Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Þensla frá upphafi September í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík og í eldstöðinni Reykjanes

Samkvæmt GPS gögnum sem hægt er að skoða hérna fyrir eldstöðina Trölladyngja-Krýsuvík og hérna fyrir eldstöðina Reykjanes. Þá virðist sem að nýtt þenslutímabil hafi hafist í eldstöðinni Trölladyngja-Krýsuvík í upphafi September og er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni er í gangi þessa stundina en það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu undanfarna mánuði og það getur hafa slakað á spennu á svæðinu. Þessi jarðskjálftavirkni útskýrir einnig einhverja af GPS færslunum sem koma fram. Ég hef takmarkaðan skilning á GPS gögnum og því getur mat mitt á þessum gögnum verið lélegt og rangt.

Það virðist einnig vera þensla í gagni í eldstöðinni Reykjanes og án mikillar jarðskjálftavirkni. Sú þensla virðist hafa verið í gangi síðan í upphafi Ágúst. Það hafa ekki orðið nein eldgos í eldstöðinni Reykjanes á þessum tíma. Jafnvel þó svo að komið hafi fram endurtekin tímabil þenslu, jarðskjálfta og sig í eldstöðinni Reykjanes. Stundum kemur fram kvikuinnskot í kjölfarið á þenslutímabili en það virðist ekki hafa gerst núna.

Ef að þetta þenslutímabil heldur áfram í einu eða báðum eldstöðvum. Þá er mjög líklegt að nýtt jarðskjálftatímabil sé að hefjast á Reykjanesskaga. Hvenær slíkt jarðskjálftatímabil hefst er vonlaust að segja til um. Þar sem nýlegar jarðskjálftahrinur og eldgos hafa breytt jarðskorpunni á svæðinu mjög mikið á undanförnum mánuðum. Kvikuinnskot og kvikan sem er þarna valda því að á svæðum er jarðskorpan að verða mýkri vegna hitans frá kvikunni og það dregur úr jarðskjálftavirkninni hægt og rólega. Frekar en í upphafi eldgosa tímabilsins, þegar jarðskorpan var köld og stökk og brotnaði með meiri látum sem olli meiri jarðskjálftavirkni rétt áður en eldgos átti sér stað.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að leggja inná mig með þessum hérna banka upplýsingum. Takk fyrir stuðninginn. Þar sem styrkir gera mér fært að halda þessari vefsíðu gangandi og vinna þessa vinnu. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 suð-vestur af Keili

Í nótt (6-September-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 rétt um 1,2 km suður-vestur af Keili. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,1 km. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það voru allt saman minni jarðskjálftar.

Græn stjarna nærri Keili á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Ásamt bláum punktum sem sína minni jarðskjálfta í átt að Fagradalsfjalli
Jarðskjálftavirkni við Keili og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem varð þarna í nótt bendir sterklega til þess að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á þessu svæði eftir eldgosið sem hófst í kjölfarið á jarðskjálftavirkni í Júlí – Ágúst. Hvort að það verður eldgos núna er ekki hægt að segja til um. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Það hefur verið stöðug smáskjálftavirkni á Reykjanesskaga þegar eldgosatímabilið hófst á Reykjanesskaga árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur. Eins og ég nefndi í sérstökum pósti. Þá hjálpa styrkir mér mjög mikið og þökk sé þeim, þá get ég borgað óvæntan símareikning sem ég fékk núna. Þar sem ég hef meiriháttar vandamál núna í September með peninga og komast af yfir mánuðinn. Ég þakka stuðninginn. 🙂

Vaxandi púls virkni í eldgosinu boðar endalok eldgossins

Í fréttum Rúv var það nefnt að púls virknin er vaxandi í eldgosinu í Meradölum. Þetta bendir sterklega til þess að eldgosinu sé að fara að ljúka. Þetta veldur því að hrauni er þeytt hátt í loft upp.

Þetta er sama munstur og kom fram í eldgosinu í fyrra í Geldingadölum. Þá tók það talsverðan tíma fyrir eldgosið að enda og það gæti einnig gerst núna.

Það eru ekki neinar aðrar fréttir af eldgosinu. Það eru áhugaverðir atburðir að gerast út á hrauninu en nýja hraunið er fari að valda því að hraun frá því í fyrra sem situr í hraunbreiðunni sem er þarna er farið að kreistast út vegna þunga nýja hraunsins á jöðrunum. Þar sem það er ennþá fljótandi hraun í hraunbreiðunni sem er þarna og verður í marga áratugi.

Styrkir

Þar sem ég er mjög blankur í Ágúst. Þá er hægt að styrkja mig með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna hérna.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Kleifarvatni

Í dag (9-Ágúst-2022) klukkan 11:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og varð í Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa ekki orðið neinir fleiri stærri jarðskjálftar á þessu svæði. Í dag hafa verið litlir jarðskjálftar í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu og einnig í Fagradalsfjalli. Eitthvað af þessum jarðskjálftum eru bara brotaskjálftar, þetta á mestu við um jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Kleifarvatni og austur af Grindavík (ég veit ekki alveg með svæðið vestur af Grindavík). Þetta er vegna þenslu í kvikuganginum sem nær frá Fagradalsfjalli og að Keili. Jarðskjálftavirknin fyrir núverandi eldgos kom einnig af stað stórum hreyfingum á misgengjum á stóru svæði. Hvað það þýðir fyrir mögulegar kvikuhreyfingar á svæðinu er óljóst eins og er.

Rauðir og appelsínugulir punktar við Keifarvatn og við Keili, auk nokkra appelsínugula punkta við Fagradalsfjall
Jarðskjálftavirknin við Kleifarvatn og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu tvo daga hefur ekkert útsýni verið á eldgosið á vefmyndavélum og hefur aðgengi verið lokað að eldgosinu vegna þess að auki. Ég vona að veðrið lagist í kvöld eða á morgun þannig að hægt verði að sjá hvað er að gerast í eldgosinu en það er bara að bíða og sjá. Það hefur einnig verið mikil rigning þarna og ég mæli ekki með því að fólk fari að eldgosinu í þessu veðri. Lögreglan getur einnig sektað fólk sem fer inn á lokaða svæðið. Síðan var svæðinu lokað fyrir börn undir 12 ára aldri. Þar sem fjarlægðin er 7 km í aðra áttina (14 km í heildina) yfir svæði sem er mjög erfitt.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 vestan við Kleifarvatn

Í dag (7-Ágúst-2022) klukkan 11:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,1 vestan við Kleifarvatn. Þessi jarðskjálfti fannst í Reykjavík.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn ásamt rauðum og appelsínugulum punktum sem sýna jarðskjálftana sem hafa verið þar í dag (rauðir) og fyrir nokkrum klukkutímum síðan (appelsínugulir)
Jarðskjálftavirknin vestan við Kleifarvatn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er áframhaldandi á þessu svæði. Það er möguleiki að þetta séu brotajarðskjálftar vegna spennubreytinga vegna eldgossins í Meradölum. Það er hinsvegar óljóst að mínu áliti.

Eldstöðin Reykjanes

Klukkan 10:52 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í eldstöðinni Reykjanes vestan við Grindavík. Það er ekki víst að þetta sé jarðskjálfti vegna spennubreytinga sem koma í kjölfarið á eldgosinu í Meradölum. Eldstöðin Reykjanes mun gjósa einn daginn og þar sem eldstöðin fer út í sjó, þá getur slíkt eldgos orðið út í sjó og myndað þar eyju eða orðið á landi. Hvernig það eldgos verður er að bíða og sjá hvað gerist.

Eldgosið í Meradölum

Nýjustu fréttir af stöðu mála af eldgosinu í Meradölum segja að núna sé kominn púls virkni í stærsta gíginn og það bendir sterklega til þess að gamla kvikan sem er þarna að gjósa núna sé að verða búinn. Þegar sú kvika klárast, þá verður hugsanlega stutt hlé á eldgosinu og síðan mun nýtt og stærra eldgos hefjast þegar nýja kvikan fer að gjósa þarna og á stærra svæði í Fagradalsfjalli. Hvenær og hvernig þetta gerist er ekki hægt að segja til um og það þarf bara að bíða eftir því hvað gerist næst.

Staðan í eldgosinu í Meradölum þann 5-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli.

  • Gossprungan er núna um 120 metra löng. Eldgosið framleiðir núna um 18 m3/sec samkvæmt mælingum vísindamanna í gær.
  • Hraun flæðir núna yfir hraun frá eldgosinu í fyrra yfir í eystri Meradali. Þetta er um 1 km fjarlægð. Hægt er að sjá mynd af þessu á Facebook hérna.
  • Samkvæmt efnagreiningu á hrauninu sem er komið upp. Þá virðist vera að þetta eldgos sé úr efni sem var að gjósa í gamla gígnum þegar eldgos hætti þar í September 2021. Það þýðir að á meðan eldri kvikan er að koma upp, þá hefur nýja kvikan ekki ennþá náð yfirborði.
  • Sprungur sem eru staðsettar norð-austan við eldgosið í Meradölum eru farnar að hreyfa sig. Það bendir sterklega til þess að eldgos sé að fara að hefjast á því svæði. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um. Eldgos þarna gæti hinsvegar lokað einni af þeim leiðum sem eru núna notaðar til þess að komast af eldgosinu. Ef að eldgos hefst sunnan við núverandi eldgos, þá er möguleiki á að, þá gæti orðið erfitt eða vonlaust að komast að eldgosinu og sjá það, allavegna að þeim hluta eldgossins sem er í Meradölum.

Þetta er allt það sem ég get skrifað um eldgosið þennan Föstudag. Næsta grein um eldgosið verður 12-Ágúst ef ekkert stórt gerst á þeim tíma og það er alltaf möguleiki á því.

Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli þann 4-Ágúst-2022

Þetta hérna er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Greinin er skrifuð klukkan 17:04 þann 04-Ágúst-2022.

  • Eldgosið er stöðugt eins og er. Hlutar af sprungunni hafa hætt að gjósa og er mesti hluti eldgossins aðeins í syðri hluta sprungunnar.
  • Gígur hefur ekki myndast útaf hrauntjörninni sem er þarna og kemur í veg fyrir myndun gígs.
  • Það er í kringum 20 m3/sec til 30 m3/sec af hrauni að koma upp í þessu eldgosi núna. Þetta mun breytast án viðvörunar.
  • Dalurinn Meradalir er að fyllast af hrauni og er núna orðin að 800C heitri hrauntjörn sem er þarna á svæðinu. Það er hugsanlegt að dalurinn muni fyllast upp af hrauni eftir um eina viku og er nú þegar byrjað að flæða inn í nálæga dali (sem ég er ekki viss hvað heita eða hvort að þeir hafa nafn). Ef að eldgosið minnkar, þá mun það taka um þrjár til fjórar vikur fyrir hraunið að fylla dalinn.
  • Gossprungan getur farið að stækka í báðar áttir án nokkurar viðvörunnar og það eru vísbendingar um það að norðurhluti þessar sprungu sé á hreyfingu og því getur farið að gjósa þar án viðvörunnar. Suðurhluti sprungunnar er undir hrauni og því er ekki hægt að fylgjast með þeim hluta.
  • Miðbandið í óróanum (1 – 2Hz) heldur áfram að aukast og það segir að aukin kvika sé að flæða um í gegnum kvikuinnskotið. Það er vísbending um að hugsanlega sé stærra eldgos á leiðinni. Hvort að það gerist og hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um.
  • Stærsti jarðskjálfti síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,4 klukkan 09:26. Í gær (03-Ágúst-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 klukkan 05:42 og síðan varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 klukkan 12:00. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, sérstaklega jarðskjálftavirknin sem er ennþá í gangi eftir að eldgosið hófst. Minniháttar jarðskjálftar halda áfram þó svo að eldgos sé hafið.
  • Það er meira vatn í þessu hrauni og það eykur gasmagnið þegar kvikan nær yfirborði. Það er einnig meira af SO2, CO, CO2 gasi í þessu eldgosi, þar sem það er meira hraun að koma upp.

Ég mun setja inn uppfærslur á hverjum föstudegi á meðan þetta eldgos er í gangi. Nema ef eitthvað meiriháttar gerist, þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er. Á venjulegum degi, þá verða yfirleitt ekki neinar stórar breytingar á þessu eldgosi.

Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Þetta er skrifað klukkan 21:48 þann 3-Ágúst-2022.

Stór hluti af sprungunni sem fór að gjósa klukkan 13:16 í dag í Meradölum er ennþá virk. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni eins og gerðist þegar það fór að gjósa í Fagradalsfjalli árið 2021.

Það er aðeins farið að draga úr virkni í nyrsta hluta sprungunnar og því spurning um tíma hvenær eldgosavirkni hættir þar. Ég veit ekki hversu hratt það gerist. Eldgosavirknin er að mestu leiti í syðri hluta gossprungunnar og það virðist sem að þar sé gígur farinn að myndast. Eins og þetta lítur út núna. Frétt Rúv í dag var það nefnt að fólk hefði verið að ganga yfir svæði þar sem gas var að koma upp og samkvæmt hitamyndavél mun heitari jörð en umhverfið. Það bendir sterklega til þess að kvika sér þar grunnt undir og það getur komið af stað eldgosi án nokkurs fyrirvara á þeim svæðum. Ég veit ekki almennilega hvar þau svæði eru en þau hljóta að vera í nágrenni við gönguleiðina sunnan við eldri gíginn sem gaus árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk að það er hægt að styrkja mínu vinnu. Það er hægt með PayPal takkanum hérna til hliðar eða með bankamillifærslu. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Eldgos hafið í Fagradalsfjalli

Í dag (03-Ágúst-2022) um klukkan 13:30 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Þetta eldgos er rétt norðan við gíginn sem gaus í fyrra (2021) frá Mars til September. Það virðist sem að gossprungan sé ennþá að lengjast bæði til norðurs og suðurs. Það bendir til þess að kraftur eldgossins sé að aukast hægt og rólega.

Þetta eru allar upplýsinganar sem ég hef í augnablikinu. Þetta eldgos sést mjög vel á vefmyndavélum Rúv og Morgunblaðsins á YouTube.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég fæ þær. Hvenær það gerist veit ég ekki.

Uppfærsla 1

Miðað við myndir frá vefmyndavél Morgunsblaðsins. Þá hófst eldgos klukkan 13:16.

Mynd af hraunbreiðu og fjöllum á Reykjanesskaga og síðan sést í smá ský sem kemur upp úr jörðinni þar sem kvikan hefur náð að brjóta sér leið upp í gengum jarðskorpuna. Klukkan á vefmyndavélinni er 13:16.
Upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli þann 3-Ágúst-2022 klukkan 13:16. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Morgunblaðinu. – Þessi mynd verður fjarlægð ef það kemur krafa um slíkt.