Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Snemma morguns þann 19-Nóvember-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina er sú sterkasta í Bárðarbungu núna í lengri tíma og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 4,0 en sá næst stærsti með stærðina 3,5 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

161119_1635
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þrýstingur vegna kviku sé að aukast hratt innan í Bárðarbungu þessa dagana. Ég hef ekki neinar upplýsingar um það hversu mikið Bárðarbunga hefur þanist út síðan í September-2015 þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst, en það hlýtur að vera talsvert þar sem færslan í hverjum jarðskjálfta er einhver (ég veit ekki hvað færslan er mikil í hvert skipti, ég fann ekki þau gögn), Síðasta árið hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í öskju Bárðarbungu og því ljóst að eldstöðin hefur þanist talsvert út undanfarið ár. Það er ekki ljóst hvort að þessi þensla mun leiða til eldgoss fljótlega eða eftir mjög langan tíma. Það eina sem er vitað fyrir vissu er að kvika er að flæða inn í eldstöðina í grunnstæð kvikuhólf af miklu dýpi.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (18-Nóvember-2016) varð lítil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Hérna er um að ræða jarðskjálftavirkni sem hófst í September-2015 og er því búin að vara í eitt ár auk nokkura vikna. Hægst hefur á þessari virkni undanfarnar vikur ekki veit ég afhverju það er raunin. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi og inn í grunnstæð kvikuhólf.

161118_2355
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessar jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru smærri að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera að mestu leiti lokið í augnablikinu en ekki er hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun taka sig upp aftur, þar sem virkni sem er tengd innflæði kviku er þannig að ekki er hægt að spá fyrir um það hvað gerist næst.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Þann 18-Nóvember-2016 varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Í þetta skiptið var um að ræða litla jarðskjálftahrinu í Kötlu sem virðist hafa staðið stutt yfir. Stærstu jarðskjálfanir voru með stærðina í kringum 2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.

161118_2035
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði varð lítið eldgos árið 1999 en líklega varð þarna stórt eldgos árið 1245 þó svo að sögulegar heimildir séu takamarkað um það eldgos. Það þýðir að þarna hefur ekki orðið stórt eldgos í lengri tíma, þó svo að lítið eldgos hafi orðið á svæðinu árið 1999.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (Vika 43)

Þann 27-Október-2016 klukkan 02:08 og 02:09 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,5 og 3,3. Yfir daginn urðu nokkrir minni jarðskjálftar á svipuðum slóðum (nærri norð-austur hluta öskjunnar).

161027_1610
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ástæða þessara jarðskjálfta er sú að kvika er núna að flæða inn í Bárðarbungu djúpt innan úr möttlinum. Það ferli hófst í September-2015 og mun halda áfram þangað til að eldgos verður í Bárðarbungu (eða í nágrenni við Bárðarbungu).

Jarðskjálftinn á Ítalíu

Þar sem ég er búsettur í Danmörku þá mældi ég jarðskjálftann á Ítalíu mjög vel. Ég mældi bæði 5,5 jarðskjálftann og 6,1 jarðskjálftann. Ástæða þess að ég get mælt jarðskjáfltana er sú að ég er eingöngu staðsettur ~1500 km frá Ítalíu.

161026-191800-bovz-psn
Jarðskjálftinn með stærðina 6,1 á Ítalíu. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkutímana

Í dag (17-Október-2016) og í gær (16-Október-2016) hafa verið jarðskjálftahrinur í Kötlu. Flestir af þeim jarðskjálftum sem urðu voru litlir að stærð, flestir minni en 1,0. Það komu fram þrír jarðskjálftar sem voru stærri en 2,0.

161017_1950

Það kom fram í fréttum í dag að ástæða þessara jarðskjálftavirkni væru breytingar á jöklinum sem væru að valda ísskjálftum vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Ég er ekki sammála þessu mati, þar sem ég mældi stærstu jarðskjálftana á jarðskjálftamælinum sem ég er með í Heklubyggð og þeir jarðskjálftar sýndu skýr merki þess að eiga uppruna sinna í jarðskorpunni. Mínir jarðskjálftamælar eru ekki færir um að mæla ísskjálfta í 56 km fjarlægð. Vandamálið með eldstöð eins og Kötlu er þessi stöðuga jarðskjálftavirkni sem veldur því að fólk fer að hugsa með sér að svona hljóti þetta alltaf að vera og boði ekki endilega nein sérstök tíðindi. Eftir því sem tíminn líður þá fara jarðfræðingar að líta á þetta sem eðlilega hegðun eldstöðvarinnar, þó svo að kannski í raunveruleikanum sé þessi jarðskjálftavirkni langtímaboðar um að stutt sé í eldgos. Ég ætla að minna fólk á að ekkert bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi á þessari stundu, enda hefur skráð saga sýnt að það verða mjög stórir jarðskjálftar þegar kvika fer að brjóta sér leið uppá yfirborðið. Þær rituðu heimildir sem eru skrifaðar í dag segja frá stöðunni eftir að það ferli er hafið (kvika á leiðinni upp til yfirborðs).

Nokkrir jarðskjálftar í Hofsjökli

Í dag (15-Október-2016) urðu nokkrir jarðskjálftar í Hofsjöki. Stærsti jarðskjálftinn var bara með stærðina 1,4. Jarðskjálfti með stærðina 2,3 varð austur af Hofsjökli en það er innan-fleka jarðskjálfti og tengist ekki neinni eldstöð.

161015_1340
Jarðskjálftarnir í Hofsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni í Hofsjökli virðist vera vegna spennubreytinga sem eru núna að eiga sér stað í Bárðarbungu vegna þenslunar sem þar er að koma fram núna. Þetta gerðist þó svo að Hofsjökull sé í sínu eigin rekbelti (sjá rannsókn um þetta á ensku hérna). Ég er ekki að reikna með eldgosi í Hofsjökli enda er ekki vitað hvenær eldstöðin gaus síðast. Það er hugsanlegt að frekari jarðskjálftar verði í Hofsjökli og nágrenni á næstu vikum vegna spennubreytinga í efri lögum jarðskorpunnar.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Í morgun (15-Október-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Jarðskjálftahrinan varð í austari hluta öskjunnar. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og var stærsti jarðskjálftinn aðeins með stærðina 2,7.

161015_1820
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan var mjög lítil, bæði í fjölda jarðskjálfta og í stærð þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað. Þar sem annar stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 2,3. Eftir að jarðskjálftahrinunni lauk komu fram örfáir stakir jarðskjálftar. Jarðskjálftahrinunni lauk klukkan 08:58 og eftir það hafa bara örfáir jarðskjálftar komið fram í Kötlu.

Jarðskjálftarhrina í Bárðarbungu

Í dag (15-Október-2016) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir höfðu stærðina 3,5. Í gær (14-Október-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Bárðarbungu.

161015_1245
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðrir jarðskjálftar sem urðu í þessari hrinu voru smærri. Þessi jarðskjálftahrina er áhugaverð fyrir það að hún virðist hafa komið af stað jarðskjálftum í nálægum eldstöðvum. Ég er ekki alveg viss afhverju þetta er að gerast. Það sem hefur hinsvegar verið staðfest er að Bárðarbunga er að þenjast út samkvæmt GPS mælingum og er núna að ýta upp jarðskorpunni sem féll niður í eldgosinu 2014 – 2015, sú hreyfing er að valda jarðskjálftum í Bárðarbungu núna.

Staðan í Kötlu klukkan 20:36

Eldstöðin Katla er aftur byrjuð með jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur verið að aukast hratt í dag (06-Október-2016). Eins og stendur er jarðskjálftavirknin ekki ennþá kominn á það stig sem hún var á fyrir viku síðan. Aðstæður eru hinsvegar að breytast hratt þessa stundina og því er ljóst að virknin getur breyst hratt og án mikillar viðvörunar. Stærsti jarðskjálfti síðan í morgun var með stærðina 2,4 og varð sá jarðskjálfti klukkan 14:11. Eins og stendur þá hafa aðrir jarðskjálftar verið minni (þegar þetta er skrifað).

161006_1855
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 18:55. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig mjög áhugavert að jarðskjálftavirknin sé á mjög litlu svæði, það bendir til þess að kvikan sé að reyna brjóta sér leið þar upp með því að „bora“ sig þar í gegn. Ég sá svipað ferli í Bárðarbungu nokkru áður en eldgos hófst þar. Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þetta ferli mun taka og hvort að þetta ferli muni stoppa, ég tel víst, miðað við þá virkni sem hefur verið undanfarið að það er ólíklegasta niðurstaðan til að koma fram. Ég reikna með því að sú jarðskjálftahrina sem er hafin í dag muni aukast þangað til að nýjum toppi er náð eða eldgos hefst. Það er ekkert eldgos hafið í Kötlu ennþá.

Þessi grein verður uppfærð eftir þörfum.

Hætta á niðurtíma vegna fellibyls

Vegna fellibylsins Matthías þá er hætta á niðurtíma á þessum vef en þessi vefsíða er hýst í Orlando, Flórída. Mesta hættan á niðurtíma er á morgun (Föstudag) þegar aðal veðrið gengur yfir Flórída. Ég mun taka afrit af þessum vef til að eiga ef allt skyldi fara á versta veg. Ég vonast til þess að vefurinn haldist uppi í gegnum þetta veður en það er enginn leið til þess að tryggja að svo verði.

Jarðskjálftavirkni eykst í Kötlu á ný

Í dag (06-Október-2016) jókst jarðskjálftavirkni á ný í Kötlu. Það varð jarðskjálftavirkni fyrir stærsta jarðskjálftann og einnig eftir að stærsti atburðurinn átti sér stað. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 3,2. Smærri jarðskjálftar sjást illa eða alls ekki vegna slæms veðurs á svæðinu.

161006_0930
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna mikillar rigningar þá er ekki gott að sjá nákvæma mælingu á leiðnimælingu í Múlakvísl sem kemur frá Mýrdalsjökli. Þar sem rigningarvatnið þynnir út það jökulvatn sem er í ánum. Þessi mikla rigning veldur einnig ísskjálftum í Mýrdalsjökli ef aðstæður bjóða uppá það.