Jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 vestan við Kleifarvatn

Í dag (7-Ágúst-2022) klukkan 11:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 vestan við Kleifarvatn. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn ásamt rauðum og appelsínugulum punktum sem sýna jarðskjálftana sem hafa verið þar í dag (rauðir) og fyrir nokkrum klukkutímum síðan (appelsínugulir)
Jarðskjálftavirknin vestan við Kleifarvatn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er áframhaldandi á þessu svæði. Það er möguleiki að þetta séu brotajarðskjálftar vegna spennubreytinga vegna eldgossins í Meradölum. Það er hinsvegar óljóst að mínu áliti.

Eldstöðin Reykjanes

Klukkan 10:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Reykjanes vestan við Grindavík. Það er ekki víst að þetta sé jarðskjálfti vegna spennubreytinga sem koma í kjölfarið á eldgosinu í Meradölum. Eldstöðin Reykjanes mun gjósa einn daginn og þar sem eldstöðin fer út í sjó, þá getur slíkt eldgos orðið út í sjó og myndað þar eyju eða orðið á landi. Hvernig það eldgos verður er að bíða og sjá hvað gerist.

Eldgosið í Meradölum

Nýjustu fréttir af stöðu mála af eldgosinu í Meradölum segja að núna sé kominn púls virkni í stærsta gíginn og það bendir sterklega til þess að gamla kvikan sem er þarna að gjósa núna sé að verða búinn. Þegar sú kvika klárast, þá verður hugsanlega stutt hlé á eldgosinu og síðan mun nýtt og stærra eldgos hefjast þegar nýja kvikan fer að gjósa þarna og á stærra svæði í Fagradalsfjalli. Hvenær og hvernig þetta gerist er ekki hægt að segja til um og það þarf bara að bíða eftir því hvað gerist næst.

Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Þetta er skrifað klukkan 21:48 þann 3-Ágúst-2022.

Stór hluti af sprungunni sem fór að gjósa klukkan 13:16 í dag í Meradölum er ennþá virk. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni eins og gerðist þegar það fór að gjósa í Fagradalsfjalli árið 2021.

Það er aðeins farið að draga úr virkni í nyrsta hluta sprungunnar og því spurning um tíma hvenær eldgosavirkni hættir þar. Ég veit ekki hversu hratt það gerist. Eldgosavirknin er að mestu leiti í syðri hluta gossprungunnar og það virðist sem að þar sé gígur farinn að myndast. Eins og þetta lítur út núna. Frétt Rúv í dag var það nefnt að fólk hefði verið að ganga yfir svæði þar sem gas var að koma upp og samkvæmt hitamyndavél mun heitari jörð en umhverfið. Það bendir sterklega til þess að kvika sér þar grunnt undir og það getur komið af stað eldgosi án nokkurs fyrirvara á þeim svæðum. Ég veit ekki almennilega hvar þau svæði eru en þau hljóta að vera í nágrenni við gönguleiðina sunnan við eldri gíginn sem gaus árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk að það er hægt að styrkja mínu vinnu. Það er hægt með PayPal takkanum hérna til hliðar eða með bankamillifærslu. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti í Bárðarbungu í nótt

Í dag (27-Júní-2022) klukkan 05:49 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti varð vegna þess að eldstöðin er að þenja sig út eftir eldgosið árið 2014 til 2015.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftavirknin er í Bárðarbungu auk þess sem það er rauður punktur þar. Þetta er innan Vatnajökuls
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu mun halda áfram þangað til að kvikuhólfið í eldstöðinni er orðið fullt. Það gæti tekið allt frá 10 árum og upp í 70 ár. Það verða nokkrir svona jarðskjálftar á hverju ári en þessum jarðskjálftum mun fara fækkandi og í staðinn verða stærri jarðskjálftar.

Sterkur jarðskjálfti norð-vestur af Grindavík

Aðfaranótt 14-Júní-2022 varð jarðskjálfti með stæðina Mw3,9 norð-vestur af Grindavík, þetta er vestan við fjallið Þorbjörn. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er einnig sterkasti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 15-Maí-2022.

Græn stjarna noður af Grindavík sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Þarna eru einnig minni jarðskjálftar sem eru merktir sem gulir og bláir punktar á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og norð-vestan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum kom fram talsverð eftirskjálftavirkni, þar voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina Mw2,1 til Mw2,9. Þessi jarðskjálfti varð á því svæði þar sem hefur myndast kvikuinnskot samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.

– Þessi grein er aðeins styttri en venjulega. Þar sem ég er á takmörkuðu interneti þegar það kemur að gagnamangi sem ég get notað.

Lítil jarðskjálftahrina í Hengill

Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Henglinum. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst.

Græn stjarna í Henglinum sýnir stærsta jarðskjálftann og nokkrir rauðir punktar sýna minni jarðskjálfta sem einnig urðu
Jarðskjálftinn í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð, þá hefur ekki komið fram nein meiri jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gæti samt breyst án nokkurs fyrirvara.

Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli

Í dag (20-Maí-2022) klukkan 15:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Hofsjökli. Tveir minni jarðskjálftar urðu á undan stærsta jarðskjálftanum.

Græn stjarna í öskjubarmi Hofsjökuli og þar sjást einnig minni jarðskjálftanir
Jarðskjálftavirkni í Höfsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni sé að fara að gerast í Hofsjökli í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Jarðskjálftar eru sjaldgæfir í Hofsjökli en verða á nokkura ára fresti. Það er einnig ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í Hofsjökli.

Jarðskjálftavirkni norður af Grindavík (stöðug jarðskjálftavirkni)

Í gær (18-Maí-2022), þá gleymdi ég að skrifa um þá stöðugu jarðskjálftavirkni sem er norður af Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni kemur til vegna þess að þarna hefur myndast nýtt kvikuinnskot eða þá að kvikuinnskotið frá Svartsengi nær til þessa staðar. Ég veit ekki hvort gildir hérna. Kort á Skjálftalísu Veðurstofu Íslands bendir sterklega til þess að þarna hafi myndast annað kvikuinnskot, hinsvegar eru þessar niðurstöður frekar óljósar eins og er. Á svæðinu austan við Þorbjörn er gömul gígaröð, ég veit ekki hvenær það gaus þarna en hugsanlega gaus þarna á 12 og 13 öldinni.

Sex grænar stjörnur norður af Grindavík auk nokkura punkta sem sýna minni jarðskjálfta
Sex grænar stjörnur norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í gær (18-Maí-2022) urðu samtals sex jarðskjálftar norður af Grindavík sem voru stærri en Mw3,0 að stærð. Stærsti jarðskjálftinn þá var með stærðina Mw3,5. Í dag (19-Maí-2022) þegar þessi grein er skrifuð aðeins orðið einn jarðskjálfti sem hefur náð stærðinni Mw3,0. Það virðist vera að draga úr jarðskjálftavirkninni. Ég veit ekki afhverju það er að gerast.

Jarðskjálftavirkni í Tjörnesbrotabeltinu

Aðfaranótt 10-Maí-2022 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina Mw3,2 og miðað við fjarlægð frá landi þá er ekki líklegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

Græn stjarna á austur af Grímsey út í sjó. Nokkrir appelsínugulir punktar sýna minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er hefðbundin jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst þarna en það eru góðar líkur á því að þessi jarðskjálftavirkni hætti bara.

Kröftugur jarðskjálfti í eldstöðinni Presthnúkur

Klukkan 08:12 þann 30-Apríl-2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Presthnúkur. Þessi jarðskjálfti fannst hjá Geysi.

Græn stjarna í Langjökli sem sýnir stærsta jarðskjálftann. Rauðir punktar vestur af stjörnunni sem sýnir minni jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í Presthnúkar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Nokkrir minni jarðskjálftar hafa komið fram í kjölfarið en þeir eru í öðrum hluta eldstöðvarinnar og það er ekki víst að það séu eftirskjálftar.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir)

Meirihlutann af Apríl hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Oddnýjarhnjúkur-Langjökull (Hveravellir). Jarðskjálftahrinan er norður-austur eldstöðinni í nágrenni við Hveravelli. Þegar þessi grein er skrifuð hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni Mw3,0.

Rauðir punktar austan við Langjökul sýnir þá jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað við Hveravelli
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði virðist hafa jarðskjálftahrinur á 5 til 10 ára fresti. Síðsta jarðskjálftahrina á þessu svæði var í Nóvember-2007. Minni jarðskjálftavirkni á sér stað milli stærri jarðskjálftaatburða á þessu svæði. Það er óljóst hvað er í gangi þarna en þetta virðast eingöngu vera brotajarðskjálftar í jarðskorpunni á þessu svæði. Þar sem það eru fáir jarðskjálftamælar á þessu svæði, þá mælast aðeins stærstu jarðskjálftarnir sem eru að mælast og koma fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Það eru jarðskjálftar með stærðina Mw1,3 og stærri. Jarðskjálftahrinur í meiri fjarlægð frá Hveravöllum eru ekki útilokaðar. Það eru komin næstum því 12 ár síðan það varð jarðskjálftahrina við Blöndulón.