Staðan í Sundhnúkagígum þann 27. Desember 2023 (einnig upplýsingar um Fagradalsfjall)

Þetta er stutt grein um stöðu mála í Sundhnúkagígum þann 27. Desember 2023 klukkan 22:01. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.

Það er þensla að eiga sér stað núna í eldstöðinni Svartsengi. Núverandi hraði þenslunnar er um 10mm á dag. Það þýðir að minnsti möguleiki tíma þegar næsta eldgos hefst verður þann 30. Desember 2023 að mínu áliti en það gæti einnig orðið eins seint og 10. Janúar 2024. Þetta er mjög hröð þensla en þar sem Svartsengi lækkaði aðeins um 80mm þegar síðasta eldgos varð, þá tekur það styttri tíma að þenjast út í þannig stöðu að eldgos geti hafist. Það þýðir að kvikan sem er núna að flæða inn, hefur minna pláss þangað til að þeirri stöðu er náð í jarðskorpunni að eldgos geti hafist. Það þýðir einnig að allt ferlið tekur styttri tíma en áður.

Jarðskjálftavirknin eftir kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023. Auki er jarðskjálftahrina í sprungu í Fagradalsfjalli.
Jarðskjálftavirkni í kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023 og einnig er jarðskjálftahrina í sprungu í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þar er virkni eftir sprungu sem hefur ekki verið virk með þessum hætti áður, eftir því sem ég kemst næst. Afhverju þarna er jarðskjálftavirkni er óljóst en þetta gæti verið merki um að þarna verði eldgos í framtíðinni. Þar sem eldgos verða í Fagradalsfjalli á um tíu mánaða fresti, þá má reikna með að þar gjósi á tímabilinu Maí til September 2024 næst. Það mun koma betur í ljós eftir því sem líður á hvað er að gerast í Fagradalsfjalli. Gervihnattamyndir frá Google Earth sýna sprungu á þessu svæði þar sem jarðskjálftavirknin er að eiga sér stað. Þetta er hugsanlega þekkt sprunga en ég hef ekki þær upplýsingar eins og er.

Jarðskjálftavirknin frá Skjálfta-lísu Veðurstofunnar fyrir síðustu 8 daga. Þarna sést jarðskjálftavirknin vel eftir kvikuganginum og síðan eftir sprungunni í Fagradalsfjalli. Jarðskjálftavirknin nær alveg til Grindavíkur í kvikuganginum sem myndaðist þann 10. Nóvember 2023.
Jarðskjálftavirknin eftir kvikuganginum þann 10. Nóvember 2023 og þarna sést einnig jarðskjálftavirknin eftir sprungunni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Sprungan í Fagradalsfjalli á mynd frá Google Earth.
Hérna er Google Earth mynd af sprunginni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Alphabet/Google Earth.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í Fagradalsfjalli og síðan í Svartsengi. Staðan getur breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta getur breyst svo hratt að ég er ekki viss um að ég nái að setja inn uppfærslu um þetta ef ég er úti ef eitthvað fer af stað.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Næsta uppfærsla um stöðu mála ætti að verða þann 2. Janúar 2024 ef ekkert gerist þangað til.