Jarðskjálfti á Reykjanesskaga

Í gær (29-Ágúst-2016) varð jarðskjálfti á Reykjanesskaga með stærðina 3,4. Þessi jarðskjálfti fannst vegna þess hversu nálægt byggð hann varð.

160830_0015
Jarðskjálftinn á Reykjanesskaga, græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn önnur jarðskjálftavirkni hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Einn lítill jarðskjálfti varð áður en þessi jarðskjálfti átti sér stað en enginn jarðskjálftavirkni hefur orðið eftir það.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag (21-Júní-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan átti sér stað nærri fjalli sem kallast Keilir. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og fjöldi jarðskjálfta sem áttu sér stað var í kringum 20.

160621_1600
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað var stór, sá stærsti mældist með stærðina 2,2 og voru aðrir jarðskjálftar sem komu fram minni en það að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið (í bili).

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í gær (11-Febrúar-2016) klukkan 08:47 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Þetta hefur hingað til verið lítil jarðskjálftahrina og aðeins hafa mælst 51 jarðskjálfti (þegar þetta er skrifað), stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 2,7. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð.

160211_2340
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga er mjög dæmigerð fyrir þetta svæði. Á þessari stundu virðist sem svo að jarðskjálftahrinunni sé lokið en hún getur tekið sig upp aftur án nokkurs fyrirvara eða viðvörunnar. Þessi jarðskjálftahrina er hinsvegar að mynda sigdal á þessu svæði hægt og rólega.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 á Reykjanesi

Í kvöld klukkan 19:50 varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Krýsuvík. Þessi jarðskjálfti virðist ekki vera tengdur neinni eldfjallavirkni í Krýsuvík. Hérna virðist eingöngu um að ræða jarðskjálfta sem tengist hreyfingu á jarðskorpunni á þessu svæði. Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftum hafa komið fram minni eftirskjálftar, sá stærsti af þeim var með stærðina 1,6 en aðrir hafa verið minni. Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 fannst í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar.

160203_2215
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi en virðist hvorki vera stór eða öflug. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það muni breytast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um hegðun jarðskjálftahrina.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga við Fagradalsfjall

Í fyrradag (17-Nóvember-2015) og í gær (18-Nóvember-2015) varð jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Samtals urðu á milli 80 – 90 jarðskjálftar á þessu svæði. Enginn af þessum jarðskjálftum varð stærri en 2,1.

151118_2140
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli í fyrradag og gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan virðist vera á misgengi sem er á þessu svæði. Líklegt má því teljast að þarna verði áfram jarðskjálftar næstu daga og hugsanlega munu einhverjir þeirra ná stærðinni 3,0 eða stærri.

Jarðskjálftaviðvörun á Reykjanesi

Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út viðvörun vegna hugsanlegar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í dag (19-Júní-2015). Það er ekki vitað hvenær jarðskjálftavirknin mun eða muni hefjast. Það er hugsanlegt að stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu þegar hún hefst nái stærðinni 6,5. Um er að ræða svæði sem nær frá Kleifarvatni og austur að Ölfusi. Það er einnig möguleiki á því að spennan sem þarna er á svæðinu losni út án þess að það verði stór jarðskjálfti, það er mín skoðun að minnstar líkur séu á slíkri niðurstöðu.

Það er mín skoðun að einnig sé hætta á stórum jarðskjálftum á Reykjaneshrygg en þar er minni byggð nærri og því minni hætta á skemmdum í kjölfarið á jarðskjálfta þar.

Viðvörunin

Skjálftavirkni á Reykjanesskaga (Veður.is)
Fréttatilkynning vegna jarðskjálftavirkni að undanförnu á svæðinu frá Krísuvík austur í Ölfus (Veður.is)

Fréttir af tilkynningunni

Hætta á stórum skjálfta á Reykjavíkursvæðinu (Vísir.is)
Vara við skjálfta til að draga úr slysahættu (Vísir.is)

Lítil jarðskjálftahrina í Helgafelli á Reykjanesskaga

Í gær (29-Janúar-2015) varð lítil jarðskjálftahrina í Helgafelli á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2 og fannst í Hafnarfirði, sem er næsti bær við upptökin.

150130_1250
Jarðskjálftahrinan í Helgafelli á Reykjanesskaga. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á frekari jarðskjálftavikni á þessu svæði á næstu dögum og vikum. Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á Reykjanesskaga.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í gær (30-Október-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina varð í Krýsuvík. Það mældust í kringum þrjátíu jarðskjálftar í þessari hrinu.

141031_2120
Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 3,1 og 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni. Þessi jarðskjálftavirkni var eingöngu í jarðskorpunni. Ég veit ekki hvort að frekari jarðskjálfta er að vænta á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík

Í gær (11-Ágúst-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Krísuvík. Stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 3,4 og var á dýpinu 4,4 km. Örfáir minni jarðskjálftar áttu sér stað eftir að stærsti jarðskjálftinn átti sér stað.

140811_2100
Jarðskjálftahrinan í Krísuvík. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Þar sem jarðskjálftahrinur sem eiga sér stað þarna eiga það til að byrja hægt og aukast síðan yfir nokkura daga til vikna tímabil. Hvort að það gerist núna er ekki hægt að segja til um, það er þó ákveðin hætta á að það muni gerast. Þar sem þetta er algengt munstur jarðskjálftahrina á þessu svæði á Reykjanesinu.

Jarðskjálftahrina nærri Grindavík

Styrkir: Þar sem að þetta er núna auglýsingalaus vefsíða. Þá verð ég að óska eftir styrkjum til þess halda þessari vefsíðu gangandi. Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna.

Í dag (7-Janúar-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 á Reykjanesinu ekki langt frá Grindavík. Þarna hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni undanfarnar tvær vikur á þessu sama svæði.

140107_1335
Jarðskjálftinn á Reykjanesinu nærri Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þó hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði næstu daga. Þó er líklegast að enginn þeirra muni fara yfir stærðina 3,0.