Kröftugir jarðskjálftar nærri Húsafelli

Í dag (1-Febrúar-2022) klukkan 00:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 nærri Húsafelli og fannst þessi jarðskjálfti í Reykjavík. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði en er mjög hægfara og stöðvast því stundum. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 varð klukkan 01:15. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 107 jarðskjálftar við Húsafell.

Tvær grænar stjörnur suður og vestan við Langjökul í Húsafelli sem sýnir jarðskjálftavirknina. Það eru einnig appelsínugulir punktar sem sýnir minni jarðskjálfta sem þarna hafa orðið
Jarðskjálftavirknin við Húsafell. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið á þessu svæði var með stærðina 5,5 samkvæmt fréttum og varð árið 1974. Það er það eina sem ég veit um þennan jarðskjálfta en sá jarðskjálfti varð einnig aðeins norðar en núverandi jarðskjálftahrina. Það er óljóst hvers vegna þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað, þar sem þarna eru ekki neinar eldstöðvar og ekki nein þekkt sprungusvæði. Þarna er lághitasvæði og nýlegar fréttagreinar hafa komið með þá hugmynd að sú jarðskjálftavirkni sé tengd jarðhitavirkni sem er þarna. Sú hugmynd er hinsvegar ekki sönnuð ennþá. Það að þarna sé lághitasvæði þýðir að kvika hefur komist upp frekar grunnt í jarðskorpuna eða rétt um 1 til 2 km og nær að hita upp grunnvatnið sem er í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni, í Fagradalsfjalli, eldgos er mögulegt fljótlega

Staðan núna breytist mjög hratt og því verða upplýsingar í þessari grein úreltar mjög hratt.

Það er möguleiki á að eldgos sé að fara að hefjast aftur í Fagradalsfjalli (Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðin) eftir að jarðskjálftahrina hófst þar klukkan 17:00 þann 21-Desember-2021. Jarðskjálftahrinan hefur verið að vaxa mjög hratt síðustu klukkutímana og það sér ekki á þeim vexti þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 17:00.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli með mörgum rauðum punktum og síðan grænni stjörnu sem sýnir stærsta jarðskjálftann
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála er að breytast mjög hratt á þessu svæði. Þegar þessi grein hefur eldgos ekki ennþá hafist en það er aðeins spurning um klukkutíma áður en eldgos hefst á þessu svæði á ný. Það gæti gerst í nótt eða einhverntímann á morgun. Það er engin leið að vita það þegar þessi grein er skrifuð.

Ég mun setja inn nýja uppfærslu seint á morgun. Þar sem ég verð upptekinn framan af degi í öðrum hlutum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.

Jarðskjálftahrina í Vatnafjöllum (sunnan við Heklu)

Í dag (13-Desember-2021) klukkan 16:04 hófst jarðskjálftahrina í Vatnafjöllum. Þetta virðist vera eftirskjálftar af Mw5,2 jarðskjálftanum sem varð fyrir nokkrum vikum síðan. Það komu fram þrír jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 þarna. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,0 (klukkan 16:04), jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 (klukkan 16:07) og síðan jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 (klukkan 16:08).

Jarðskjálftavirknin sunnan við eldstöðina Heklu í fjallinu Vatnafjöllum er sýnd með grænni stjörnu
Jarðskjálftavirknin sunnan við Heklu í Vatnafjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á eftirskjálftum á þessu svæði. Það er spurning hvort að á þessu svæði verði stærri jarðskjálfti á næstu vikum.

Kröftugur jarðskjálfti í Báðarbungu í morgun

Í morgun klukkan 07:20 þann 6-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í eldstöðinni Bárðarbungu. Það varð hrina lítilla jarðskjálfta bæði fyrir og eftir stóra jarðskjálftann.

Stærsti jarðskjálftinn er sýndur með grænni stjörnu á korti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið sem varð árið 2014 til 2015. Þetta bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Áður en það gerist þarf meiri tíma að líða og það munu einnig verða fleiri jarðskjálftar þarna áður en það gerðist.

Aukin jarðskjálftavirkni í lágtíðni og löngum jarðskjálftum í Torfajökli

Um klukkan 10:00 í morgun (31-Október-2021) jókst jarðskjálftavirkni af lágtíðni og löngum jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli. Núverandi jarðskjálftavirkni virðist vera að koma frá suðurhluta Torfajökuls þar sem svæðið er þakið jökli. Fyrri jarðskjálftavirkni virðist hafa verið í norðurhluta öskju Torfajökuls. Það er erfitt að staðsetja þessa jarðskjálfta ef ekki alveg vonlaust vegna þessar tegundar jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Torfajökli.

Torfajökull er norðan Mýrdalsjökuls. Í Torfajökli eru þrír jarðskjálftar sem eru illa staðsettir jarðskjálftar af þeirri jarðskjálftahrinu sem er að koma fram þarna.
Jarðskjálftavirkni í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að átta sig á stöðu mála með því að horfa eingöngu á jarðskjálftamæla. Veðurstofan ætlaði að fljúga þarna yfir með aðstoð Landhelgisgæslunnar í dag til að sjá hvað er að gerast á þessu svæði í Torfajökli. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 og því hef ég ekki neina hugmynd hvað gerist áður en eldgos á sér stað í Torfajökli.

Jarðskjálftahrina austan við Grímsey

Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftahrina austur af Grímsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,9 klukkan 22:06. Það er ekki vitað hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grímsey.

Jarðskjálftavirkni austur af Grímsey. Græn stjarna sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans sem er talsvert út í sjó.
Jarðskjálftavirknin austur af Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eru mjög algengir á þessu svæði og þarna verða mjög stórar jarðskjálftahrinur á 2 til 10 ára fresti.

Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni

Í gær (28-Október-2021) varð jarðskjálftar með stærðina Mw3,6 og Mw3,0 vestur af Kleifarvatni (í Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu). Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,6 varð klukkan 18:36 og seinni jarðskjálftinn með stærðina Mw3,0 varð klukkan 23:11. Aðrir jarðskjálftar sem urðu á svæðinu voru minni að stærð.

Jarðskjálftavirkni vestur af Kleifarvatni er sýnd með tveimur stjörnum sem eru staflaðar ofan á hverri annari.
Jarðskjálftavirknin vestur af Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist tengjast kvikuhreyfingum á þessu svæði. Þessar hreyfingar hafa ekki ennþá og munu hugsanlega ekki koma af stað eldgosum á þessu svæði þar sem þetta er annað sprungusvæði. Það er ólíklegt að þessi virkni tengist jarðskjálftavirkni og kvikuhreyfingum sem eru í gangi núna við Fagradalsfjall.

Hrina af lágtíðni jarðskjálftum í Torfajökli

Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands þá hefur verið jarðskjálftahrina af lágtíðni jarðskjálftum í eldstöðinni Torfajökli síðan á miðnætti 28-Október-2021. Þessir jarðskjálftar koma ekki greinilega fram á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands. Þessir jarðskjálftar koma hinsvegar vel fram á nálægum SIL stöðvum. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er fjöldi jarðskjálfta 1 til 2 jarðskjálftar á hverjum 15 mínútum.

Tromulrit sem sýnir jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Torfajökli. Línan þykknar aðeins í hvert skipti sem að lágtíðni jarðskjálfti verður. Hver lína nær yfir klukkutíma.
Jarðskjálftavirknin í Torfajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróaplott á SIL stöðinni Slysaalda og frá miðnætti sjást þessir jarðskjálftar mjög vel.
Óróagröfin sem sýnir mjög vel lágtíðni jarðskjálftavirknina frá miðnætti. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er tvennt sem getur komið svona lágtíðni jarðskjálftum af stað. Það fyrra er ofurhitað vatn í jarðskorpunni á þessu svæði. Það seinna er kvika sem er þarna á ferðinni. Það hefur orðið vart við svona jarðskjálftavirkni í Torfajökli án þess að það komi til eldgoss. Þegar ég skrifa þessa grein, þá reikna ég með því að það sé að gerast núna. Þetta er hinsvegar virk eldstöð og staðan getur því breyst snögglega og án nokkurs fyrirvara.

Það eru engar vefmyndavélar þarna, þar sem svæðið er afskekkt og lítið eða ekkert farsímasamband á svæðinu. Ef það er farsímasamband, þá er það annaðhvort 2G (GSM) eða hægfara 3G farsímasamband.