Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Á miðnætti þann 1-Ágúst-2021 hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægð þessar jarðskjálftahrinu frá landi er í kringum 220 km frá Reykjavík og 190 km frá Grindavík. Í þessari fjarlægð þá eru staðsetningar Veðurstofu Íslands ekki nákvæmar. Þessi jarðskjálftahrina er mjög líklega ennþá í gangi.

Grænar stjörnur fara suður með Reykjaneshrygg þar sem stærstu jarðskjálftanir hafa verið að koma fram. Jarðskjálftanir dreifast um kortið vegna ónákvæma staðsetninga
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Staðsetningar eru ekki nákvæmar. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw5,2 samkvæmt EMSC. Stærðir hinna jarðskjálftana hafa verið frá Mw4,0 til Mw4,8. Hægt er að sjá yfirlit yfir þessa jarðskjálftavirkni hérna á vefsíðu EMSC. Þessi slóð virkar þegar ég skrifa þessa grein, hversu lengi þessi slóð um virka veit ég ekki.

Fjarlægð þessara jarðskjálfta kemur í veg fyrir að hægt sé að sjá hvort að hérna sé bara um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta eða hvort að kvika sé að valda þessum jarðskjálftum. Hvernig þessir jarðskjálftar eru að koma fram bendir til þess að hugsanlega sé kvika að valda þeim en það er engin leið til þess að staðfesta það. Þó svo að þarna verði eldgos á þessum stað þá er dýpi sjávar slíkt að það mun engu breyta fyrir yfirborðið. Þar sem dýpi sjávar þarna er meira en 1 km en ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið dýpi er þarna á þessu svæði.

Frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (31-Júlí-2021) klukkan 12:53 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Kötlu í Mýrdalsjökli. Hrina lítilla jarðskjálfta kom í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum og jarðskjálftavirknin virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Á myndinni eru þrjár grænar stjörnur og tvær af þessum stjörnum eru jarðskjálftar frá því 29-Júlí. Það er aðeins ein græn stjarna frá jarðskjálftanum í dag.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er oft sumar jarðskjálftavirkni í Kötlu sem flækir aðeins möguleikana á því hvað er að gerast núna. Þar sem þessi sumar jarðskjálftavirkni skapar þær aðstæður að óljóst er hvað er í gangi núna í Kötlu þegar þessi grein er skrifuð. Það má búast við frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gær (29-Júlí-2021)

Í gær (29-Júlí-2021) urðu tveir jarðskjálftar í eldstöðinni Kötlu. Tveir stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 klukkan 19:20 og 19:22. Þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 klukkan 19:28.

Jarðskjálftavirknin í öskju Kötlu er að mestu leiti í norður-austur hluta öskjunnar. Bláir og appelsínugulir punktar sýna jarðskjálfta sem eru litilir. Tvær grænar stjörnur sýna staðsetningu stærstu jarðskjálftanna í norð-austur hluta öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni er bara hluti af eðlilegri sumar jarðskjálftavirkni eða hluti af stærri virkni í eldstöðinni. Ég er ekki að reikna með eldgosi þar sem jarðskjálftavirknin er of lítil. Það munu koma fram þúsundir jarðskjálfta áður en stórt eldgos verður í Kötlu. Þangað til að það gerist. Þá hef ég ekki áhyggjur af þessari jarðskjálftavirkni.

Mæling af Mw8,2 jarðskjálftanum í Alaska, Bandaríkjunum

Ég hef ekkert að segja um það svæði þar sem jarðskjálfti með stærðina Mw8,2 átti sér stað þann 29-Júlí-2021 klukkan 06:15 íslenskum tíma. Þar sem ég þekki ekki svæðið og jarðfræði þess. Hérna eru myndir af því hvernig þessi jarðskjálfti mældist hjá mér á mínum jarðskjálftamæli á Íslandi.

Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2. Myndin sýnir sterka P bylgju á lóðrétta ásnum (Z) og veika S bylgju og einnig þær yfirborðsbylgjur sem mældust, þær koma fram sem grófar bylgjur í mælingunni.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 eins og hann kom fram á norður-suður mælinum hjá mér. Þar sést P bylgja, veik S bylgja og talsvert af yfirborðsbylgjum sem koma langt á eftir.
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.
Jarðskjálftamæling af Mw8,2 jarðskjálftanum. Það kemur fram sterk P bylgja, veik S bylgja og síðan talsvert af yfirborðsbylgjum. Á austur-vestur ásnum eru yfirborðsbylgjunar ekki nærri því eins sterkar og á hinum myndnum
Jarðskjálftinn með stærðina Mw8,2 í Alaska, Bandaríkjunum.

Meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær (24-Júlí-2021) og í dag (25-Júlí-2021) hefur verið aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst hvað er að valda þessari aukningu á jarðskjálftum í Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw2,6.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu er merkt með rauðum punkti, síðan gulum punktum sem ná frá suður hluta öskju Kötlu og norður með og síðan til austurs innan öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Einn af þeim möguleikum sem gæti hafa komið þessari jarðskjálftavirkni af stað er ef að katlar innan Mýrdalsjökuls hafa verið að tæma sig af vatni og þá fellur þrýstingur hratt sem kemur af stað jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að það hefur verið það sem gerðist núna. Það hinsvegar tekur vatnið úr kötlum Mýrdalsjökuls nokkra klukkutíma að ná niður í jökulár á svæðinu ef þetta er það sem gerðist. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Frá 22-Júlí-2021 hefur verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti verið í austur hluta öskju Kötlu og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu í austari hluta öskjunnar sýndir með rauðum punktum á korti frá Veðurstofu Íslands. Til vesturs er á kortinu minni jarðskjálftahrina sem einnig varð í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni sem bendir sterklega til þess að hérna sé eingöngu um að ræða venjulega jarðskjálftavirkni sem tengist sumrinu. Jarðskjálftavirkni er einnig of lítil til þess að hérna sé um virkni sem bendir til hættu af eldgosi. Það gæti þó breyst ef jarðskjálftavirknin breytist og verður stærri.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (12-Maí-2021) klukkan 15:47 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni tengist þenslunni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbunga sem er þakin Vatnajökli á korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu mánuði og ástæðan fyrir því er ekki augljós eins og er. Tímabil milli eldgosa í Bárðarbungu geta verið allt að 18 ár eða styttri. Eldgosið í sprungunni Gjálp árið 1996 telst vera eldgos í Bárðarbungu. Það setur tímann á milli eldgosa í Bárðarbungu í rúmlega 18 ár, á milli áranna 1996 til ársins 2014.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík

Síðan síðustu nótt (3-Maí-2021) þá hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík nærri Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi.

Jarðskjálftahrinan í Krýsuvík er merkt með grænni stjörnu nærri Kleifarvatni á jarðskjálftakortinu hjá Veðurstofunni
Jarðskjálftavirkni í Krýsuvík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw3,2 en það komu einnig fram minni jarðskjálftar. Jarðskjálftinn sem varð klukkan 03:04 og var með stærðina Mw3,2 fannst í Reykjavík en það bárust ekki neinar tilkynningar um að jarðskjálftinn sem varð klukkan 15:49 og var einnig með stærðina Mw3,2 hafi fundist. Það er erfitt að segja til um það hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir en helsta hugmyndin núna er að þessi jarðskjálftavirkni tengist spennubreytingum á svæðinu vegna eldgossins í Fagradalsfjalli sem á sér stað innan sama eldstöðvarkerfis.

Styrkir

Hægt er að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Hvort sem er með einum styrk eða reglulegum styrk í hverjum mánuði. Ég þakka stuðninginn. 🙂

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí frá 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki settar inn neinar greinar hingað. Það mun aðeins gerast ef eitthvað meiriháttar gerist í eldgosum eða jarðskjálftum á Íslandi. Ég ætla að reyna að sjá eldgosið eða svæðið ef eldgosið verður hætt þegar ég kemst þangað ef veður og aðstæður leyfa.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 30-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan uppfærsla var skrifuð. Hérna eru helstu breytingar síðan síðasta grein var skrifuð í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það er aðeins einn gígur sem er að gjósa núna. Allir aðrir gígar hafa hætt að gjósa en það gætu verið hrauntjarnir í þeim sem eru að flæða í hraunhellum undir hrauninu án þess að slíkt sjáist á yfirborðinu.
  • Mikið af virkninni núna er í formi stórra hraunstróka sem koma upp úr gígnum vegna þess að gas innihald hraunsins hefur aukist undanfarið.
  • Hraun er núna hægt og rólega að fylla upp alla dali á svæðinu en það mun taka marga mánuði að fylla upp alla dalina sem þarna eru af hrauni.
  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.

Engar frekari fréttir eru af eldgosinu eins og er. Rúv hefur komið fyrir nýrri vefmyndavél sem sýnir eldgosið betur. Hægt er að fylgast með þeirri vefmyndavél á YouTube síðu Rúv.

Smá frí

Ég ætla að taka mér smá frí milli 5 Maí til 10 Maí og á þeim tíma verða ekki neinar uppfærslur settar inn. Næsta uppfærsla af eldgosinu ætti að verða þann 14 Maí. Ég veit ekki ennþá hvort að ég get skoðað eldgosið. Það veltur á því hvernig veðrið verður á þessum tíma.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill

Ég afsaka hvað þessi grein kemur seint. Ég lenti í tæknilegum vandræðum með farsímann hjá mér sem tók allan daginn að koma í lag og það seinkaði fullt af hlutum hjá mér.

Í gær (29-Apríl-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hengill. Þessi jarðskjálftahrina virðist vera tengd flekahreyfingum á þessu svæði. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,8.

Jarðskjálftavirknin í Henglinum er efst og vestast á jarðskjálftakortinu
Jarðskjálftavirknin í Henglinum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd flekahreyfingum og það er ekki að sjá að þarna séu neinar kvikuhreyfingar á ferðinni ennþá. Ég býst alltaf við stærri og sterkari jarðskjálftahrinum í eldstöðvum sem ekki hafa gosið í mjög langan tíma og eru kaldar eins og var raunin þegar jarðskjálftavirknin hófst í kringum Fagradalsfjall og sú eldstöð varð heit en þá mældust um 50.000 jarðskjálftar áður en eldgosið hófst milli 27 Febrúar til 19 Mars þegar eldgosið hófst.