Jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli

Í kvöld (21-September-2018) klukkan 21:15 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Öræfajökli. Í kjölfarið kom hrina af litlum jarðskjálftum og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist á nálægum sveitabæjum. Sérstaklega þeim sem eru í rót Öræfajökuls. Undanfarnar vikur hafa stærðir jarðskjálfta í Öræfajökli aðeins verið að aukast en þetta er ekki mikil breyting þessa stundina.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í gær (23-Ágúst-2018) hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera þróast með sama hætti og fyrri jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað í Öræfajökli. Jarðskjálftahrinur eiga sér eingöngu stað í Öræfajökli þegar kvika er á ferðinni innan í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,9. Önnur jarðskjálftavirkni hefur verið með svipuðum hætti og áður og flestir jarðskjálftar hafa verið með stærðina 0,0 til 1,0. Kvikan sem er á ferðinni í Öræfajökli er mjög hægfara og sýnir það sig í þessari jarðskjálftavirkni sem er núna að koma fram.

Eldgosin í Öræfajökli árin 1362 og 1727 voru hugsanlega stærri en talið hefur verið

Samkvæmt fréttum í gær (14-Ágúst-2018) þá voru eldgosin í Öræfajökli árin 1326 og 1727 líklega stærri en talið hefur verið. Þetta er byggt á frumniðurstöðum rannsóknar sem fer núna fram við Öræfajökul.

Samkvæmt þessari rannsókn þá hefur eftirtalið komið í ljós.

  • Öskulag frá eldgosinu 1362 er rúmlega 3 metra þykkt en talið var að það væri aðeins um 0,5 metra þykkt áður. Þetta bendir til þess að eldgosið árið 1362 hafi verið stærra en áður var talið.
  • Eldgígar frá eldgosinu árið 1727 hafa fundist. Eldgosið það ár var líkt eldgosinu í Fimmvörðuhálsi árið 2010 í Eyjafjallajökli að gerð (eldgos sem varð ekki undir jökli).
  • Myndir af kvikunni benda til þess að kvikan sem kemur frá Öræfajökli sé mjög súr og séu mjög háar í gasi. Það er einnig mikið um kristalla í þessari kviku. Hvaða gerð af kristöllum er um að ræða hefur ekki komið fram (var ekki nefnt í fréttinni).

Þessar staðreyndir útskýra núverandi hegðun Öræfajökuls og afhverju jarðskjálftavirkni í Öræfajökli dettur niður í næstum því ekki neitt með nokkura vikna tímabili. Kvikan í Öræfajökli er mjög hægfara og það er mjög mikið af þessari kviku. Núverandi magn er orðið jafn mikið og var í Eyjafjallajökli áður en það eldgos hófst árið 2010 (það er mikill munur á Eyjafjallajökli og Öræfajökli. Samanburður getur því aðeins og orðið mjög takmarkaður).

Frétt Vísir.is.

Fyrri eldgos í Öræfajökli mun öflugri en áður var talið (Vísir.is)

Örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Í dag (1-ágúst-2018) varð örlítil breyting á jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Breytingin er sú að stærðir þeirra jarðskjálfta sem varð í dag jókst aðeins og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,5 og nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 eða stærri hafa orðið í dag.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöldi vikulegra jarðskjálfta í Öræfajökli er núna í kringum 50 jarðskjálftar á viku en var áður í kringum 100 jarðskjálftar á viku. Þessi breyting þýðir ekkert mikið en bendir til þess að kvikan sem er í Öræfajökli sé að fara sér mjög hægt um þessar mundir. Jarðskjálftavirknin sjálf hefur hinsvegar ekkert breytst og ekkert sem bendir til þess breyting sé að verða á jarðskjálftavirkninni.

Lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli þann 23-Júlí-2018

Mánudaginn 23-Júlí-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þessa stundina er svona jarðskjálftavirkni algeng í Öræfajökli. Í hverri viku verða núna frá 100 til 200 jarðskjálftar í Öræfajökli. Flestir af þeim jarðskjálftum sem verða eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til í þessari viku var með stærðina 1,2 og var á 4,9 km dýpi. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð. Þegar jarðskjálftahrina verður í Öræfajökli þá er það vegna þess að kvika er að troða sér inn í eldstöðina og er að ýta sér leið upp. Þeir jarðskjálftar sem verða fyrir utan Öræfajökul eru vegna spennubreytinga í nálægri jarðskorpu sem hefur virkjað misgengi á þessu svæði. Það er talsverð hætta á því að jarðskjálftavirkni aukist með þessum hætti eftir því sem meiri kvika safnast saman í Öræfajökli. Það ferli mun taka vikur og mánuði frá því sem er núna í dag.

Öræfajökull heldur áfram að þenjast út og undirbýr eldgos

Í tilkynningu frá Almannavörnum í gær (13-Júlí-2018) kom fram að í Öræfajökli er áframhaldandi þensla og jarðskjálftavirkni.

Þessa stundina er það magn kviku sem hefur safnast fyrir í Öræfajökli jafn mikið magn og safnaðist fyrir í eldstöðinni Eyjafjallajökli áður en það gaus þar árið 2010. Á þessari stundu er ekki að sjá annað en að Öræfajökull haldi áfram að safna kviku og þegar ný kvika kemur inn í eldstöðina þá verða jarðskjálftar.

Á þessari stundu er ekki að sjá að eldgos sé yfirvofandi í Öræfajökli. Það gæti breyst án nokkurs fyrirvara en ég reikna með að jarðskjálftar verði í þúsundum rétt áður en eldgos hefst í Öræfajökli. Þangað til er best að fylgjast bara með Öræfajökli og þeirri virkni sem er núna að koma fram.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 29-Júní)

Þessa stundina er jarðskjálftahrina í gangi í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni hófst þann 26-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Þessa studina eru eingöngu litlir jarðskjálftar að eiga sér stað en stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 en varð fyrir utan eldstöðina (en virðist samt tengjast virkninni þar) og þessi jarðskjálfti bendir til þess að stressið í jarðskorpunni sé að breytast mjög hratt á þessu svæði þessa stundina (mitt álit).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem einnig gerðist í dag var jarðskjálftahrina í hlíðum Öræfajökuls og það er mjög varasamt merki ef eitthvað er að fara gerast þar. Þar sem eldgos í hlíðum Öræfajökuls getur verið mjög stórt vandamál þar sem slíkt eldgos er nær þjóðvegi eitt og stórhættulegt ef engin viðvörun verður á slíku eldgosi. Það þarf sérstaklega að fylgjast með slíkri virkni að mínu mati.

Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftavirkina í Öræfajökli

Þessi grein er uppfærsla á stöðunni í Öræfajökli.

Yfirfarin niðurstaða á jarðskjálftanum í Öræfajökli sýndi að stærð jarðskjálftans var Mw3,1. Stærðir annara jarðskjálfta var minni en stærsti jarðskjálftinn sem kom fram eftir meginskjálftann var með stærðina 2,1 (klukkan 16:59).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það fór að draga úr jarðskjálftavirkinni klukkan 20:15. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni haldi áfram án nokkurar viðvörunnar eftir nokkra klukkutíma eða eftir nokkra daga. Það er ekki hægt að vita hvenær jarðskjálftavirknin eykst á ný. Enginn órói kom fram í kjölfarið á jarðskjálftanum með stærðina 3,1. Það bendir sterklega til þess að þarna hafi verið jarðskjálfti sem er eingöngu jarðskorpuhreyfing í eldstöðinni vegna þenslu sem er núna að eiga sér stað (mitt mat og áætlað) í Öræfajökli.

Sterkur jarðskjálfti í Öræfajökli [uppfærslur væntanlegar]

Þessi grein verður uppfærð.

Jarðskjálfti með stærðina 3,5 varð klukkan 16:57 í Öræfajökli. Þetta er sjálfvirkt stærðarmat og mun breytast þegar farið er yfir gögnin. Það virðist sem að jarðskjálftahrina sé hafin í Öræfajökli.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græna stjarnan). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróaplottin í kringum Öræfajökul hafa ekki ennþá uppfærst og því veit ég ekki hvort að einhver órói hafi komið fram í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.

Ég mun uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum þegar þær berast.