Þetta er stutt grein, þar sem ég reikna ekki með því að mikið gerist í þessu eldgosi.
Hérna er staða mála eins og ég veit best þann 17. Mars 2024 klukkan 19:15. Þetta eru bestu upplýsingar sem ég hef.
- Eldgosið hefur minnkað síðan í gær (16. Mars 2024 klukkan 20:23). Eldgossaprungan er núna að gjósa á þremur til fjórum stöðum.
 - Hraunið náði að görðunum sem eru að verja Grindavík í gær.
 - Það er ekki að hægjast eins hratt á þessu eldgosi og fyrri eldgosum.
 - Gosóróinn er ennþá mjög stöðugur en minni en þegar eldgosið hófst í gær.
 - Gossprungan virðist vera núna frá 800 metrum til 1 km löng.
 - Hraunflæði virðist hafa minnkað en hraunið gæti verið að safnast í stórar hrauntjarnir sem brotna með miklum látum og miklu hraunflæði.
 - Það er hætta á því að Suðurstrandavegur gæti farið undir hraun. Ef það gerist, þá eykst hættan á því að hraunið nái til sjávar.
 - Það er ekki að sjá á vefmyndavélum að þessu eldgosi sé að ljúka.
 - Gígar hafa byrjað að myndast á virkum hluta gossprungunnar.
 
Ef eitthvað gerist, þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og ég get. Venjulega þá eru eldgos í Svartsengi aðeins í kringum einn dag. Ef þetta eldgos verður lengra. Þá mun ég setja inn nýja grein á morgun eða fyrr ef eitthvað mikilvægt gerist.










