleiki að þetta þýði ekki neitt sérstakt. Hinsvegar hef ég ekki séð þetta áður í eldstöðinni í Kötlu. Þessa stundina er nánast engin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu.

Mýrdalsjökull og askjan merkt með ílöngum hring á korti Veðurstofu Íslands af eldstöðinni Kötlu. Í miðjum hringum er rauður punktur sem er nýjasti jarðskjálftinn í öskju Kötlu. Ásamt bláum punkti við jaðar öskjunnar.
Eldstöðin Katla og fáir jarðskjálftar í dag (3. Febrúar 2023). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (3. Febrúar 2023) var með stærðina Mw2,7. Þetta er það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Það hafa komið fram einn eða tveir svona jarðskjálftar á síðustu mánuðum. Það er möguleiki að þetta gæti verið eðlilegt og ekkert meira muni gerast. Þessa stundina er hinsvegar vonlaust að vita hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, langt frá ströndinni

Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.

Í vinstra horninu eru tvær stjörnur sem sýna stærri jarðskjálfta, önnur stjarnan er nærri syðri hluta kortsins. Það er bara einn punktur sem sýnir minni jarðskjálfta á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (18. Desember 2022) klukkan 11:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8. Þessi jarðskjálfti fannst í byggð. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Kötlu í talsverðan tíma.

Tvær stjörnur í öskju Kötlu sem sýna tvo jarðskjálfta. Þann syðri sem er frá 16. Desember og síðan þann norðari sem er frá 18. Desember.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það hefur hinsvegar verið mjög lítil jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kötlu

Í dag (16. Desember 2022) klukkan 21:44 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð í eldstöðinni Kötlu. Þetta virðist vera stakur jarðskjálfti þegar þessi grein er skrifuð.

Græn stjarna í öskju Kötlu í suður-austur hluta öskjunnar ásamt gulum og bláum punktum sem sýna eldri og minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera eðlileg og það er ekkert sem bendir til þess að einhver frekari virkni verði í eldstöðinni Kötlu núna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu

Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Græn stjarna í Vatnajökli þar sem eldstöðin Bárðarbunga er staðsett. Punktar með mismunandi liti er einnig í öðrum eldstöðvum í kringum Vatnajökul.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er á kortinu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.

Djúpir jarðskjálftar í Heklu

Á Mánudaginn (14-Nóvember-2022) urðu djúpir jarðskjálftar í eldstöðinni Heklu. Fyrsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,0 og á 25,6km dýpi. Þetta er á eins miklu dýpi og jarðskorpan er á þessu svæði á Íslandi. Þessari jarðskjálftavirkni fylgdu tveir minni jarðskjálftar með stærðina Mw0,6 og Mw0,5 á um 11,5km dýpi.

Rauður punktur við eldstöðina Heklu og nokkrir bláir punktar í kringum eldstöðina sem sýna eldri jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni við eldstöðina Heklu. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Það eru engin augljós merki um það að eldstöðin Hekla sé að fara að gera eitthvað. Hinsvegar benda djúpir jarðskjálftar til þess að þarna sé hugsanleg kvikuhreyfing á ferðinni eða spennubreytingar að eiga sér stað. Þetta er augljóslega ekki mikil virkni og þegar þessi grein er skrifuð. Þá reikna ég ekki með því að eitthvað fari að gerast.