Staðan á jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesi

Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 26-Júlí-2017 við Fagradalsfjall á Reykjanesi heldur áfram nærri Fagradalsfjalli og hafa yfir 600 jarðskjálftar mælst í jarðskjálftahrinunni það sem af er. Það virðist sem að sú kvika sem er tengd þessum umbrotum er ennþá talsverðu dýpi og það er ekkert sem bendir til þess að kvikan sé farin að leita upp á yfirborðið. Það dregur verulega úr líkum á eldgosi á þessu svæði í tengslum við þessa jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn kom klukkan 05:56 og var með stærðina 3,2. Árið 1968 varð þarna jarðskjálfti með stærðina 6,0 en það er ekki hægt að segja til um það hvort að það gerist núna. Það gerist oft í svona jarðskjálftahrinum að virkni dettur niður en eykst síðan aftur án mikils fyrirvara. Þarna er sigdalur og það gerir svæðið mjög flókið jarðfræðilega og hvernig jarðskjálftar haga sér verður einnig mun flóknara vegna þess. Á þessari stundu er að draga úr virkni á þessu svæði en það getur verið tímabundið þar sem ekki er ennþá ljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.

Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga (nærri Fagradalsfjalli)

Í dag (26-Júlí-2017) hefur verið kröftug jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga nærri Fagradalsfjalli og hafa stærstu jarðskjálftarnir fundist mjög vel á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 4,0 og 3,8. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst þessa stundina (þessi tala verður ekki gild mjög lengi).


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga eins og hún er núna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin er mjög þétt eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt Veðurstofunni í hádegisfréttum Rúv í dag þá er þetta blönduð virkni af jarðskorpuhreyfingum og kviku sem er að valda þessari jarðskjálftahrinu nærri Fagradalsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það á þessari stundu hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni leiða til eldgoss.

Uppfærsla klukkan 00:12 þann 27-Júlí-2017

Yfir 300 jarðskjálftar hafa átt sér stað á Reykjanesinu síðan jarðskjálftahrinan hófst þar í gærmorgun. Í kvöld var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 3,8 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,3.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Eins og sést hérna þá er ennþá mikil jarðskjálftavirkni í gangi á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þetta er skrifað er jarðskjálftavirkni ennþá í gangi og mjög mikil.

Þessi grein verður uppfærð eftir þörfum.

Grein uppfærð klukkan 00:12 þann 27-Júlí-2017.

Smáskjálftavirkni á Íslandi þann 28-September-2016

Hérna er stutt grein um þá smáskjálftavirkni sem hefur átt sér stað á Íslandi þann 28-September-2016. Sumar af þessum jarðskjálftahrinum hófstu fyrir einhverjum dögum síðan og hafa verið í gangi fram til 28-September-2016.

Kolbeinsey

Þetta er stærsta jarðskjálftahrinan í þessu yfirliti. Þann 28-September-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Kolbeinsey og þar urðu nokkrir jarðskjálftar sem voru með stærðina nokkuð yfir þrjá en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er erfitt að meta raunstærð og dýpi rétt. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Kolbeinsey varð árið 1755 og hefur ekkert eldgos verið skráð síðan. Það geta hinsvegar hafa orðið eldgos þarna án þess að nokkur yrði þeirra var enda er svæðið langt frá landi og mjög afskekkt.

Austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Austan við Grímsey hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi síðustu daga. Á svæði þar sem er hugsanlega eldstöð. Sú jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi síðustu daga virðist eiga uppruna sinni í flekahreyfingum á þessu svæði en ekki eldstöðvarvirkni, þar sem hreyfing Tjörnesbrotabeltisins á þessu svæði er 20mm á ári, rekhreyfingin á þessu sama svæði er aðeins 5mm á ári. Sjá mynd sem útskýrir þetta allt saman hérna (vedur.is).

160929_0025
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu og í Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Suðurland (Suðurlandsbrotabeltið, SISZ)

Undanfarna vikur hefur lítil jarðskjálftahrina átt sér stað austan við Þjórsárbrú. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir aðeins náð stærðinni 2,1. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og bendir ekki til þess að stór jarðskjálfti sé á leiðinni. Þetta gætu verið eftirskjálftar af stóru jarðskjálftunum árið 2000 og 2008.

160929_0045
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandi austan við Selfoss. Jarðskjálftahrinan er þar sem rauði bletturinn er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjanesskagi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 28-September-2016 nærri Fagradalsfjalli. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,1. Í þessari hrinu urðu 60 jarðskjálftar, þó svo þessi jarðskjálftahrina hafi ekki verið stór í stærð jarðskjálfta þá varð talsverður fjöldi af jarðskjálftum á þessu svæði.

160928_1425
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Örlítið hefur verið um staka jarðskjálfta undanfarið án þess að nokkur frekari virkni eigi sér stað í kjölfarið. Það er ekki alveg ljóst afhverju svona jarðskjálftar verða. Þrátt fyrir að alltaf sé eitthvað um staka jarðskjálfta í hverri viku.

Jarðskjálfti á Reykjanesskaga

Í gær (29-Ágúst-2016) varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga með stærðina 3,4. Þessi jarðskjálfti fannst vegna þess hversu nálægt byggð hann varð.

160830_0015
Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga, græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn önnur jarðskjálftavirkni hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Einn lítill jarðskjálfti varð áður en þessi jarðskjálfti átti sér stað en enginn jarðskjálftavirkni hefur orðið eftir það.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag (21-Júní-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan átti sér stað nærri fjalli sem kallast Keilir. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og fjöldi jarðskjálfta sem áttu sér stað var í kringum 20.

160621_1600
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað var stór, sá stærsti mældist með stærðina 2,2 og voru aðrir jarðskjálftar sem komu fram minni en það að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið (í bili).

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í gær (11-Febrúar-2016) klukkan 08:47 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Þetta hefur hingað til verið lítil jarðskjálftahrina og aðeins hafa mælst 51 jarðskjálfti (þegar þetta er skrifað), stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð.

160211_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga er mjög dæmigerð fyrir þetta svæði. Á þessari stundu virðist sem svo að jarðskjálftahrinunni sé lokið en hún getur tekið sig upp aftur án nokkurs fyrirvara eða viðvörunnar. Þessi jarðskjálftahrina er hinsvegar að mynda sigdal á þessu svæði hægt og rólega.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á Reykjanesi

Í kvöld klukkan 19:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti virðist ekki vera tengdur neinni eldfjallavirkni í Krýsuvík. Hérna virðist eingöngu um að ræða jarðskjálfta sem tengist hreyfingu á jarðskorpunni á þessu svæði. Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftum hafa komið fram minni eftirskjálftar, sá stærsti af þeim var með stærðina 1,6 en aðrir hafa verið minni. Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 fannst í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar.

160203_2215
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en virðist hvorki vera stór eða öflug. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það muni breytast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun jarðskjálftahrina.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í fyrradag (17-Nóvember-2015) og í gær (18-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Samtals urðu á milli 80 – 90 jarðskjálftar á þessu svæði. Enginn af þessum jarðskjálftum varð stærri en 2,1.

151118_2140
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í fyrradag og gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist vera á misgengi sem er á þessu svæði. Líklegt má því teljast að þarna verði áfram jarðskjálftar næstu daga og hugsanlega munu einhverjir þeirra ná stærðinni 3,0 eða stærri.

Jarðskjálftaviðvörun á Reykjanesi

Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag (19-Júní-2015). Það er ekki vitað hvenær jarðskjálftavirknin mun eða muni hefjast. Það er hugsanlegt að stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún hefst nái stærðinni 6,5. Um er að ræða svæði sem nær frá Kleifarvatni og austur að Ölfusi. Það er einnig möguleiki á því að spennan sem þarna er á svæðinu losni út án þess að það verði stór jarðskjálfti, það er mín skoðun að minnstar líkur séu á slíkri niðurstöðu.

Það er mín skoðun að einnig sé hætta á stórum jarðskjálftum á Reykjaneshrygg en þar er minni byggð nærri og því minni hætta á skemmdum í kjölfarið á jarðskjálfta þar.

Viðvörunin

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga (Veður.is)
Fréttatilkynning vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus (Veður.is)

Fréttir af tilkynningunni

Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu (Vísir.is)
Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu (Vísir.is)

Lítil jarðskjálftahrina í Helgafelli á Reykjanesskaga

Í gær (29-Janúar-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Helgafelli á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og fannst í Hafnarfirði, sem er næsti bær við upptökin.

150130_1250
Jarðskjálftahrinan í Helgafelli á Reykjanesskaga. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á frekari jarðskjálftavikni á þessu svæði á næstu dögum og vikum. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á Reykjanesskaga.