Hérna er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu við Hagafell þann 15. Janúar 2024 klukkan 03:04. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar án viðvörunnar.
- Eldgos hófst við Hagafell þann 14. Janúar 2024 klukkan 07:58. Tvær sprungur opnuðust.
- Stærsta sprungan var með lengdina um 900 metrar en styttri sprungan var með lengdina í kringum 100 til 200 metra.
- Seinni sprungan er næstum því inni í Grindavík og hefur hraun flætt inn í Grindavík.
- Hraun hefur eyðilagt þrjú hús þegar þessi grein er skrifuð.
- Síðustu klukkutíma hefur dregið úr óróanum sem bendir til þess að það sé farið að draga úr eldgosinu.
- Það er ekkert rafmagn, hiti eða kalt vatn í Grindavík. Þar sem hraun hefur eyðilagt pípur og rafstrengi sem liggja til Grindavíkur. Viðgerðir munu taka marga mánuði, ef það verður hægt að flytja aftur til Grindavíkur eftir nokkra mánuði.
- Nýjar sprungur og landsig átti sér stað þegar kvikan var að búa til kvikugang stiginu rétt áður en eldgos hófst. Sum svæði innan Grindavíkur hafa færst til um tvo metra í báðar áttir samkvæmt Veðurstofu Íslands. Hversu mikil færslan er nákvæmlega er óljóst, þar sem ekki er hægt að taka mælingar vegna þess að svæðið er ekki öruggt.
- Eldgosin verða í austari brún sigdalsins. Ég er ekki viss um afhverju það er að gerast.
Þetta er allt það sem ég hef núna. Næsta grein ætti að vera þann 16. Janúar 2024 ef ekki verða stórar breytingar á eldgosinu.
Vefmyndavélar Rúv, Morgunblaðsins og Vísir er að finna á YouTube rásum þessara fjölmiðla.