Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli klukkan 16:59 þann 5. Júlí 2023

Þetta er stutt grein þar sem það er mikið að gerast og aðstæður breytast mjög hratt.

  • Stærsti jarðskjálftinn er ennþá með stærðina Mw4,8 sem varð í morgun.
  • Stærri jarðskjálftum er farið að fjölga mjög mikið síðustu klukkutímana. Veðurstofan hefur einnig varað við því að hætta er á jarðskjálfta með stærðina Mw6,3 í kjölfarið á þessu kvikuinnskoti í Fagradalsfjalli.
  • Kvikan er að koma upp rétt sunnan við Keili.
  • Miðað við það sem ég er að sjá. Þá er hérna á ferðinni miklu meiri kvika heldur en í eldgosum árið 2021 og 2022. Hvort að þetta er rétt hjá mér kemur ekki í ljós fyrr en eldgos hefst.
  • Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftum í rauntíma hérna á vefsíðu Raspberry Shake.

 

Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum í Fagradalsfjalli. Tími á korti er 5. Júlí 2023 og klukkan er 16:25.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öll gögn benda til þess að eldgos muni hefjast. Hvar eldgosið kemur upp og hvenær er ekki hægt að segja til um.

Ég mun gera mitt besta til þess að setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli klukkan 12:00 þann 5. Júlí 2023

Þetta er stutt grein þar sem staðan er að breytast mjög hratt núna.

  • Stærsti jarðskjálftinn sem hefur ennþá mælst var með stærðina Mw4,8 og fannst yfir stórt svæði.
  • Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Fagradalsfjalli vegna jarðskjálftavirkninnar og hættu á eldgosi.
  • Dýpi kvikunnar er núna í kringum 3 til 6 km en fer minnkandi á hverjum klukkutímanum.
  • Í kringum 2000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð.

 

Fullt af grænum stjörnum og rauðum punktum á Reykjanesskaga í kringum Fagradalsfjall. Tími á korti er 5. Júlí 2023 klukkan er 11:30 á kortinu.
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aðeins ein vefmyndavél sem er í gangi og vísar á Fagradalsfjall sem ég veit af þessa stundina. Það er hægt að skoða þá vefmyndavél hérna. Ég vonast til þess að þær vefmyndavélar sem Rúv og mbl.is voru með þegar síðasta eldgos fór af stað komist fljótlega í gang aftur.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein, þar sem það er mikið að gerast þessa stundina.

Þessa stundina hafa komið fram um 200 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,1 kom fram klukkan 22:45, þetta er sjálfvirk mæling og því mun stærð þessa jarðskjálftar breytast við yfirferð.

Græn stjarna og fullt af rauðum punktum í Fagradalsfjalli.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Ég mun reyna að uppfæra um stöðu mála eftir bestu getu hérna.

Tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Þessi grein er stutt vegna annara atburða sem eru núna að gerast á Íslandi.

Tveir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu klukkan 19:59 og 20:02 þann 4. Júlí 2023. Stærðir þessara jarðskjálfta voru Mw3,3 og Mw3,9.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í Bárðarbungu í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta eru hefðbundir þenslu jarðskjálftar í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Í dag (4. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir hingað til hafa eingöngu náð stærðinni Mw1,6 en það hefur enginn jarðskjálfti ennþá farið yfir stærðina Mw2,0. Þetta gæti breyst án viðvörunnar.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, auk blárra og gulra punkta vestar við Fagradalsfjall. Það er talsvert um litla jarðskjálfta á Reykjanesskaga á þessu korti.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðast koma litlar jarðskjálftahrinu í Fagradalsfjalli áður en að eldgos hefst þar. Núverandi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að um kvikuinnskot sé að ræða. Hvort að þetta kvikuinnskot mun koma af stað eldgosi núna er ekki hægt að segja til um.

Reykjanesskagi er hugsanlega ein stór eldstöð

Það kom fram í fréttum í dag (3. Júlí 2023) að GPS mælingar eru farnar að benda til þess að hugsanlega sé allur Reykjanesskagi eins stór eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið fram til dagsins í dag. Það kom fram í viðtali á Bylgjunni (tengill hérna fyrir neðan) að hugsanlega er Reykjanesskagi ein eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið í dag. Þetta er byggt á GPS gögnum sem hefur verið safnað síðustu ár og núna í þeirri þenslu sem hófst í Apríl, þá sést að þenslan nær yfir allan Reykjanesskaga sem ætti ekki að gerast ef þetta væru stök eldfjöll.

Staðan á þenslunni núna er að frá Apríl, þá er þenslan búinn að ná 2,5sm (25mm) og mesta þenslan er í kringum Fagradalsfjall. Það þýðir að líklega verður næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða í nágrenni Fagradalsfjalls. Þessi þensla mun einnig valda stórum jarðskjálftum eftir því sem hún eykst á næstu vikum og mánuðum, auk þessara hefðbundnu litlu jarðskjálfta sem hafa verið í gangi síðan í Apríl.

Ég veit ekki hvenær skilgreinunni á Reykjanesi verður breytt. Þar sem þetta krefst mikilla rannsókna og yfirferðar af hálfu jarðvísindamanna á Íslandi. Þetta þýðir einnig að það þarf að gefa út mikið af vísindagreinum sem þurfa að fara í ritrýni.

Frétt Vísir.is

Fólk á suð­vestur­horninu má búa sig undir reglu­lega jarð­skjálfta (Vísir.is)

Jarðskjálfti í Kötlu

Í gær, þann 2. Júlí 2023 klukkan 22:57 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina Mw3,1. Þetta var einn af mjög fáum jarðskjálftum sem áttu sér stað í Kötlu í gær, en það hafa ekki orðið fleiri jarðskjálftar síðan þessi atburður átti sér stað.

Græn stjarna, ásamt bláum punktum, gulum punktum og appelsínugulum punktum í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan síðasta jarðskjálftahrina varð í Kötlu. Þá hefur verið tiltölulega rólegt á því svæði síðustu daga.

Nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu

Hérna eru nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,4 en það voru samtals átta jarðskjálftar sem voru með stærðina yfir Mw3,0. Samkvæmt vef Veðurstofunnar þá hafa komið fram um 58 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, þó svo að ekki sé nein virkni þessa stundina í Kötlu.

Þessi jarðskjálftahrina fannst í Þórsmörk og var að valda svefnleysi þar.

Grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Ásamt gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Tími á korti er 30. Júní, 23, klukkan er 11:15.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum á mbl.is, þá er farin að koma fram aukin leiðni í Múlakvísl. Þessi aukning í leiðni virðist vera beintengt við jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað í Kötlu núna í nótt. Það er einnig hugsanlega meira vatn í Múlakvísl. Það er óljóst hvort að það er tengt, þar sem það hefur verið talsverð rigning síðustu daga sem hefur aukið vatnsmagn í ám. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa en það gæti breytst án viðvörunnar.

Fréttir af þessu

Rafleiðni fer stígandi í Múlakvísl eftir skjálfta (mbl.is)
Önnur skjálftahrina í Mýrdalsjökli (ruv.is)

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í nótt, 30. Júní 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,5 af þeim jarðskjálftum sem er búið að fara yfir.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk rauðra punkta sem eru í öskjunni og sýna minni jarðskjálfta.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Eldgos er ekki hafið þessa stundina og óljóst hvort að svo verður. Ef að eldgos hefst, þá mun jarðskjálftavirknin í Kötlu halda áfram að aukast næstu klukkutímana. Þetta er þannig ástand að best er bara að fylgjast með þróun mála.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja (Kleifarvatn)

Í dag (28. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja í Kleifarvatni. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:21 og fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Auk þess sjást rauðir punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við Krýsuvík-Trölladyngju. Tími á korti er 28. Júní, 23, 13:10.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög óljóst hvað er að gerast þarna núna. Líklegast útskýringin fyrir þessari jarðskjálftavirkni er þensla í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja. Á þessari stundu þá tel ég það sé ólíklegt að það verði eldgos í Krýsuvík-Trölladyngju. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.