Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög fljótt og án viðvörunar.
Eldgosið sem átti sér stað í dag (24-Ágúst-2014) í Bárðarbungu var mjög lítið. Þetta eldgos var svo lítið að það breytti ekki einu sinni yfirborði Vatnajökuls, en jökulinn þarna er í kringum 400 metra þykkur. Svona lítil eldgos eru ekki algeng á Íslandi samkvæmt sögunni. Þó svo að þau eigi sér einstaka sinnum stað.
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög mikil í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 4,5 samkvæmt upplýsingum frá EMSC. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni og hafa nokkrir atburðir komið fram í dag sem voru stærri en 3,0.
Óróinn í Bárðarbungu hefur verið mjög mikill í dag. Óróinn sem kom fram vegna litla eldgossins í dag er öðruvísi sá órói sem rennsli kviku neðanjarðar sem kemur einnig fram á Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróinn sást einnig vel á Kreppuhraun SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Kvikuinnskotið í jarðskorpuna hefur valdið því að hún þenst út eins og þessi GPS gögn sýna. Hægt er að skoða fleiri GPS gögn hérna (á ensku). Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.
Núverandi GPS gögn sýna að færslan norður hefur hætt, í staðinn er þenslan vestur farin að aukast ennþá meira og er núna 2 til 3 sm á hverju degi. Kvikuinnskotið hefur einnig breytt um stefnu, það leitar núna meira í norður heldur en í norð-austur eins og áður var. Síðan virðist kvikuinnstreymi inn í þennan berggang (visindavefur.is) vera mjög stöðugt og vera að mestu leiti ennþá á 5 til 10 km dýpi. Það hefur ekki dregið úr þessu innstreymi kviku í dag.
Það virðist sem að þetta eldgos hafi verið svo lítið að ég er ekki viss um að það hafi varað í klukkutíma. Þar sem þetta hinsvegar á sér stað undir 400 metrum af jökli þá eru þetta aðalega ágiskanir hjá mér, þar sem ég hef eingöngu mæligögn til þess að nota til þess að sjá þetta eldgos. Ég er viss um að þetta er ekki síðasta litla eldgosið sem mun eiga sér stað þarna, og ég er alveg viss um að einhver af þessum smá eldgosum munu verða á svæði þar sem enginn jökull er til staðar.