Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (8-Desember-2018) varð jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina varð í norðurhluta öskju Öræfajökuls eða rétt fyrir utan öskjuna.


jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,6 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru með stærðina 0,2 til 0,8. Þessi virkni er eðlileg fyrir Öræfajökul um þessar mundir.

Lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli þann 23-Júlí-2018

Mánudaginn 23-Júlí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessa stundina er svona jarðskjálftavirkni algeng í Öræfajökli. Í hverri viku verða núna frá 100 til 200 jarðskjálftar í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til í þessari viku var með stærðina 1,2 og var á 4,9 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Þegar jarðskjálftahrina verður í Öræfajökli þá er það vegna þess að kvika er að troða sér inn í eldstöðina og er að ýta sér leið upp. Þeir jarðskjálftar sem verða fyrir utan Öræfajökul eru vegna spennubreytinga í nálægri jarðskorpu sem hefur virkjað misgengi á þessu svæði. Það er talsverð hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist með þessum hætti eftir því sem meiri kvika safnast saman í Öræfajökli. Það ferli mun taka vikur og mánuði frá því sem er núna í dag.

Djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu

Síðan í gær (18-Júlí-2018) hefur verið djúpstæð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eru mjög algengar og eru alltaf vegna þess að kvikuinnskot er þarna á ferðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mesta dýpi sem mældist í þessari jarðskjálftahrinu var 26,3 km og minnsta dýpi var 13,4 km. Skekkja gæti verið talsverð í þessum mælingum vegna fjarlægðar frá næstu SIL mælistöðum. Þegar jarðskjálftar eru mjög litlir að stærð (stærðir 0,0 – 1,0) er mjög erfitt að staðsetja þá og finna út rétt dýpi. Í kjölfarið á jarðskjálftavirkni á þessu svæði verður stundum stór jarðskjálfti í Bárðarbungu. Það er ekki hægt að spá til um slíkan atburð og það er ekki hægt að vita fyrirfram hvort að það gerist núna.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 29-Júní)

Þessa stundina er jarðskjálftahrina í gangi í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni hófst þann 26-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Þessa studina eru eingöngu litlir jarðskjálftar að eiga sér stað en stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 en varð fyrir utan eldstöðina (en virðist samt tengjast virkninni þar) og þessi jarðskjálfti bendir til þess að stressið í jarðskorpunni sé að breytast mjög hratt á þessu svæði þessa stundina (mitt álit).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem einnig gerðist í dag var jarðskjálftahrina í hlíðum Öræfajökuls og það er mjög varasamt merki ef eitthvað er að fara gerast þar. Þar sem eldgos í hlíðum Öræfajökuls getur verið mjög stórt vandamál þar sem slíkt eldgos er nær þjóðvegi eitt og stórhættulegt ef engin viðvörun verður á slíku eldgosi. Það þarf sérstaklega að fylgjast með slíkri virkni að mínu mati.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (07-Mars-2018) var jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin var á tveim svæðum. Í sjálfri Bárðarbungu og síðan suð-austan við Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í sjálfri Bárðarbungu er eðlileg og tengist þenslu eldstöðvarinnar þar sem kvika er þessa stundina að streyma inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin á sér stað þegar kvikan þrýstir jarðskorpunni upp þegar kvikan flæðir inn í kvikuhólfið af miklu dýpi. Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu er áhugaverðari. Þar er kvikuinnskot á ferðinni og það hefur verið virkt á þessu svæði í nokkur ár. Jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti er ennþá á dýpinu 15 til 23 km en aukin jarðskjálftavirkni þýðir að hugsanlega sé aukin hætta á eldgosi á þessu svæði ef jarðskjálftavirknin minnkar ekki. Aukin kvikuvirkni í Bárðarbungu virðist hafa ýtt undir jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti síðustu mánuði.

Það er mikil hætta á sterkum jarðskjálfta í Bárðarbungu á næstu dögum eða vikum.

Það var einnig áhugaverður atburður þegar jarðskjálftavirknin gekk yfir í Bárðarbungu. Það virðist sem að óróahviða hafi komið fram á miðbandinu (1-2Hz) þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað. Þetta er mjög óvenjulegt. Hvað þetta þýðir er ekki augljóst á þessari stundu.


Óróahviðan sést nærri endanum (rauða, græna, bláa) á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli, ný jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Öræfajökli þann 25-Febrúar-2018 heldur áfram. Flestir af þeim jarðskjálftum sem koma fram eru litlir, flestir eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Tungnafellsjökull

Norð-vestur af Öræfajökli er eldstöðin Tungnafellsjökull. Þar hefur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur eftir talsvert hlé. Flestir jarðskjálftar sem verða þar eru einnig mjög litlir og langflestir eru minni en 1,0 að stærð. Eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 – 2015 jókst jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli en það var einnig mikil jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli á meðan eldgosið í Bárðarbungu stóð yfir vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Það er líklegt að núverandi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni.

Kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (21-Janúar-2018) kom fram kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot kom fram á svæði sem er aðeins utan við megineldstöðina og líklega utan við sjálft Bárðarbungu kerfið eins og það er sett fram á kortum í dag.


Kvikuinnskotið suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var eingöngu með stærðina 1,2 en minnsta dýpi sem kom fram á 13,9 km og stærðin á þeim jarðskjálfta var eingöngu 0,8. Það er mitt mat að hættan á eldgosi á þessu svæði er að aukast eftir því sem þessi kvikuinnskotavirki heldur áfram. Það er ekki hægt að setja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Þetta svæði hefur verið virkt í talsverðan tíma núna og þarna verða regluleg kvikuinnskot.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli

Aðfaranótt 18-Janúar-2018 klukkan 02:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli. Þeim jarðskjálfta fylgdi annar jarðskjálfti með stærðina 2,0 og síðar kom jarðskjálfti með stærðina 1,8. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað varð aukning á hærri tíðni á SIL stöðvum í kringum Öræfajökli. Það er möguleiki á að hérna hafi verið að um að ræða smáskjálfta sem ekki var hægt að staðsetja almennilega eða að hérna sé um að ræða litlu jarðskjálftana sem mældust í Öræfajökli á þessum sama tíma. Ég er ekki viss á þessari stundu hvort er raunin en ég vonast að myndin verði skýrari eftir því sem meira af gögnum kemur inn með aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli.


Breyting á óróaplotti á SIL stöðinni Fagurhólsmýri sem er við Öræfajökul. Breytingin á óróanum sést vel á endanum á þessari mynd (bláu toppanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er rólegt í Öræfajökli.

Kvikuinnskot staðfest í Öræfajökli

Nýlegar mælingar hafa staðfest kvikuinnskot í Öræfajökli, þetta kvikuinnskot er í suðurhluta Öræfajökuls og er það svæði að sýna þenslu þessa dagana. Þessa stundina er áætlað að það magn kviku sem er að koma upp í eldstöðina sé rúmlega það magn sem gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þessa stundina er kvikuinnskotið á dýpi sem er á bilinu 2 til 6 km og það útskýrir aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli og afhverju þessi jarðhitavirkni er að aukast þessa dagana. Hversu lengi þessa staða mun vara er ekki vitað þessa stundina. Öræfajökull er eldkeila og hagar sér sem slíkt, hægt er að lesa frekar um eldkeilur hérna og hérna.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu viku voru mældir 160 jarðskjálftar í Öræfajökli og er það metfjöldi jarðskjálfta sem hafa mælst í Öræfajökli síðan mælingar hófst (árið 1995?). Þessa stundina þá virðist jarðskjálftavirkni vera stöðug en það er ekki hægt að segja til um það hvenær það breytist.

Vefmyndavélar

Það eru komnar tvær vefmyndavélar sem sýna Öræfajökul. Þessir tenglar eru þannig að þeir virka aðeins í takmarkaðan tíma.

Vefmyndavél á Fagurhólsmýri (virkar aðeins tímabundið)
Vefmyndavél á brú (virkar aðeins tímabundið)

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með tvennum hætti. Annað hvort notað PayPal takkana hérna til hliðar eða með því að fara á síðuna styrkir og fylgja þar bankaupplýsingum til þess að leggja inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂