Þensla heldur áfram í Fagradalsfjalli, hugsanlegt eldgos verður í Nátthaga

Þetta hérna er stutt grein þar sem staða mála er alltaf að breytast. Þessi grein er skrifuð þann 15-Mars-2021 klukkan 21:55. Þessi grein er um eldstöðina Fagradalsfjall en ég hef einnig Krýsuvík með þar sem uppfærslur frá Veðurstofunni fara þangað inn.

Milli Föstudags og Mánudags var mikil virkni í Fagradalsfjalli. Nokkrir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 og annar stærsti jarðskjálfti þessar jarðskjálftahrinu átti sér stað þann 14-Mars-2021 klukkan 14:15 og sá jarðskjálfti með stærðina Mw5,4. Fyrr um daginn klukkan 12:34 hafði orðið jarðskjálfti með stærðina Mw5,2. Samkvæmt fréttum þá hafa orðið meira 50.000 jarðskjálftum síðan 24-Febrúar-2021 (20 dögum síðan). Af þessum þá hafa sex jarðskjálftar verið stærri en 5, fjöldi jarðskjálfta með stærðina milli 4 til 5 var 53 og það hafa orðið 524 jarðskjálftar með stærðina milli 3 til 4. Þenslan er núna 20cm eða 10cm báðum megin við kvikuinnskotið. Það er búist við því að eldgos verði í nágrenni við Nátthagi þar sem er dalur til staðar en hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um það. Það er ekkert sem bendir til þess að innflæði kviku hafi minnkað eða stöðvast.

Mikið af rauðum punktum á Reykjanesskaga þar sem mikil jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað núna. Mikið af grænum stjörnum sem tákna jarðskjálfta yfir þrjá að stærð.
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig komið fram að kvikugangurinn hefur aðeins komist lengra suður miðað við stöðuna síðasta Föstudag samkvæmt þeim gögnum sem jarðvísindamenn hafa aðgang að. Í dag (15-Mars-2021) hefur verið lítið um jarðskjálftavirkni en það breyttist um klukkan 16:30 þegar jarðskjálftavirkni jókst aftur en þegar þessi grein er skrifuð þá hefur ekki neinn stór jarðskjálfti komið fram ennþá.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Hérna verður hægt að sjá eldgosið ef það verður
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Kvikuinnskotið virðist hafa stöðvast í Nátthaga dalnum suður af Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein vegna þess að staðan er stöðugt að breytast í þessari atburðarrás sem er núna í gangi við Fagradalsfjall og Nátthaga. Þessi grein nær til eldstöðvarinnar Fagradalsfjall en einnig Krýsuvík þar sem sú eldstöð er uppfærð með upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hjá Global Volcanism Program. Ég er ekki einnig viss hvað telst vera virka eldstöðin samkvæmt þessu mati sem er núna í gangi á þessari atburðarrás. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:31.

Í dag (12-Mars-2021) klukkan 07:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,0 á 3,7 km dýpi nærri Nátthaga dal sem er suður af Fagradalsfjalli. Síðustu 48 klukkutímana þá hafa orðið 77 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. Öll þessi jarðskjálftavirkni er að mestu leiti að eiga sér stað við suðurenda kvikugangsins sem hefur myndast og er núna hættur að brjóta sér leið suður en heldur áfram að þenjast út eftir því sem meiri kvika flæðir inn í hann og það veldur jarðskjálftum. Þetta er einnig sú staðsetning þar sem eldgos gæti hafist án nokkurar viðvörunnar eða sterkrar jarðskjálftavirkni. Það er núna búið að útiloka eldgos úti í sjó þar sem kvikugangurinn er hættur að færast suður.

Þéttir jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Mikið af grænum stjörnum við fjallið Fagradalsfjall og nærri dalnum Nátthagi. Mikið af rauðum punktum sem tákna nýja jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

GPS gögn sýna að þenslan á þessu svæði er mjög mikil og sum svæði hafa færst meira en 120mm yfir tímabil sem nær yfir tvær vikur. Það eru engin merki um að þessi þensla sé að fara að hætta eða hægja á henni.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Ef að eldgos verður þá er mjög líklegt að það muni sjást best á þessari vefmyndavél
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Live from Iceland
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Næsta grein hjá mér verður Mánudaginn 15-Mars-2021 ef allt verður rólegt. Ég mun skrifa grein eins fljótt og hægt er ef það hefst eldgos eða eitthvað annað stórt gerist. Ég vonast til þess að fá smá pásu um þessa helgi enda hef ég verið að skrifa um þessa virkni í meira en tvær vikur núna. Hvort að það tekst er óljóst þessa stundina.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal hérna til hliðar eða með því að leggja beint inná mig með þeim bankaupplýsingum sem eru gefnar upp á síðunni Styrkir sem er merkt hérna í borðanum hérna að ofan. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Sterkir jarðskjálftar vestan við Grindavík og uppfærsla á stöðu kvikugangsins

Þetta er stutt grein um virkinina í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi grein er skrifuð þann 11-Mars-2021 klukkan 18:51.

Í morgun klukkan 08:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 vestan við Grindavík. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 klukkan 09:03. Þessir jarðskjálftar tengjast ekki neinum kvikuhreyfingum á þessu svæði heldur er hérna um að ræða jarðskjálfta sem koma til vegna spennubreytinga vegna kvikugangsins í Fagradalsfjalli og þenslunar sem sú kvika er að valda á stóru svæði í kringum sig. Samkvæmt nýlegum mælingum þá er kvikan að færa sig um 500 metra á hverjum 24 klukkutímum í dag. Núna er kvikan að fara suður en hefur verið að fara suð-vestur undanfarna daga. Í dag (11-Mars-2021) þá á kvikan bara rétt um 2 til 3 km áður en hún kemst á svæði þar sem sjór er yfir öllu saman og ef það gýs þar þá verður sprengigos þar þann tíma sem sjór kemst í sjálft eldgosið. Það mun búa til nýjar eyjar sem munu hverfa eftir skamman tíma þar sem sjórinn mun eyða þeim hratt.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Mikið af grænum stjörnum þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa verið í Fagradalsfjalli og mikið af rauðunum punktum sem sýnir nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í eldstöðinni Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikan mun einnig fara þá undir Suðurstandarveg (vegur 427). Það er einnig hætta á að það gjósi áður en að þessu kemur og þá mun það taka hraunið 6 til 10 klukkutíma að renna yfir Suðurstandarveg og þá eru bara 2 til 3 km áður en hraunið kemst út í sjó. Síðan jarðskjálftavirknin hófst þann 24-Febrúar-2021 þá hafa orðið meira en 34.000 jarðskjálftar á þessu svæði á Reykjanesskaga samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Vefmyndavélar

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Borgarfjall (Rúv.is) Ný!
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)
Live from Iceland

Staðan í eldstöðinni Fagradalsfjall þann 10-Mars-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þessi grein er skrifuð klukkan 21:49.

Síðan á Mánudaginn 8-Mars-2021 þá hefur mikið verið að gerast og það eru engin merki um að breytingar séu á leiðinni eða virknin í kvikuganginum sé að fara að hægast niður. Þessa stundina er kvikugangurinn að þenjast til suður í Fagradalsfjall sem var byggt af eldra eldgosi fyrir hugsanlega einhverjum milljónum árum síðan. Þensla kvikugangsins til suðurs er að valda miklum jarðskjálftum á þessu svæði og voru stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn með stærðina Mw5,1 klukkan 03:15 og síðan Mw4,6 klukkan 08:50. Síðustu 48 klukkutíma hafa komið fram 68 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 í Fagradalsfjalli. Minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað með tíðnina 1 til 5 jarðskjálftar á hverri mínútu. Síðan 24-Febrúar-2021 þá hafa mælst 34.000 jarðskjálftar hjá Veðurstofu Íslands í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli með grænar stjörnur sem sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3. Fullt af rauðun punktum sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Möguleikinn á því að þarna verði eldgos er að aukast samkvæmt Veðurstofu Íslands og mun halda áfram að aukast eftir því sem þessi virkni varir lengur á þessu svæði við Fagradalsfjall. Á meðan kvikan sem er þarna hefur pláss til þess að þenja sig í jarðskorpunni þá mun hún gera það. Kvikan er núna á 1 km dýpi eða minna. Hvað dýpið er nákvæmlega er erfitt að fá upplýsingar um á þessari stundu. Þetta veldur því að eldgos getur hafist á mikilla jarðskjálfta eða fyrirboða í Fagradalsfjalli. Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw6,5. Á báðum brotasvæðum við enda kvikugangsins og einnig í Brennisteinsfjöllum.

Næsta uppfærsla verður þann 12-Mars-2021 ef engir stóratburðir verða á þessu svæði.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mína vinnu geta gert það með PayPal eða með því millifæra beint inná mig með bankamillifærslu. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Óróapúsl í eldstöðinni Fagradalsfjall þann 9-Mars-2021

Þetta er stutt grein um virkinina um eldstöðina Fagradalsfjall. Staðan á þessu svæði er stöðugt að breytast og því er ekki hægt að segja til um hvað gerist næst þarna.

Aðfaranótt 9-Mars-2021 frá klukkan 05:20 til um klukkan 07:00 kom fram óróapúsl á jarðskjálftamæla Veðurstofu Íslands. Þessi óróapúls sýnir að kvikan er ennþá að stækka við sig og þenjast út þann kvikugang sem hefur núna myndast í eldstöðinni Fagradalsfjall. Stækkunin núna virðist hafa verið til suðurs eða suð-vesturs en GPS gögn munu sýna á morgun og næstu daga nákvæmlega hvernig og hvert kvikugangurinn er að þenja sig út núna.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfinu Fagradalsfjall og sýnir jarðskjálftana sem áttu sér stað frá miðnætti 8-Mars til 9-Mars klukkan 16:10
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. þetta eru frá 8-Mars miðnætti og til 9-Mars til klukkan 16:10. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er færri sterkari jarðskjálftar síðustu daga en það hefur ekki dregið úr jarðskjálftavirkninni þó svo að aðeins fáir jarðskjálftar sem nái stærðinni Mw3,0 eða stærri. Það er ekki búist við að þetta tímabil sem er mjög rólegt núna er ekki búist við að muni endast nema í mjög stuttan tíma á meðan kvika heldur áfram að flæða inn í jarðskorpuna við Fagradalsfjall. Það er einnig hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á þessu svæði auk þess sem það er hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 í Brennisteinsfjöllum. Það hefur ekki mælst nein kvikuhreyfing í eldstöðvunum Krýsuvík, Reykjanes og Brennisteinsfjöllum.

Nýjar upplýsingar um stöðu mála í eldstöðinni Fagradalsfjall

Þetta er stutt grein um þær upplýsingar sem Veðurstofan og Almannavarnir gáfu út í dag (8-Mars-2021) um stöðu mála í eldstöðinni Fagradalsfjalli.

Nýjar mælingar sýna það að kvikuinnskotið í eldstöðinni Fagradalsfjallið heldur áfram að vaxa. Þó að mestu leiti í suðurenda kvikugangsins við Fagradalsfjall sjálft. Jarðskjálftasvæði eru á suðu-vestur svæði við suðurenda kvikugangsins og síðan norð-austur við norðurhluta kvikugangsins við Keili vegna þeirrar þenslu sem kvikuinnskotið er að búa til á þessu svæði. Það kom einnig fram að þar sem kvikan stendur grynnst er dýpið aðeins um 1 km og að hugsanlegt eldgossvæði verður hugsanlega næst Fagradalsfjalli við suður enda kvikuinnskotsins.

Grá svæði á kortinu tákna þar sem jarðskjálftar geta orðið vegna þenslu í kvikuganginum milli Fagradalsfjalls og Keili sem er merkt með brotnum línum á korti af Reykjanesskaga.
Kort þar sem reikna má með jarðskjálftum við sitthvorn endann af kvikuganginum milli Fagradalsfjalls og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða tímabil þar sem mjög lítið er um stóra jarðskjálfta á þessu svæði á milli þess sem það verða tímabil með mjög mikilli og sterkri jarðskjálftavirkni. Það er ennþá hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,5 í Brennisteinsfjöllum samkvæmt Veðurstofunni og það hefur ekki dregið úr þeirri jarðskjálftahættu undanfarna daga. Það hafa ekki komið fram neinar kvikuhreyfingar í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga, það er eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?) og síðan eldstöðinni Krýsuvík.

Heimildir

Áfram má búast við að virknin á Reykjanesskaga verði kaflaskipt (almannavarnir)
Kvikan er á kílómetra dýpi (Rúv.is)

Staðan í eldstöðinni Fagradalsfjalli þann 7-Mars-2021 klukkan 00:55

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldstöðinni Fagradalsfjall. Þessi grein er að mestu leiti um virknina sem varð þann 6-Mars-2021.

Yfirlit yfir núverandi virkni

  • Jarðskjálftavirkni er að mestu leiti aðeins litlir jarðskjálftar.
  • Hættan á eldgosi hefur ekki minnkað þrátt fyrir breytta jarðskjálftavirkni.
  • Kvikuinnskotið er grynnst á 2 km dýpi en annars er dýpið á milli 5 km til 8 km dýpi.
  • Mesta jarðskjálftavirknin er við Fagradalsfjall (norðurendann?) og síðan við Keilir.
  • Eldstöðin Fagradalsfjall hefur ekki gosið í 12.000 ár.
  • Það er engin merki um kvikuvirkni í eldstöðvunum Krýsuvík og síðan í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi?). Allir jarðskjálftar sem eru að koma fram í þeim eldstöðvum eru vegna spennubreytinga í jarðskorpunni vegna þenslunnar í Fagradalsfjalli.

 

Umbrotasvæðið í Fagradalsfjalli sem er merkt með brotnum línum af korti á Reykjanesinu
Brotna línan táknar það svæði sem er umrbotasvæðið við Fagradalsfjall og hugsanlega það svæði sem markar eldstöðina Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á Reykjanesinu með stærðina Mw6,0 til Mw6,5 vegna þeirra spennubreytinga sem þenslan í Fagradalsfjalli veldur í jarðskorpunni á stóru svæði.

Þétt jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Fagradalsfjalli táknuð með grænum stjörnum og mikið af rauðum punktum sem tákna nýja jarðskjálfta sem hafa átt sér stað
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur ekki greinst síðan á Miðvikudaginn en það getur breyst án viðvörunnar.

Vefmyndavélar með beint streymi af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti
Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (Nætursjón/Innrautt)

Ef eitthvað mikið gerist þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og ég mögulega get.

Staðan í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi

Þetta er stutt grein um stöðina í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi. Greinin er skrifuð klukkan 18:14.

Eldstöðvar nefndar í þessari grein

Fagradalsfjall
Reykjanes
Krýsuvík

  • Fagradalsfjall hefur ekki gosið síðan á Pleistósentímabilið. Hvenær síðasta eldgos varð er ekki vitað eða er ekki skráð. Þetta er að lágmarki fyrsta eldvirkni í Fagradalsfjalli í 11700 ár.
  • Eldgosahætta er núna í eldstöðinni Reykjanes*.
  • *Þetta gæti verið önnur eldstöð kennd við Svartsengi (engin upplýsingasíða) en jarðfræðikortum ber ekki saman um hvaða eldstöð er nákvæmlega þarna. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái þangað en það er ekki almennilega vitað miðað við ósamræmi í jarðfræðikortum. Það er möguleiki að eldstöðin Reykjanes nái eingöngu inn að Reykjanestá og restin af eldstöðinni er þá undir sjó.
  • Það hefur aðeins dregið úr virkninni í eldstöðinni Krýsuvík síðasta sólarhring. Hættan á eldgosi er núna minni í þeirri eldstöð.
  • Mesti fjöldi jarðskjálfta var núna meiri en 3000 jarðskjálftar á einum degi.
  • Síðustu 24 klukkutíma hafa 12 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 hafa átt sér stað. Flestir af þessum jarðskjálftum finnast í byggð.
  • Síðustu 48 klukkutímana þá hafa um 3300 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga.
  • Kvika er núna áætluð á rúmlega 5 til 6 km dýpi og gæti verið eins grunnt og 2 km dýpi.

 

Þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga. Mikið af grænum stjörnum mikið um rauða punkta sem tákna nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga þar sem mesta jarðskjálftavirknin er til staðar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kort af mögulegum svæðum þar sem eldgos geta orðið hafa verið gefin útaf Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og hægt er að sjá þau kort hérna á Facebook. Jarðsvísindadeild Háskóla Íslands hefur einnig gefið út kort af mögulegu hraunflæði og það er hægt að skoða þau kort hérna á Facebook. Kortin eru uppfærð daglega á Facebook

Vefmyndavélar – Bætt inn klukkan 21:16

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Vogastapi (Rúv.is)
Keilir í beinni (mbl.is)
Óróasvæðið í beinni útsendingu (Vísir.is)
Live from Iceland
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Road camera 1
Road camera 2 (næturmyndavél/innrauð myndavél)

Styrkir

Það er hægt að styrkja mig með því að nota PayPal takkann hérna á síðunni auk þess sem hægt er að millifæra beint á mig styrk ef fólk getur styrkt mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Auglýsingar

Hægt er að kaupa auglýsingar á þessari síðu. Ég er ennþá að vinna í verðskrá fyrir auglýsingar þar sem þetta er ný þjónusta hjá mér.

Grein uppfærð klukkan 21:16

Staðan í eldstöðvunum Fagradalsfjall, Krýsuvík, Reykjanes

Staðan á Reykjanesskaga er farin að verða mjög flókin vegna þess að virknin er núna milli þriggja eldstöðva. Þessi grein er skrifuð klukkan 15:59.

Eldstöðvar sem eru að sýna virkni á Reykjanesskaga

Eldstöðin Reykjanes
Eldstöðin Krýsuvík
Eldstöðin Fagradalsfjall

Eldstöðin Fagradalsfjall er ekki með nein þekkt eldgos síðustu 10.000 ár og staðsetning megineldstöðvarinnar er óþekkt og óvíst hvort að megineldstöðin sé til.

Staðan síðustu klukkutíma

  • Lítill sigdalur er farinn að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keili fjallana. Þetta er hluti af því ferli sem rekbeltið á Reykjanesinu býr til.
  • Óróinn stoppaði í morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og samkvæmt Veðurstofu Íslands í fréttum þá var uppruni óróans mjög þétt jarðskjálftavirkni í gær sem bjó til samfelldan óróa. Í morgun minnkaði virknin aðeins.
  • Kvika er ennþá ferðinni í eldstöðvarkerfinu Fagradalsfjalli.
  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 en síðustu 48 klukkutímana hafa mæst 72 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0 að stærð. Það er ekkert sem bendir til þess að farið sé að draga úr virkninni.

 

Mjög þétt jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Mikið af rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta einnig mjög mikið af grænum stjörnum.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í þremur eldstöðvum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst þar sem staðan er einstaklega flókin vegna þess að virknin er á milli þriggja eldstöðva og þeirrar virkni sem er á milli þeirra.

Internet útsending af Keili

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu – Efstaleiti (Rúv.is)
Keilir og skjálftasvæðið (YouTube)
Keilir í beinni (mbl.is)

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er.

Staðan í eldstöðinni Krýsuvík klukkan 20:31

Þetta er stutt grein þar sem staðan er stöðugt að breytast.

Ekkert eldgos er byrjað þegar þessi grein er skrifuð. Óróinn er aðeins minni núna og byrjaði að minnka um klukkan 16:00 miðað við þegar óróinn hófst klukkan 14:20 í eldstöðinni Krýsuvík. Þessi órói er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru engin merki um sigdalinn á yfirborðinu ennþá, hinsvegar sést þessi sigdalur í GPS gögnum og gervihnattagögnum. Jarðskjálftavirkni er mjög mikil þegar þessi grein er skrifuð en flestir jarðskjálftar eru mjög litlir en það kemur inn talsvert af jarðskjálftum sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Mikið af grænum stjörnum og og rauðum punktum sem táknar nýja jarðskjálfta
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftagraf af jarðskjálftunum. Elstu jarðskjálftanir eru bláir, síðan gulir jarðskjálfar, appelsínugulir jarðskjálftar og síðan rauðir jarðskjálfta punktar
Þéttleiki jarðskjálftanna í eldstöðini Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna eru vefmyndavélar þar sem hægt er að horfa á beint streymi af svæðinu þar sem hugsanlegt eldgos getur orðið.

Beint vefstreymi af skjálftasvæðinu (Rúv.is)
YouTube Streymi