Nýjir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (04-Janúar-2016) varð lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,3 og 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

160104_1855
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftana með stærðina 3,2 og 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpsti jarðskjálftinn varð í gær (03-Janúar-2016) og var hann með dýpið 21,5 km og var stærð þessa jarðskjálfta 2,6. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað í Bárðarbungu hefur verið tengd við kvikusöfnun sem á sér stað núna í einu kvikuhólfi í eldstöðinni (þar sem jarðskjálftavirknin er núna að eiga sér stað). Þetta er samkvæmt Kristínu Jónsdóttur í frétt á Rúv í dag. Umrætt kvikuhólf er á 10 til 15 km dýpi inní Bárðarbungu sem er að fyllast og þenjast út núna og það gæti endað í eldgosi. Þó er ekki vitað hvenær eða hvar slíkt eldgos yrði núna í dag.

Frétt Rúv

Kvikusöfnun skýri skjálftavirkni í Bárðarbungu (Rúv.is)

Uppfærsla 1

Í nótt klukkan 01:24 þann 05-Janúar-2016 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Bárðarbungu. Þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað í Bárðarbungu undanfarið hafa verið lágtíðniskjálftar og það sést vel á því að SIL kerfið á erfitt með að ákvarða rétta stærð á þeim jarðskjálftum sem þarna eiga sér stað (jarðskjálftar á brotabelti eru oftast metnir sjálfvirkt með rétta stærð).

160105_1055
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu þeirra jarðskjálfta sem eru 3,0 eða stærri að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem á sér núna stað í Bárðarbungu er mjög snögg. Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Bárðarbungu á þessari stundu. Þar sem ekki er um að ræða samfellda jarðskjálftavirkni. Hinsvegar bendir þessi jarðskjálftavirkni til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast mjög hratt í kvikuhólfi sem er staðsett í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Hvenær það gýs er spurning sem ekki er hægt að svara á þessari stundu. Það eina sem hægt er að gera er að fylgjast með og sjá til hvernig þetta þróast.

Grein uppfærð klukkan 11:49 þann 05-Janúar-2016.

Ný jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Síðustu nótt (26-Desember-2015) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 3,3. Undanfarinn að þessari jarðskjálftavirkni var breyting á óróa á 2 – 4Hz bandinu á SIL stöðinni í Vonarskarði, ég veit ekki afhverju sú breyting átti sér stað. Það gæti komið til vegna þess að kvikan sé komin grunnt í jarðskorpuna að hluta til, hinsvegar er þetta eingöngu um að ræða ágiskun hjá mér.

von.svd.26.12.2015.at.17.26.utc
Breytingin á 2 – 4Hz bandinu (bláa) sést á milli 25 og 26-Desember. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mín skoðun að Bárðarbunga geti gosið hvenær sem er og hættan á eldgosi sé að aukast mjög hratt þessa stundina og að það geti gosið í Bárðarbungu án nokkurs fyrirvara. Skoðun Veðurstofunnar er hinsvegar sú að ekki sé mikil hætta á eldgosi þessa stundina í Bárðarbungu, jafnvel þó svo að kvika haldi áfram að flæða inn í Bárðarbungu.

151226_1855
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftinn sem var með stærðina 3,3 og varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu var með dýpið 0,1 km. Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 og varð í suðu-austur hluta öskju Bárðarbungu var með dýpið 2,5 km. Klukkan 08:20 varð jarðskjálfti með dýpið 20,3 km og stærðina 1,0. Sá jarðskjálfti bendir til þess að kvikuinnflæði sé hugsanlega meira heldur en hugmyndir og líkön benda til (þessi jarðskjálfti varð á brún eldstöðvarkerfisins, ekki langt frá Tungnafellsjökli). Ég veit ekki hvað mun gerast næst í Bárðarbungu, þar sem ekki er hægt að segja til um það hvað gerist næst í Bárðarbungu.

Uppfærsla 1

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu hefur núna búið til hálfan hring í öskju Bárðarbungu þar sem síðasta sólarhringinn hefur verið örlítil aukning í jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það hafa einnig komið fram undarlegir toppar í óróann í kringum Bárðarbungu en þar sem veður er slæmt í kringum Vatnajökul þessa stundina. Þannig að þessir óróatoppar sem sjást á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu gætu bara verið veður. Ég verð að bíða eftir því að veður lagist til þess að sjá hvort að eitthvað sé í gangi.

151227_1655
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað í Bárðarbungu. Þetta gæti hætt eða haldið áfram en það er vonlaust að vita hvað gerist næst í Bárðarbungu.

Grein uppfærð klukkan 18:09 þann 27-Desember-2015.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Síðustu nótt (20-Desember-2015) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,5 og 3,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni. Flestir af þessum jarðskjálftum voru grunnir, það þýðir að þeir voru innan við 10 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í norð-austur hluta Bárðarbungu (öskjunnar). Þeir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað núna eru lágtíðni-jarðskjálftar (frekari upplýsingar er að finna hérna á ensku undir b-gerð jarðskjálfti) og bendir það sterklega til þess að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

151220_1720
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er augljóslega eitthvað að gerast í Bárðarbungu og það er nú þegar vitað að þensla er að eiga sér stað í Bárðarbungu þessa stundina og sú þensla hófst eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar-2015. Það hefur einnig verið aukin virkni í kvikuinnskotum undanfarið í Bárðarbungu undanfarið og bendir það til þess að þrýstingur sé að aukast inni í Bárðarbungu þessa stundina. Ég hef ekki áhyggjur af hættunni af stóru eldgosi í Bárðarbungu þessa stundina. Það er hinsvegar mín skoðun að mesta hættan þessa stundina sé af hugsanlegum litlum eldgosum í Bárðarbungu, sérstaklega ef slíkt eldgos yrðu undir jökli með tilheyrandi hættu á jökulflóðum. Hættan af slíkum eldgosum ræðst af stærð og lengd slíkra eldgosa. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega ef aðstæður breytast. Það er mín skoðun að norð-austur hluti Bárðarbungu sé orðin mjög veikur vegna stöðugrar jarðskjálftavirkni undanfarna 15 mánuði (rúmlega).

Lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu

Í dag frá klukkan 20:10 til 20:14 varð lítið kvikuinnskot í Bárðarbungu. Þetta var mjög lítið kvikuinnskot sem átti sér stað og var dýpið frá 15,6 km til 23,2 km. Miðað við staðsetningu, þá er augljóslega um kvikuinnskot að ræða í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot er hinsvegar of lítið til þess að hefja eldgos, þetta hinsvegar bendir til þess að kvikuvirkni í Bárðarbungu sé farin að aukast á ný.

151216_2330
Kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.12.2015.at.23.22.utc
Það eru einnig að eiga sér breytingar í SIL stöðinni í Vonarskarð. Það er óljóst afhverju þessar breytingar stafa og hvað er að valda þeim. Hugsanlega er um að ræða breytingar á jarðhitakerfum í Bárðarbungu en það er ekki hægt að staðfesta það. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálftavirkni mun eiga sér stað í Bárðarbungu, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun eldfjalla og kvikukerfa þeirra. Eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast.

Staðan á jarðskjálftahrinunni í Prestahnúki

Jarðskjálftahrinan við Prestahnúk heldur áfram, þó svo að jarðskjálftahrinan liggi niðri oft klukkutímum saman. Misgengið sem er núna að færa sig er með lengdina frá 5 km og upp í 15 km. Stærstu jarðskjálftarnir hafa verið með stærðina 3,5 og síðan 3,0 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Stærsti jarðskjálftinn fannst í nálægum bæjum og þéttbýlisstöðum.

151214_1715
Jarðskjálftahrinan í suðurhluta Langjökuls (Prestahnúki). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni muni halda áfram næstu daga og vikur.

sil_langj.week.50
Jarðskjálftavirknin á þessu svæði síðan árið 1991 (gráir hringir). Rauðir hringir er núverandi jarðskjálftahrina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Myndin að ofan er af vikulegu yfirliti Veðurstofunar fyrir viku 50. Hægt er að skoða vefsíðuna í heild sinni hérna.

Jarðskjálftahrina í Prestahnúki (sunnanverður Langjökull)

Í gær (10-Desember-2015) hófst jarðskjálftahrina í Prestahnúki (Wikipedia vefsíða hérna á ensku), sem er eldstöð í sunnanverðum Langjökli. Þessari jarðskjálftahrinu er ekki lokið. Þetta er hinsvegar hæg jarðskjálftahrina og það eiga sér mjög fáir jarðskjálftar á hverjum klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og fannst á Hvanneyri og nágrenni. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru stærri en 2,5.

151211_1315
Jarðskjálftahrinan í Prestahnúki (sunnanverðum Langjökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er að koma ágætlega fram á jarðskjálftamælunum mínum. Jarðskjálftar sem eru stærri en 1,9 sjást ágætlega á þeim. Á þessu svæði verða jarðskjálftahrinur á 10 til 20 ára fresti og þá verða jarðskjálftar sem eru stærri en 4,0. Það eru komin aðeins meira en 10 ár síðan síðasta jarðskjálftahrina varð á þessu svæði (ef mitt minni er rétt). Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi þarna, síðasta eldgos þarna varð fyrir 3500 árum fyrir núverandi tímatal.

Lítil jarðskjálftahrina í Kröflu

Þann 7-Desember-2015 varð lítil jarðskjálftahrina í Kröflu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Ég veit ekki hvort að jarðskjáfltinn fannst í nærliggjandi bæjum.

151209_1800
Jarðskjálftahrinan í Kröflu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með frekari jarðskjálftavirkni í Kröflu. Fyrir utan hefðbundna bakgrunnsvirkni sem er alltaf þarna.

Lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli

Í dag (03-Desember-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Torfajökli. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og þarna fór enginn jarðskjálfti yfir stærðina 2,0. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna hafi verið á breytingar að eiga sér stað í jarðhitakerfum í Torfajökli.

151203_1910
Jarðskjálftahrinan í Torfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi tegund af jarðskjálftavirkni á sér stað í Torfajökli vegna þess að kvika stendur mjög grunnt í eldstöðinni. Ég reikna ekki með nein frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna.

Þensla staðfest í Bárðarbungu

Samkvæmt nýlegum mælingum Veðurstofu Íslands þá er eldstöðin Bárðarbunga farin að þenjast aftur út. Samkvæmt gögnum frá Veðurstofu Íslands þá er þenslan sem er að koma fram ekki mjög mikil sem stendur, það gæti breyst ef magn innflæðis kviku inn í Bárðarbungu breytist snögglega.

KISA.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu sem kemur fram í mælingum í Bárðarbungu. Búið er að leiðrétta fyrir reki, hreyfingum jökla og þenslunni vegna kvikuinnskotsins í tengslum við eldgosið í Holuhrauni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bbbegingpseqmaperuption.18.11.2015
Þenslan í Bárðarbungu eins og hún kemur fram á GPS mælum Veðurstofu Íslands. Örvarnar sýna stefnu GPS stöðvanna, hversu mikil þenslan er á hverri stöð. Búið er að leiðrétta fyrir sömu hlutum og nefnt er að ofan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vandamálið hérna er að Bárðarbunga er ennþá að síga eftir eldgosið í Holuhrauni og taka breytingum vegna þess. Stóra spurningin er hvort að þetta innflæði kviku muni stoppa það ferli eða breyta því. Það er einnig ekki ennþá ljóst hversu mikið álag eldstöðin ræður við eftir allt sigið fyrr á árinu. Það er einnig ekki ljóst hvernig þetta mun þróast á næstunni. Það er mitt mat að möguleikinn á nýju eldgosi í Bárðarbungu er mjög mikill vegna þessar kvikusöfnunar en það sem er ekki ljóst er hversu langan tíma þetta mun taka og hversu mikil kvika þarf að safnast fyrir í eldstöðinni áður en eldgos hefst. Það eina sem hægt er að gera núna er að fylgjast með breytingum sem koma fram á mælum í kringum Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í fyrradag (17-Nóvember-2015) og í gær (18-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Samtals urðu á milli 80 – 90 jarðskjálftar á þessu svæði. Enginn af þessum jarðskjálftum varð stærri en 2,1.

151118_2140
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í fyrradag og gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist vera á misgengi sem er á þessu svæði. Líklegt má því teljast að þarna verði áfram jarðskjálftar næstu daga og hugsanlega munu einhverjir þeirra ná stærðinni 3,0 eða stærri.