Staðan í Bárðarbungu (vika 06/2016)

Stutt yfirlit um stöðuna í Bárðarbungu.

Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út á 10 til 15 km dýpi samkvæmt fréttum. Vegna þess að þenslan er að eiga sér stað á svona miklu dýpi þá veldur það því að erfitt er að mæla breytingar á yfirborðinu með hefðbundnum leiðum eins og GPS mælingum. Jarðskjálftavirkni heldur áfram að aukast í Bárðarbungu, með reglulegum jarðskjálftum sem ná stærðinni 3,0 – 3,5. Ástæða aukinnar jarðskjálftavirkni er sú þensla sem er að eiga sér núna stað á 10 til 15 km dýpi og líklega á mun minna dýpi að auki. Ég reikna með því að jarðhitavirkni muni aukast í Bárðarbungu á næstu vikum og mánuðum eftir því sem kvikan þrýstir sér ofar upp í eldstöðina.

160208_1335
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á Mánudaginn 8-Febrúar 2016. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 3,1 (minnir mig). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

160211_1835
Jarðskjálftinn sem varð þann 11-Febrúar-2016, stærðin á þessum jarðskjálfta var 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engar aðrar breytingar hafa orðið í Bárðarbungu ennþá. Núverandi virkni í Bárðarbungu mun halda áfram mjög lengi enda taka svona rekatburðir mjög langan tíma að ganga yfir á þessu svæði. Allt að 20 ár og atburðarrásin er mjög hæg. Stærsta áhættan núna er kvikuinnskot og lítil eldgos (kannski bæði) sem kannski vara í nokkra klukkutíma til daga. Slík eldgos gætu hafist án nokkurar viðvörunar.

Fréttir af Bárðarbungu

Hæg at­b­urðarás und­ir Bárðarbungu (mbl.is)