Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (12-Júlí-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálfti hafi fundist af ferðamönnum á svæðinu en það hefur ekki verið tilkynnt samkvæmt fjölmiðlum.


Jarðskjálftavirkni í Torfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði í Torfajökli hefur verið jarðskjálftavirkni síðan þann 27-Janúar-2019 þegar jarðskjálfti með stærðina 3,7 átti sér stað á þessu svæði. Þá komu fram fleiri eftirskjálftar en í dag. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð en ég veit ekki ennþá hvort að þessi jarðskjálftavirkni þýði eitthvað á þessari stundu.

Þrír sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (24-Júní-2019) urðu þrír sterkir jarðskjálftar klukkan 13:09, klukkan 13:18 og klukkan 13:55 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 er með stærðina mb4,5 á EMSC (upplýsingar hérna). Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er einnig með stærðina 4,5 á vefsíðu EMSC (upplýsingar hérna). Veðurstofan er með stærðina á jarðskjálftanum klukkan 13:09 sem Mw3,3 og jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er með stærðina Mw4,1. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:18 er með stærðina Mw3,4. Minni jarðskjálftar hafa komið í kjölfarið á stóru jarðskjálftunum.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu gerist vegna þess að eldstöðin er ennþá að þenjast út. Þar sem Bárðarbunga er ennþá á því að stigi að þenjast út þá olli þessi jarðskjálftahrina ekki neinum kvikuhreyfingum eða kom af stað eldgosavirkni. Tveir af jarðskjálftunum voru á hefðbundum stöðum en þriðji jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 varð í norð-vestanverðri eldstöðinni sem er óvenjuleg staðsetning miðað við fyrri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Síðasti stóri jarðskjálfti í Bárðarbungu átti sér stað þann 19-Júní-2019 og er því mjög stutt á milli stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu núna. Það virðist ekki vera óvenjuleg virkni.

Djúpir jarðskjálftar suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (19-Júní-2019) og í dag (20-Júní-2019) varð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Þetta svæði í Bárðarbungu hefur verið virkt síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015 og mögulega fyrr en það. Síðasta eldgos á þessu svæði varð í Febrúar 1726 (+- 30 dagar) til Maí 1726 (+- 30 dagar). Hugsanlega hafa orðið fleiri eldgos á þessu svæði án þess að þeirra yrði vart af fólki í fortíðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpið í þessari jarðskjálftahrinu er mjög mikið og mældist dýpsti jarðskjálftinn með 30,4 km dýpi. Það er ekki hægt að útiloka að það dýpi komi til vegna lélegrar mælinga eða lélegrar staðsetningar á jarðskjálftanum. Samkvæmt mælingum þá er jarðskorpan á þessu svæði allt að 45 km þykk. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi. Ef að eldgos verður þá getur það hafist án mikillar viðvörunar og án mikillar jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu

Eftir langt tímabil án mikillar virkni þá varð í kvöld (18-Júní-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu og varð á hinum hefðbundna stað í miðju öskju Bárðarbungu. Rétt áður en þessi jarðskjálfti varð komu fram litlir jarðskjálftar nokkrum klukkutímum áður eins og gerist oftast.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Græna stjarnan sýnir virknina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður á þessu svæði. Venjan er að það komi fram jarðskjálfti sem er stærri en 3,0 og síðan verður allt rólegt næstu vikur til mánuði í Bárðarbungu. Mig grunar að svo verði raunin í þetta skiptið.

Virkni í Torfajökli

Stundum kemur náttúran með eitthvað óvænt. Þetta gildir núna um Torfajökul. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni hafi hafist í Torfajökli þann 27-Janúar-2019 án nokkurar viðvörunar. Greinin um þá jarðskjálftahrinu er hægt að lesa hérna.


Jarðskjálftavirknin í Torfajökli þann 29-Apríl-2019. Línan sem jarðskjálftarnir mynda er orðin ljós. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 3-Maí-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin þann 4-Júní-2019. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eftir eldgosið í Bárðarbungu árið 2014 þá kom ég mér upp nýju kerfi (sem enginn annar notar eða notar eitthvað svipað svo að ég viti til) til þess að finna út hvort að eldgos sé að fara að eiga sér stað eða ekki. Þar sem allar eldstöðvar eru öðruvísi þá er alltaf möguleiki á því að ég greini upplýsingar rangt og fái út ranga niðurstöðu. Ég tel hinsvegar miðað við síðustu gögn að eitthvað sé í gangi í Torfajökli. Hvort að þetta muni valda eldgosi er ekki hægt að segja til um á þessari stundu. Ef þetta er á leiðinni að valda eldgosi þá er ekki víst að það verði mikil viðvörun en jarðskjálfti með stærðina 3,0 til 4,5. Síðasta eldgos í Torfajökli var árið 1477 (norður af öskjunni) og vegna þess hversu langt það gaus síðast þá er eldgosa hegðun Torfajökuls ekki þekkt. Síðast gaus vestur af öskjunni árið 1170 eða í kringum það ár.

Aukin jarðskjálftavirkni í Öskju

Eftir meira en mánuð af lítilli jarðskjálftavirkni á Íslandi þá er loksins eitthvað til þess skrifa um. Það er ennþá rólegt á Íslandi og flestir jarðskjálftar sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,8.

Þessi grein er eingöngu mín skoðun og er ekki endilega sama skoðun og sérfræðingar á sviði jarðfræði hafa á núverandi stöðu mála.

Eldstöðin Askja er farin að sýna aukin merki þess að eldgos verði líklega í næstu framtíð. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um en miðað við söguna þá er hugsanlegur tímarammi frá 18 mánuðum og til 48 mánuðum mögulegur. Það er einnig möguleiki á að þetta muni taka mun lengri tíma. Núverandi atburðarrás hófst í Öskju árið 2011 þannig að þessi atburðarrás hefur verið talsvert langan tíma í gangi nú þegar.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á undanförnum mánuðum hefur Askja verið að sýna aukna jarðskjálftavirkni. Þetta eru að mestu leiti litlir jarðskjálftar með stærðina 0,0 til 3,0 og koma fram í litlum jarðskjálftahrinum á handahófskenndum stöðum í eldstöðinni. Það koma einnig fram tímabil með lítilli jarðskjálftavirkni og það er eðlilegt.

Eldgos í Öskju er ekki hættulegt flugi til og frá Íslandi eða heldur millilandaflugi í Evrópu. Ef að eldgos verður þá yrði það líklega kvikueldgos á svipaðan hátt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Það eldgos hugsanlega jók einnig hraðann á þessu ferli innan Öskju þegar kvikuinnskotið frá Bárðarbungu olli næstum því eldgosi í Öskju og var aðeins tvo til þrjá daga frá því að valda eldgosi í Öskju en stoppaði rétt áður en það gerðist. Það getur hinsvegar hafa komið af stað ferli sem veldur auknum óstöðugleika í Öskju til lengri tíma og er núna farið að sýna sig með aukinni jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu

Afsakið grein sem kemur seint. Ég hef verið í öðrum verkefnum sem snúa að því að taka myndir og setja inn á Instagram aðganginn hjá mér sem er hægt að skoða hérna.

Tvær jarðskjálftahrinur hafa komið fram sem ég er að hafa augun með. Þessi jarðskjálftavirkni er í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Síðasta eldgos sem varð í Þórðarhyrnu var árið 1902 og á sama tíma gaus í Grímsvötnum. Síðustu mánuði hefur verið aukning í jarðskjálftum í Þórðarhyrnu og einnig í Grímsvötnum á sama tíma. Þetta er ekki alveg samstíga aukning en fer mjög nærri því þegar þessi grein er skrifuð. Síðast gaus Þórðarhyrna ein og sér árið 1887 (15 Ágúst) til 1889 (?).


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum og Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður meiriháttar vandamál ef að eldgos verður í Þórðarhyrnu þar sem eldstöðin er öll undir jökli og það mundi valda miklum jökulflóðum. Jökulinn á þessu svæði er 200 metra þykkur og líklega þykkari en það á svæðum. Í Grímsvötnum er hættan sú að það fari að gjósa utan öskjunnar sem mundi valda jökulflóðum og öðrum alvarlegum vandamálum.

Styrkir

Ég minni fólk að styrkja mínu vinnu með styrkjum. Það hjálpar mér að vera með þessa vefsíðu og skrifa greinar hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (ekki mikill fjöldi jarðskjálfta)

Í morgun (4-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 (klukkan 05:52), annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 (klukkan 05:46), þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 (klukkan 06:03). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram samtals átta jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftahrina er örlítið óvenjuleg þar sem eingöngu eru tvær vikur síðan jarðskjálfti með stærðina 4,2 átti sér stað í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar tengjast þenslu í Bárðarbungu og hafa verið í gangi síðan árið 2015 eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar 2015. Þetta ferli mun halda áfram þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Minnsti tími milli eldgosa er 1 ár en þetta getur farið upp í 104 ár. Ég byggi þessa skoðun mína á gögnum frá Global Volcanism Program og þar er hægt að sjá gögnin um eldgos í Bárðarbungu.

Jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu

Í gær (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á svipuðum stað og aðrir jarðskjálftar af þessari stærð sem hafa orðið á undanförnum vikum. Þarna verða flestir jarðskjálftar af þessari stærð í Bárðarbungu. Það varð forskjálfti í þetta skiptið með stærðina 2,7.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég get því miður ekki útvegað mynd af jarðskjálftanum þar sem aðal jarðskjálftatölvan hjá mér er biluð og ég hef ekki efni á nýrri tölvu fyrr en í sumar (+Windows 10 Pro leyfi). Ég hef einnig ekki efni á því fyrr en í sumar að skipta yfir í Raspberry Shake jarðskjálftamæli.

EMSC/USGS sýna þennan jarðskjálfta með stærðina 4,5. EMSC/USGS eru að nota aðra reikniaðferð en Veðurstofa Íslands.

Uppfærsla

Ég gat náð í jarðskjálftaupplýsinganar frá jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Þessi myndir er undir Creative Commons Leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Grein uppfærð þann 25-Febrúar-2019. Mynd bætt við.

Lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Í dag (20-Febrúar-2019) varð lítil jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,2 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals komu fram fimm jarðskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjöki (norð-austan við Bárðarbungu). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst afhverju jarðskjálftavirkni á sér núna stað í Tungnafellsjökli. Það er möguleiki á því að hérna sé um að ræða kvikuinnskot í eldstöðina en einnig er mögulegt að um sé að ræða spennubreytingar í jarðskorpunni vegna eldgossins í Bárðarbungu árið 2014 og 2015. Ég reikna ekki með því að það verði frekari virkni í Tungnafellsjökli en jarðskjálftavirkni. Síðasta eldgos í Tungnafellsjökli var fyrir 10.000 til 12.000 árum en þau eldgos eru óviss.