Jarðskjálftavirkni á svæði fjallsins Þorbjörn

Í dag (27-Janúar-2020) klukkan 18:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftavirkni er í eldstöðinni sem er innan eldstöðvarkerfisins Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á svæðinu norðan við Grindavík og norðan við fjallið Þorbjörn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði næstu klukkutímana og jafnvel næstu mánuði. Núverandi þensla er um 4mm á dag samkvæmt síðustu fréttum og mælingum með GPS.

Saga eldstöðvarinnar Reykjanes (Þorbjörn) og upplýsingar

Sú þensla sem á sér núna stað við Þorbjörn á Reykjanesskaga við móbergfjallið Þorbjörn er í eldstöðvar kerfi sem heitir Reykjanes samkvæmt Global Volcanism Program. Síðasta eldgos er skráð á þetta kerfi árið 1831 við eldeyjarboða en vegna fjarlægðar og staðsetningar á því eldgosi er mjög líklega að þarna sé um að ræða aðra eldstöð sem er ótengd þeirri eldstöð sem um er að ræða núna. Hluti af eldstöðinni er undir sjó og er kort af þessu svæði hægt að finna hérna og hérna (mynd). Síðasta eldgos í þessu eldstöðvarkerfi var hugsanlega árið 1583. Það er hinsvegar möguleiki á því að eldgosið 1583 tilheyri öðru eldstöðvarkerfi sem er algerlega undir sjó. Síðasta staðfesta eldgos í Reykjanes eldstöðvarkerfinu var árið 1240 (780 ár síðan). Frekari upplýsingar um þetta eldstöðvarkerfi er að finna hérna.

Sú eldstöð sem er núna virk hefur ekki neitt sérstakt nafn og því mun ég kalla eldstöðina Þorbjörn til einföldunar. Þessi eldstöð er frekar stór og er Þorbjörn er innan sprungusveims eldstöðvar sem heitir Reykjanes og eldgos þarna eru í formi eldgíga (fissure vents). Eldstöðin Reykjanes er að mestu leiti undir sjó og er hugsanlega aðal-eldstöðin í þessu eldstöðvarkerfi og það getur gerst að það gjósi í báðum eldstöðvarkerfum á sama tíma. Ég veit ekki hvort að það muni gerast núna. Ef það verður eldgos í eldstöðinni Reykjanes þá mun verða takmarkað öskugos þar sem eldgos yrði. Eldstöðin sem heitir Reykjanes er minna hættuleg þar sem sú eldstöð er að mestu leiti undir sjó og lengra frá byggð. Þorbjörn er nærri byggð og nærri nauðsynlegum innviðum á Reykjanesskaga.

Ég hef skrifað um þær jarðskjálftahrinur sem þarna hafa átt sér stað undanfarið hérna (28-Júlí-2017), hérna (15-Desember-2019), hérna (17-Desember-2019), hérna (20-Desember-2019), hérna (22-Janúar-2020). Þetta er flest öll sú virkni sem hefur verið á þessu svæði síðan Júlí 2017 til Janúar 2020. Það er ekki víst að ég sé með allar þær jarðskjálftahrinur sem þarna hafa orðið inná þessum lista.


Virknin í dag á þessu svæði klukkan 17:35. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun fylgjast með stöðu mála á þessu svæði og setja inn uppfærslur eins vel og ég get. Þar sem ég er að flytja aftur til Íslands frá Danmörku um miðjan febrúar þá verður smá seinkun á uppfærslum hjá mér þá daga sem ég er að flytja til Íslands.

Óvissustig vegna kvikusöfnunar undir Þorbirni á Reykjanesskaga

Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi í eldstöðinni Þorbirni frá og með deginum í dag (26-Janúar-2020) þar sem þensla hefur mælst undir fjallinu Þorbirni á Reykjanesskaga. Þessi þensla hófst þann 21-Janúar og er núna kominn í 2sm og er þenslan um 3mm til 4mm á dag þegar þetta er skrifað.


Virka svæðið á Reykjanesskaga (rauða). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun uppfæra og fylgjast með stöðu mála eins og ég get. Þessa dagana er ég hinsvegar að flytja aftur til Íslands frá Danmörku og því verða nokkrir dagar í Febrúar þar sem ég mun lítið geta sinnt þessu. Ég reikna ekki með að neitt muni gerast fyrr en eftir að ég er fluttur aftur til Íslands. það er það sem ég vona að minnsta kosti. Ég mun koma jarðskjálftamælanetinu mínu aftur í gang í upphafi Mars þegar ég get lagað hugbúnaðargalla í GPS klukkum sem ég er að nota við jarðskjálftamælana mína.

Hægt er að fá frekari upplýsingar um stöðu mála á vef Veðurstofunnar.

Möguleg kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (25-Janúar-2020) klukkan 14:25 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Bárðarbungu. Það kom bara einn jarðskjálfti fram en það útilokar ekki að annar jarðskjálfti verði í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar ekki gerst þar sem seinni jarðskjálftinn kemur ekki alltaf.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út á mjög miklum hraða. Hvenær næsta eldgos verður er ekki hægt að segja til um. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er 3 til 8 ár.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu (1-Desember-2019)

Þann 1-Desember-2019 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Það urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Það komu einnig fram talsverður fjöldi af litlum jarðskjálftum fram í þessari jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í dag fyrir Bárðarbungu og hefur átt sér stað síðan eldgosinu lauk í Holuhrauni í Febrúar 2015. Það er alltaf von á meiri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu án nokkurar viðvörunar. Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu í nálægri framtíð.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (24-Nóvember-2019) varð regluleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu og voru þeir með stærðina Mw4,0 klukkan 04:22 og seinni jarðskjálftinn varð klukkan 04:28 og var með stærðina Mw3,5. Þessi jarðskjálftavirkni verður í Bárðarbungu vegna þess að Bárðarbunga er að þenjast út. Þessi jarðskjálftavirkni er því mjög hefðbundin núna og þetta mun verða svona næstu 10 til 30 árin. Þá munu einnig einstaka jarðskjálftar með stærðina Mw5,0 eða stærri eiga sér stað á þessu tímabili.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni mun ekki valda eldgosi í Bárðarbungu þar sem þetta er of lítil jarðskjálftavirkni svo að það geti gerst. Það sem þessi jarðskjálftavirkni sýnir er að það verður eldgos í Bárðarbungu á næstu árum en hvenær slíkt eldgos verður er ekki hægt að spá fyrir um.

Auglýsingar

Amazon Bretlandi

Grein fjögur um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Í gær (13-Nóvember-2019) hefur jarðskjálftahrinan í Öskju verið aðeins rólegri. Stærsti jarðskjálftinn síðstu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,1. Síðustu 48 klukkutímana hafa komið fram um 500 jarðskjálftar í Öskju. Það kom fram toppur í jarðskjálftavirkninni eftir jarðskjálftann með stærðina Mw3,1 en síðan dró aftur úr jarðskjálftavirkninni. Dýpi jarðskjálftahrinunnar hefur aðeins breyst og er núna dýpsti hluti jarðskjálftahrinunnar núna á 7 til 8 km dýpi en það er hugsanlega varasamt dýpi þar sem kvika er hugsanlega á 10 til 15 km dýpi á þessu svæði. Hvort að það er kvika sem getur gosið veit ég ekki en þarna gæti verið kvika sem er of köld til þess að gjósa ef þarna er kvika til að byrja með.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram vera brotahreyfing á misgengi sem er þarna og ekki er að sjá neina kvikuhreyfingu ennþá í þessari jarðskjálftavirkni. Frá og með deginum í dag (14-Nóvember-2019) þá hefur þessi jarðskjálftahrina verð í gangi í heila viku. Það er spurning hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið eða hvort að hérna sé aðeins um að ræða rólegan tíma í þessari jarðskjálftahrinu. Það er þekkt í eldgosasögu Öskju að það verða stórar jarðskjálftahrinur í Öskju áður en til eldgoss kemur og slíkt jarðskjálftavirkni nær einnig til nærliggjandi sprungusveima og að jarðskjálftavirknin vex með tímanum. Hægt er að lesa um slíkt í rannsóknum á síðustu eldgosum, rannsókn á eldgosinu 1961, rannsókn á eldgosinu 1875, rannsókn á djúpri jarðskjálftavirkni í Öskju.

Grein þrjú um jarðskjálftahrinuna í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í jarðskjálftahrinunni í Öskju þar sem breyting hefur átt sér stað.

Jarðskjálftavirknin í Öskju hefur breytt um fasa. Þetta virðist vera rekhrina sem eru að eiga sér stað í Öskju. Svona rekhrinur valda sprungugosum og stundum stuttum eldgosum með öskufalli sem vara í mjög stuttan tíma. Það gæti ekki gerst núna og þegar þessi grein er skrifuð er ekkert sem bendir til þess að kvika sé á ferðinni samkvæmt þeim SIL stöðvum sem eru næst jarðskjálftahrinunni. Þetta gæti breyst án nokkurar viðvörunar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju eins og hún var klukkan 23:25 þann 12-Nóvember-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er orðin mjög þétt í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að spá fyrir um hvað gerist næst í Öskju. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist næst.

Grein tvö um stöðuna jarðskjálftahrinunni í Öskju

Jarðskjálftavirknin í Öskju heldur áfram og það eru engin merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara að hætta. Frá miðnætti hafa um 200 jarðskjálftar mælst í Öskju þegar þessi grein er skrifuð. Veðurstofan hélt eða heldur fund um stöðina í Öskju samkvæmt fréttum í dag (12-Nóvember-2019).


Jarðskjálftahrinan í Öskju klukkan 14:15 í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist koma í bylgjum með hléum á milli. Það þýðir að jarðskjálftavirknin eykst og minnkar síðan á milli í nokkra klukkutíma. Það er hugsanleg vísbending um að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kviku þarna á miklu dýpi. Það er ekkert sem bendir til þess að kvika hafi náð upp í efri lög jarðskorpunnar þegar þessi grein er skrifuð. Það hafa ekki orðið neinir djúpir jarðskjálftar í Öskju ennþá og það er ekki víst að það verði neinir djúpir jarðskjálftar. Hvað mun nákvæmlega gerast í Öskju er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Það eru tveir möguleikar á því hvað gæti gerst næst í Öskju

  1. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að eldgos verður í Öskju. Eldgos í Öskju yrði eldgos með kviku og lítilli eða engri öskuframleiðslu.
  2. Jarðskjálftavirknin heldur áfram þangað til að jarðskjálftavirknin hættir og ekkert eldgos verður.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í Öskju þar sem hvað er nákvæmlega að gerast er óljóst þegar þessi grein er skrifuð.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með millifærslu eða með því að nota PayPal til þess að leggja inn á mig.  Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna eða með því að smella á Styrkir síðuna í borðanum hérna fyrir ofan.

Staðan í jarðskjálftahrinunni í Öskju

Síðan ég skrifaði greinina í gær (09-Nóvember-2019) um jarðskjálftahrinuna í Öskju þá hefur orðið aukning í jarðskjálftum á þessu svæði. Það kom fram einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 og einn jarðskjálfti með stærðina Mw3,2. Það svæði sem er að skjálfa hefur aðeins stækkað norður og suður. Þessi jarðskjálftahrina virðist aðeins vera flekahreyfing og bundin við það. Það er ekki að sjá á neinum SIL stöðvum í nágrenninu að kvika sé á ferðinni í efri hluta jarðskorpunnar. Það er ekki hægt að segja til um hvað er að gerast í neðri hluta jarðskorpunnar.


Jarðskjálftahrinan í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrina muni aukast áður en það fer að verða rólegra um á þessu svæði aftur en hvað gerist veltur á því hversu mikil spenna hefur byggist upp í jarðskorpunni á þessu svæði. Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið yfir 300 jarðskjálftar í Öskju.