Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norð-austan við Flatey á Skjálfanda

Jarðskjálftavirkni sem hófst í Mars 2017 norð-austan við Flatey á Skjálfanda heldur áfram. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan ég skrifaði síðast um þetta en þá voru komnir fram í kringum 800 jarðskjálftar í þessari virkni og það var fyrir rúmlega mánuði síðan. Þessi vökvi sem er líklega að ýta sér þarna upp á milli misgengja er að mínu mati kvika, hvort að þetta muni valda eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að spá fyrir um. Á þessari stundu virðist kvikan vera föst á 10 km dýpi (í kringum það dýpi). Hvers vegna það er raunin veit ég ekki.


Jarðskjálftavirknin við Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er fátt sem bendir til þess að jarðskjálftavirkin á þessu svæði sé að fara hætta á þessari stundu. Það er einnig áhugavert að kvikan sem er þarna á ferðinni virðist ekki vera komin hærra upp í jarðskorpuna, kvikan er nefnilega fer upp á milli tveggja misgengja sem er þarna á svæðinu og því ætti leiðin upp á yfirborð að vera nokkuð greið ef ekkert annað er að stoppa kvikuna (sem er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um). Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin takmörkuð við litla jarðskjálftavirkni og það er líklegt að kvikan sem er þarna á ferðinni skorti þrýsting til þess að ýta sér upp á yfirborðið á þessari stundu. Á þessu svæði eru ekki neinar þekktar eldstöðvar eða eldgos.

Vökvi (fluid) ástæða langtíma jarðskjálftahrinu norð-austan við Flatey á Skjálfanda, Tjörnesbrotabeltinu

Í Mars-2017 hófst jarðskjálftahrina norð-austan við Flatey á Skjálfanda. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram í þessari hrinu mældist með stærðina 2,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Í heildina hafa um 800 jarðskjálftar mælst síðan í Mars-2017.


Jarðskjálftavirknin fyrir norð-austan Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru tvö misgengi að verki hérna, annað vísar næstum því beint norður og er lóðrétt. Hitt er í stefnuna NV-SV og er með stefnuna 145 gráður austur og er með horn stefnuna 60 til 70 gráður. Dýpið er í kringum 10,5 km til 11,5 km. Síðan jarðskjálftavirknin hófst í Mars þá hefur jarðskjálftavirknin aðeins færst norður og grynnst.


NV-SV misgengið þar sem jarðskjálftahrinan er norð-austur af Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Misgengið sem vísar norður og er nærri því lóðrétt. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þær vísbendingar sem hafa komið fram í þessari jarðskjálftahrinu eru þær að hérna sé um að ræða jarðskjálftahrinu sem stafar af einhverjum vökva sem er að troða sér upp í jarðskorpuna á þessu svæði. Hvernig vökva er um að ræða er ekki hægt að vita. Á þessu svæði eru engin þekkt eldfjöll og þarna hafa aldrei verið skráð eldgos. Hvaða vökva er um að ræða þá er að mínu áliti ekki um að ræða marga möguleika, þarna gæti verið um kviku að ræða en einnig er hugsanlegt að um sé að ræða vatn undir þrýstingi sem sé að troða sér upp jarðskorpuna.


Jarðskjálftavirknin norð-austur af Flatey á Skjálfanda síðan í Mars-2017 til Júní-2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu austur af Grímsey

Í gær (09-Júní-2017) varð jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu og varð þessi jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Þetta var ágætlega stór jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta en enginn sérstaklega stór jarðskjálfti kom fram í þessari jarðskjálftahrinu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,2 og 2,1. Aðrir jarðskjálftar sem urðu eru minni að stærð og ég held að í kringum 40 jarðskjálftar hafi átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan austur af Grímsey á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftahrinu sé lokið en á þessu svæði Tjörnesbrotabeltins hefur verið aukin jarðskjálftavirkni undanfarnar vikur. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun halda svona áfram eða ekki.

Jarðskjálftavirknin austur af Flatey er ennþá í gangi og er núna að komast í fimmtu eða sjöttu viku núna. Ekkert bendir til þess að það sé farið að draga úr þessari jarðskjálftahrinu ennþá.

Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Undanfarin mánuð hefur verið jarðskjálftahrina rétt utan við Flatey á Skjálfanda. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er mjög stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða stærð þeirra jarðskjálfta sem hafa orðið. Stærstu jarðskjálftarnir undanfarin mánuð hafa náð stærðinni 2,5 til 3,0 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina boðar líklega ekki neina sérstaka atburði en það er alltaf hætta á því að eitthvað gefi sig og jarðskjálfti sem finnist verði á svæðinu.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa einnig orðið aðrar jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu undanfarið en þær eru einnig ekki stórar. Þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað nærri Flatey á Skjálfanda held ég. Tjörnesbrotabeltið er eitt af virkari jarðskjálftasvæðum á Íslandi og verða þar hundruðir jarðskjálftar á hverju ári. Það eina sem er undarlegt er þessi þráðláta jarðskjálftavirkni nærri Flatey á Skjálfanda. Hinsvegar er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona jarðskjálftahrinur verða á Tjörnesbrotabeltinu og venjulega þá endast þær eingöngu í nokkrar vikur og hætta síðan án þess að nokkuð merkilegt gerist.

Jarðskjálftahrina undir Grímsey

Í gær (25.01.2017) varð jarðskjálftahrina beint undir Grímsey. Það gerist ekki oft að jarðskjálftahrinur verði beint undir Grímsey, þrátt fyrir talsverða virkni á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er að nálgast það að verða miðlungs hrina (minn eigin mælieining), það hafa orðið 36 jarðskjálftar þegar þetta er skrifað. Einhverjir jarðskjálftar hljóta að hafa fundist í Grímsey, þó svo að það hafi ekki verið tilkynnt svo að ég viti til. Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið eru ekki nægjanlega stórir til þess að valda tjóni, það getur hinsvegar glamrað í glösum og diskum í skápum.


Jarðskjálftahrinan undir Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,8 og 2,7. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð hingað til. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkninni þessa stundina.

Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu tvo daga þá hafa verið tvær jarðskjálftahrinur í gangi á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 3,0.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu á næstu dögum og vikum, þar sem tiltölulega rólegt var á Tjörnesbrotabeltinu allt árið 2016.

Örlítil jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Þessa dagana er ekki mikið að gerast á Íslandi, þannig að ég hef ekki mikið til að skrifa um. Þannig að ég ætla að skrifa um smá jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu.

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkustundirnar og stærstu jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en almennt hafa jarðskjálftar verið mjög litlir að stærð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheitatímabil eru algeng á Íslandi og á meðan svo er þá hef ég ekki mikið til þess að skrifa um þar sem ég skrifa að mestu leiti um raunatburði en ekki atburði sem hafa gerst í fortíðinni á Íslandi. Ég er að athuga með að skrifa um atburði annarstaðar á plánetunni á meðan svona rólegheit ertu á Íslandi.

Jarðskjálftahrina nærri Grenivík (Dalvíkur misgengið/Tjörnesbrotabeltið)

Klukkan 09:41 hófst jarðskjálftahrina á Dalvíkur misgenginu en það misgengi er hluti af Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem varð fannst yfir stórt svæði, þar á meðal á Akureyri og á nálægum svæðum. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni hingað til, stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 1,6. Dýpi stærsta jarðskjálftans var 12,3 km.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,5. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þetta er skrifað er mjög lítil eftirskjálftavirkni á þessu svæði en nokkrir jarðskjálftar hafa komið fram síðustu klukkutímana. Þeir jarðskjálftar eru mjög litlir og hafa líklega ekki fundist. Síðasti jarðskjálftinn sem kom fram varð klukkan 13:18. Þessa stundina er mjög lítil jarðskjálftavirkni á þessu svæði og ekki líklegt að það breytist næstu klukkutímana.

Smáskjálftavirkni á Íslandi þann 28-September-2016

Hérna er stutt grein um þá smáskjálftavirkni sem hefur átt sér stað á Íslandi þann 28-September-2016. Sumar af þessum jarðskjálftahrinum hófstu fyrir einhverjum dögum síðan og hafa verið í gangi fram til 28-September-2016.

Kolbeinsey

Þetta er stærsta jarðskjálftahrinan í þessu yfirliti. Þann 28-September-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Kolbeinsey og þar urðu nokkrir jarðskjálftar sem voru með stærðina nokkuð yfir þrjá en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er erfitt að meta raunstærð og dýpi rétt. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Kolbeinsey varð árið 1755 og hefur ekkert eldgos verið skráð síðan. Það geta hinsvegar hafa orðið eldgos þarna án þess að nokkur yrði þeirra var enda er svæðið langt frá landi og mjög afskekkt.

Austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Austan við Grímsey hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi síðustu daga. Á svæði þar sem er hugsanlega eldstöð. Sú jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi síðustu daga virðist eiga uppruna sinni í flekahreyfingum á þessu svæði en ekki eldstöðvarvirkni, þar sem hreyfing Tjörnesbrotabeltisins á þessu svæði er 20mm á ári, rekhreyfingin á þessu sama svæði er aðeins 5mm á ári. Sjá mynd sem útskýrir þetta allt saman hérna (vedur.is).

160929_0025
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu og í Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Suðurland (Suðurlandsbrotabeltið, SISZ)

Undanfarna vikur hefur lítil jarðskjálftahrina átt sér stað austan við Þjórsárbrú. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir aðeins náð stærðinni 2,1. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og bendir ekki til þess að stór jarðskjálfti sé á leiðinni. Þetta gætu verið eftirskjálftar af stóru jarðskjálftunum árið 2000 og 2008.

160929_0045
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandi austan við Selfoss. Jarðskjálftahrinan er þar sem rauði bletturinn er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjanesskagi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 28-September-2016 nærri Fagradalsfjalli. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,1. Í þessari hrinu urðu 60 jarðskjálftar, þó svo þessi jarðskjálftahrina hafi ekki verið stór í stærð jarðskjálfta þá varð talsverður fjöldi af jarðskjálftum á þessu svæði.

160928_1425
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Örlítið hefur verið um staka jarðskjálfta undanfarið án þess að nokkur frekari virkni eigi sér stað í kjölfarið. Það er ekki alveg ljóst afhverju svona jarðskjálftar verða. Þrátt fyrir að alltaf sé eitthvað um staka jarðskjálfta í hverri viku.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Ágúst-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Á þessari stundu er ekki um að ræða stóra jarðskjálftahrinu en í kringum 50 jarðskjálftar hafa orðið. Líkur eru á því að fleiri jarðskjálftar muni koma fram ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram.

160826_1540
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu sést vel á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna hafa orðið nokkrar jarðskjálftahrinur síðan í Júlí og það eru miklar líkur á því þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og jafnvel möguleiki á jarðskjálftum sem ná stærðinni 3,0. Ég reikna með að þarna verði einhver jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.