Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu

Í dag (3-Október-2019) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Febrúar 2015. Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur komið fram eftir þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu

Í dag (8-September-2019) klukkan 02:00 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Milli klukkan 02:00 til 02:03 urðu fimm jarðskjálftar í Bárðarbungu og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,2 en annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni eins og þessi er mjög algeng í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni (2014 til 2015). Þessi jarðskjálftavirkni verður einu sinni í mánuði oftast.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Lítil jarðskjálftahrina varð í Bárðarbungu í dag (21-Ágúst-2019). Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu. Síðustu mánuði hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verður vegna þess að innstreymi kviku er að þenja út eldstöðina.

Aukin jarðskjálftavirkni í Hamrinum (Bárðarbunga)

Síðustu daga hefur verið aukning í jarðskjálftum í Hamrinum (hluti af Bárðarbungu kerfinu). Hjá Global Volcanism Program er þetta skráð sem Loki-Fögrufjöll. Stærsti jarðskjálftinn þann 12-Ágúst-2019 var með stærðina 2,8 og 2,5 en aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Hamrinum (rauðu/bláu punktanir nærri jaðri jökulsins vestan við Grímsvötn). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast þegar svona jarðskjálftavirknin hófst í Hamrinum þá varð lítið eldgos þar nokkrum mánuðum seinna. Það eldgos varð þann 12 Júlí 2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna og hérna (jökulhlaupið sem kom í kjölfarið á eldgosinu, 13 Júlí 2011). Þau urðu síðan frekari minni eldgos í Ágúst og Nóvember 2011 í Hamrinum sem vörðu að hámark í 4 klukkutíma. Síðan þá hefur eldstöðin róast niður og sérstaklega eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 og 2015.

Það er óljóst hvað er að gerast núna í Hamrinum en á þessaris stundu er ekkert eldgos að eiga sér stað og eldgos í Hamrinum mun koma mjög skýrt fram á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það virðist sem að eldgos í Hamrinum geti hafist án nokkurar jarðskjálftavirkni, ég veit ekki afhverju það er. Síðasta stórgos í Hamrinum varð árið 1910 frá 18 Júní til Október.

Þrír sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í gær (24-Júní-2019) urðu þrír sterkir jarðskjálftar klukkan 13:09, klukkan 13:18 og klukkan 13:55 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 er með stærðina mb4,5 á EMSC (upplýsingar hérna). Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er einnig með stærðina 4,5 á vefsíðu EMSC (upplýsingar hérna). Veðurstofan er með stærðina á jarðskjálftanum klukkan 13:09 sem Mw3,3 og jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:55 er með stærðina Mw4,1. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:18 er með stærðina Mw3,4. Minni jarðskjálftar hafa komið í kjölfarið á stóru jarðskjálftunum.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu gerist vegna þess að eldstöðin er ennþá að þenjast út. Þar sem Bárðarbunga er ennþá á því að stigi að þenjast út þá olli þessi jarðskjálftahrina ekki neinum kvikuhreyfingum eða kom af stað eldgosavirkni. Tveir af jarðskjálftunum voru á hefðbundum stöðum en þriðji jarðskjálftinn sem varð klukkan 13:09 varð í norð-vestanverðri eldstöðinni sem er óvenjuleg staðsetning miðað við fyrri jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Síðasti stóri jarðskjálfti í Bárðarbungu átti sér stað þann 19-Júní-2019 og er því mjög stutt á milli stórra jarðskjálfta í Bárðarbungu núna. Það virðist ekki vera óvenjuleg virkni.

Djúpir jarðskjálftar suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (19-Júní-2019) og í dag (20-Júní-2019) varð jarðskjálftahrina suð-austur af Bárðarbungu. Þetta svæði í Bárðarbungu hefur verið virkt síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015 og mögulega fyrr en það. Síðasta eldgos á þessu svæði varð í Febrúar 1726 (+- 30 dagar) til Maí 1726 (+- 30 dagar). Hugsanlega hafa orðið fleiri eldgos á þessu svæði án þess að þeirra yrði vart af fólki í fortíðinni.


Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpið í þessari jarðskjálftahrinu er mjög mikið og mældist dýpsti jarðskjálftinn með 30,4 km dýpi. Það er ekki hægt að útiloka að það dýpi komi til vegna lélegrar mælinga eða lélegrar staðsetningar á jarðskjálftanum. Samkvæmt mælingum þá er jarðskorpan á þessu svæði allt að 45 km þykk. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi. Ef að eldgos verður þá getur það hafist án mikillar viðvörunar og án mikillar jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu

Eftir langt tímabil án mikillar virkni þá varð í kvöld (18-Júní-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu og varð á hinum hefðbundna stað í miðju öskju Bárðarbungu. Rétt áður en þessi jarðskjálfti varð komu fram litlir jarðskjálftar nokkrum klukkutímum áður eins og gerist oftast.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Græna stjarnan sýnir virknina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að frekari jarðskjálftavirkni verður á þessu svæði. Venjan er að það komi fram jarðskjálfti sem er stærri en 3,0 og síðan verður allt rólegt næstu vikur til mánuði í Bárðarbungu. Mig grunar að svo verði raunin í þetta skiptið.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (ekki mikill fjöldi jarðskjálfta)

Í morgun (4-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 (klukkan 05:52), annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,8 (klukkan 05:46), þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 (klukkan 06:03). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram samtals átta jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftahrina er örlítið óvenjuleg þar sem eingöngu eru tvær vikur síðan jarðskjálfti með stærðina 4,2 átti sér stað í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar tengjast þenslu í Bárðarbungu og hafa verið í gangi síðan árið 2015 eftir að eldgosinu í Holuhrauni lauk í Febrúar 2015. Þetta ferli mun halda áfram þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Minnsti tími milli eldgosa er 1 ár en þetta getur farið upp í 104 ár. Ég byggi þessa skoðun mína á gögnum frá Global Volcanism Program og þar er hægt að sjá gögnin um eldgos í Bárðarbungu.

Jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu

Í gær (23-Febrúar-2019) varð jarðskjálfti með stærðina (Mw) 4,2 í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn varð í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu á svipuðum stað og aðrir jarðskjálftar af þessari stærð sem hafa orðið á undanförnum vikum. Þarna verða flestir jarðskjálftar af þessari stærð í Bárðarbungu. Það varð forskjálfti í þetta skiptið með stærðina 2,7.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég get því miður ekki útvegað mynd af jarðskjálftanum þar sem aðal jarðskjálftatölvan hjá mér er biluð og ég hef ekki efni á nýrri tölvu fyrr en í sumar (+Windows 10 Pro leyfi). Ég hef einnig ekki efni á því fyrr en í sumar að skipta yfir í Raspberry Shake jarðskjálftamæli.

EMSC/USGS sýna þennan jarðskjálfta með stærðina 4,5. EMSC/USGS eru að nota aðra reikniaðferð en Veðurstofa Íslands.

Uppfærsla

Ég gat náð í jarðskjálftaupplýsinganar frá jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Þessi myndir er undir Creative Commons Leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Grein uppfærð þann 25-Febrúar-2019. Mynd bætt við.

Jarðskjálfti með stærðina 4,8 í Bárðarbungu

Síðastliðina nótt (28-Desember-2018) var kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 01:16 og var með stærðina 4,8. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,5 og varð klukkan 01:20. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,7 og varð klukkan 01:38. Síðasti jarðskjálftinn í þessari hrinu varð klukkan 01:46 og var með stærðina 2,8.


Jarðskjálfti í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eins og eldstöðin hefur verið að gerast síðan í Apríl eða Maí 2015. Það virðist sem að fjöldi jarðskjálfta sem eru stærri en 4,5 sé að fjölga (það tekur nokkra mánuði í viðbót að sjá það örugglega). Þetta er annar eða þriðji jarðskjálftinn sem er stærri en 4,5 sem verður í Bárðarbungu árið 2018. Það mundi ekki koma mér á óvart ef að það færu að koma fram jarðskjálftar með stærðina 5,5 í Bárðarbungu á næstu mánuðum eða árum. Það eru engin merki um það að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu.