Staðan í Kötlu klukkan 21:15

Þessi grein verður uppfærð eftir þörfum.

Síðan í gær (30-September-2016) hefur verið rólegt í Kötlu. Síðasta sólarhringinn hefur ekki orðið neinn stór jarðskjálfti í Kötlu og aðeins hafa orðið nokkrir litir jarðskjálftar og sá stærsti var með stærðina 2,6. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.

161001_1940
Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Leiðni í Múlakvísl er ennþá frekar há og er frekar lítið vatn í ánni eins og stendur. Leiðnin í Múlakvísl þegar þetta er skrifað er 104 µS/cm og fór hæst í 221 µS/cm. Samkvæmt fréttum þá segir sagan að fyrir eldgos sé oft lítið vatn í Múlakvísl. Ég veit ekki hvort að það mun fást staðfest þegar eldgos hefst í Kötlu, það verður bara að koma í ljós.

Ástæða þessar jarðskjálftavirkni í Kötlu er sú að kvika er að reyna að brjóta sér leið uppá yfirborðið. Samkvæmt reynslu af eldri eldgosum þá er alveg ljóst að núverandi virkni er ekki lokið þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni síðustu klukkutíma. Ég hef séð svona rólegheit fyrir eldgos, þá fyrst í eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010 og síðan aftur áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu árið 2014. Ástæður þess að ekki koma fram jarðskjálftar núna getur haft margar ástæður á bak við sig. Þær ástæður eru, kvikan rennur núna án þess að lenda í neinni mótstöðu, þrýstingur hefur jafnast tímabundið í kvikukerfi Kötlu, eitthvað annað er að gerast. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst í Kötlu.

Katla í beinni

Hægt er að fylgjast með Kötlu með eftirtöldum vefmyndavélum.

Vefmyndavél Rúv
Vefmyndavél Live from Iceland

Grein uppfærð klukkan 22:18. Tenglum með vefmyndavélum fyrir Kötlu bætt við.

Staðan í Kötlu klukkan 11:15

Þessi grein verður uppfærð í dag (30-September-2016) eftir þörfum.

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 261 jarðskjálfti í Kötlu þegar þetta er skrifað. Stærstu jarðskjálftarnir síðustu 24 klukkutímana voru með stærðina 3,1 og síðan 3,2. Stærsti skjálftinn var með stærðina 3,6. Þar sem ekkert eldgos er hafið þá kemur ekki fram neinn órói eða gosórói á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar.

160930_1025
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem er núna í gangi í Kötlu hefur verið í gangi undanfarin mánuð, hinsvegar hefur þessi virkni verið mun minni allan þennan tíma en síðustu 48 klukkutímana, ég uppgötvaði þetta ekki fyrr en ég athugaði þessa jarðskjálftavirkni stuttlega. Þessi atburðarrás hófst með jarðskjálftahrinunni þar sem komu fram jarðskjálftar með stærðina 4,5 og 4,6. Það er núna mín skoðun að það séu meiri líkur en minni á að þetta muni enda með eldgosi fljótlega. Jarðskjálftavirknin í Kötlu kemur í hviðum og ég veit ekki almennilega afhverju það gerist, ég sá svipað munstur í Bárðarbungu þegar kvikan þar var að brjóta sér leið úr jarðskorpunni og sú hegðun varði þangað til að það fór að gjósa. Núverandi staða samkvæmt eldfjallaeftirliti Veðurstofunnar er grænn, hægt er að skoða kortið hérna.

Þessi grein verður uppfærð eftir nokkra klukkutíma eða þegar eitthvað gerist í Kötlu.

Uppfærsla klukkan 12:45

Litarkóði fyrir Kötlu hefur verið uppfærður í gulan. Kort er að finna hérna.

Uppfærsla klukkan 15:44

Þegar þetta er skrifað hefur aðeins dregið úr virkni í Kötlu. Svona smá rólegheit hafa gerst nokkrum sinnum á síðustu 48 klukkustundum og hafa aldrei varðað mjög lengi. Stórir jarðskjálftar urðu klukkan 12:07 með stærðina 3,6. Síðan varð jarðskjálfti klukkan 12:09 með stærðina 3,6. Jarðskjálftar klukkan 12:10 og 12:13 voru með stærðina 3,2. Einhverjir af þessum stærstu jarðskjálftum fundust á nærliggjandi sveitarbæjum og þar sem fólk er. Ég held að þessi virkni hafi hingað til ekki fundist í Vík í Mýrdal. Enginn órói er farinn að koma fram og það þýðir að eldgos er ekki hafið ennþá.

160930_1510
Grænu stjörnurnar sýna þá jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 og hafa orðið síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er búin að raða sér upp á svæði sem hefur stefnuna norð-austur og suð-vestur. Það er hugsanlegt að kvika muni brjóta sér leið þar upp og valda eldgosi. Hinn möguleikinn er að þessi jarðskjálftavirkni hætti og ekkert frekara gerist en ég held að íslendingar séu ekki svo heppnir núna.

Uppfærsla klukkan 19:03

Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi í nágrenni Kötlu og í sjálfri Kötlu.

Uppfærsla klukkan 23:27

Veginum að Sólheimajökli hefur verið lokað af lögreglunni vegna hættu á skyndiflóðum ef eldgos verður í Kötlu og reikna má með að vegurinn verði lokaður þangað til að draga fer úr virkni í Kötlu. Þessa stundina er mjög lítil jarðskjálftavirkni að eiga sér stað en engu að síður eiga sér stað jarðskjálftar.

160930_2135
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er minni þessa stundina er samt á svipuðum stað og jarðskjálftavirknin hefur verið síðan 29-Ágúst-2016 þegar jarðskjálftar með stærðina 4,5 og 4,6 áttu sér stað. Hætta er á því að jarðskjálftavirknin aukist aftur án nokkurs fyrirvara.

Grein uppfærð klukkan 12:45. Uppfærslu bætt við.
Grein uppfærð klukkan 15:51. Uppfærslu bætt við.
Grein uppfærð klukkan 19:04. Uppfærslu bætt við.

Mikil jarðskjálftavirkni í Kötlu, aukin rafleiðni í jökulám

Þetta er stutt grein þar sem ég er ennþá að afla mér upplýsinga um stöðu mála.

Í nótt um klukkan 03:00 hófst jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta hefur verið mjög kröftug jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta sem hafa mælst. Þegar þetta er skrifað hafa komið fram 92 jarðskjálftar. Þessi tala er stöðugt að breytast eftir því sem fleiri jarðskjálftar mælast.

160929_1540
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Veðurstofu Íslands þá er rafleiðni í jökulám í kringum Kötlu hærri en venjulega á þessum árstíma eða í kringum 190uS. Það hefur enginn gosórói komið fram ennþá í Kötlu, þegar slíkur órói kemur fram þá mun það verða mjög augljóst á mælaneti Veðurstofunnar þar sem gosóróinn mun verða miklu hærri en bakgrunnshávaðinn (umferð, vindur, sjávargangur).

Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum og eftir því sem frekari upplýsingar koma fram.

Uppfærsla klukkan 19:05

Jarðskjálftavirknin hefur haldið áfram í dag eins og búast mátti við, yfir daginn þá hafa orðið smá hlé á virkninni áður en jarðskjálftavirknin heldur áfram. Núna þegar þessi uppfærsla er skrifuð hefur jarðskjálftavirknin dottið niður eins og gerst hefur í dag. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 16:28 og var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.

160929_1845
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 18:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kort með staðsetningum

Meirihluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað á sér stað norðan við sigsketil 16 (sjá kort). Það minnkar líkunar á því að þessi jarðskjáfltavirkni sé tengt háhitakerfum í kötlu öskjunni og breytingum á þeim. Þar sem hverir bræða botn Mýrdalsjökuls og valda sigi og jökulhlaupum einstaka sinnum yfir sumarið. Það virðist hinsvegar sem að jarðskjálftavirknin sé núna kominn í sigkatla númer 10, 11 og jafnvel 16, ég er ekki alveg viss á þessu eins og stendur vegna skorts á smáatriðum.

katla2011
Jarðskjálftavirknin í Kötlu árið 2011. Sigkatlar eru merktir inná þetta kort með númerum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Tengill í upprunalegu myndina er að finna hérna.

Greinin var uppfærð klukkan 19:05. Uppfærslu bætt við.
Greinin er uppfærð klukkan 19:56. Korti frá árinu 2011 bætt við.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Kötlu

Í dag (26-September-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Kötlu. Þessi jarðskjálfti var á 0,0 km dýpi sem er óvenjulegt, skekkjumörk eru í kringum +-200 metrar eða meira. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í jarðskjálftahrinu sem hófst í gær (25-September-2016) og var að aukast hægt og rólega í dag og gær þangað til að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað. Flestir af þeim jarðskjálftum sem urðu voru smærri en 1,0 að stærð, nokkrir jarðskjálftar sem voru stærri en 2,0 áttu sér stað. Samtals hafa orðið rúmlega 30 jarðskjálftar á síðustu tveim dögum.

160926_1600
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftahrina átti sér stað aðeins sunnar en þar sem jarðskjálftarnir með stærðina 4,5 og 4,6 áttu sér stað fyrir rúmlega mánuði síðan (grein um þá virkni er hægt að lesa hérna). Það svæði sem er núna virkt var einnig virkt fyrir mánuði síðan en þá komu eingöngu fram litlir jarðskjálftar. Það munstur sem er að koma fram bendir sterklega til þess að tvær sprungur séu hugsanlega að myndast í öskju Kötlu, sú norðari er hátt í 10 km löng en sú syðri er rúmlega 5 km löng. Þetta eru eingöngu getgátur hjá mér byggðar á þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram, ég byggi mínar getgátur á þeirri staðreynd hvernig þessar jarðskjálftahrinur eru að koma fram í Kötlu. Það er ekki hægt að vita hvort að þetta ferli heldur áfram eða ekki.

Skráð saga kötlugosa (síðustu ~1000 ár) segja að Katla gýs oftast á tímabilinu Júlí til loka Nóvember. Aðeins örfá eldgos hafa verið skráð í Janúar og Febrúar. Það eru stór göt í þessum upplýsingum vegna sögulegrar misskráningar, glataðra upplýsinga og annað slíkt. Staðan núna er sú að ekkert bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu en það er alveg ljóst að eldgos verður líklega innan tíu ára.

Jarðskjálftahrinan í Henglinum

Undanfarna tvo daga hefur verið jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina er manngerð og vegna niðurdælingar Orkuveitunar á affallsvatni niður í jörðina. Þegar horft er á jarðskjálftahrinuna mætti halda að eitthvað væri að gerast í eldstöðinni en hérna er bara niðurdæling á ferðinni. Hinsvegar er ekkert að gerast í Henglinum sem eldstöð.

160919_1920
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,0 (x2), 3,2 (x1), 3,6 (x1). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og því hugsanlegt að frekari jarðskjálftavirkni verði. Ef eitthvað gerist, þá mun ég uppfæra þessa grein. Yfir 300 jarðskjálftar hafa orðið, flestir af þeim eru smærri en 2,0 að stærð.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (18-September-2016) urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu sem voru stærri en þrír að stærð. Fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 og sá seinni var með stærðina 3,7. Einnig komu fram minni jarðskjálftar.

160918_2250
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu undanfarna mánuði og ég reikna fastlega með því að svona virkni mundi halda áfram að koma fram og verði þar lítil breyting á. Svona jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á sér núna stað einu sinni til tvisvar í viku.

Ný jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag klukkan 12:19 hófst jarðskjálftavirkni í Kötlu. Jarðskjálftavirknin hefur að mestu leiti verið hefðbundin fyrir Kötlu. Þetta voru litlir jarðskjálftar og fæstir af þeim voru stærri en 2,0. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,0 klukkan 15:57 og síðan 3,3 klukkan 16:12.

160911_2135
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að sjá hvort að þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu varð vegna breytinga í jarðhitakerfum innan öskju Kötlu eða vegna þess að þrýstibreytingar á kviku eða gasi áttu sér stað í Kötlu. Enginn breyting varð á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Eftir að stærstu jarðskjáfltanir urðu þá dró verulega úr jarðskjálftavirkninni. Jarðskjálftavirknin gæti þó tekið sig upp aftur eða ný jarðskjálftahrina hafist án mikils fyrirvara.

Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í rúmlega 48 klukkustundir dagana 8 og 9 September-2016 var jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli með hléum. Eins og fyrri jarðskjálftar í Tungnafellsjökli þá var eingöngu um að ræða litla jarðskjálfta og sá stærsti var með stærðina 2,9. Fjöldi jarðskjálfta var í nokkrum tugum og mesta dýpið sem kom fram var í kringum 12 km.

160908_2100
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í augnablikinu er ekkert sem bendir til þess að von sé á eldgosi frá Tungnafellsjökli, þrátt fyrir þessa jarðskjálftavirkni. Það sem gerir þó málið flóknara er sú staðreynd að engin eldgos hafa orðið á sögulegum tíma í Tungnafellsjökli og vegna þess er ekki hægt að segja til um það hvernig eldstöðin hagar sér áður en eldgos verður. Jarðskjálftavirknin sem er núna í gangi hófst árið 2012 og hefur verið í gangi síðan þó með löngum hléum á milli þar sem ekkert hefur verið að gerast.

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (06-September-2016) og í dag (07-September-2016) urðu djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og í Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu. Mesta dýpi var 25,9 km undir Trölladyngju og síðan kom fram jarðskjálfti í Bárðarbungu með dýpið 20,9 km.

160907_2120
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu, jarðskjálftar með 20 km dýpið eru suð-austur af Bárðarbungu (norð-austur af Grímsvötnum). Djúpi jarðskjálftinn í Trölladyngju er blár depill á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu dýpi verðar jarðskjálftar eingöngu vegna þess að kvika er að þrýsta og brjóta jarðskorpuna. Spennubreytingar ofar í jarðskoprunni hafa ekki áhrif á þessu dýpi eftir því sem ég skil. Þessa stundina hefur enginn jarðskjálfti með stærðina 3,0 eða stærri orðið (þegar þetta er skrifað) í Bárðarbungu sem er yfirleitt það sem gerist í kjölfarið á svona djúpri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Ég hef það á tilfinningunni að hugsanlega sé eitthvað meira í gangi núna en venjulegu en það er ekkert hægt að segja til um það eins og er. Ég mun að minnstakosti bíða eftir því að Veðurstofu Íslands tjái sig um þetta ef eitthvað er að gerast.

Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá hvað gerist næst í Bárðarbungu.

Endurnýjuð jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (7-September-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Undanfarar þessa jarðskjálfta voru litlir jarðskjálftar en það kom ekki mikill fjöldi fram. Eftirskjálftar hafa einnig verið fáir. Í dag hefur jarðskjálftavirkni verið lítil.

160907_2045
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er á sama svæði og jarðskjálfti með stærðina 4,9 varð fyrir tveim vikum síðan. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað meira gerist í Kötlu á þessum tímapunkti. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá til hvað gerist næst.