Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli.
- Gossprungan er núna um 120 metra löng. Eldgosið framleiðir núna um 18 m3/sec samkvæmt mælingum vísindamanna í gær.
- Hraun flæðir núna yfir hraun frá eldgosinu í fyrra yfir í eystri Meradali. Þetta er um 1 km fjarlægð. Hægt er að sjá mynd af þessu á Facebook hérna.
- Samkvæmt efnagreiningu á hrauninu sem er komið upp. Þá virðist vera að þetta eldgos sé úr efni sem var að gjósa í gamla gígnum þegar eldgos hætti þar í September 2021. Það þýðir að á meðan eldri kvikan er að koma upp, þá hefur nýja kvikan ekki ennþá náð yfirborði.
- Sprungur sem eru staðsettar norð-austan við eldgosið í Meradölum eru farnar að hreyfa sig. Það bendir sterklega til þess að eldgos sé að fara að hefjast á því svæði. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um. Eldgos þarna gæti hinsvegar lokað einni af þeim leiðum sem eru núna notaðar til þess að komast af eldgosinu. Ef að eldgos hefst sunnan við núverandi eldgos, þá er möguleiki á að, þá gæti orðið erfitt eða vonlaust að komast að eldgosinu og sjá það, allavegna að þeim hluta eldgossins sem er í Meradölum.
Þetta er allt það sem ég get skrifað um eldgosið þennan Föstudag. Næsta grein um eldgosið verður 12-Ágúst ef ekkert stórt gerst á þeim tíma og það er alltaf möguleiki á því.