Jarðskjálftahrina vestur af Langjökli

Í gær (28-September-2017) varð jarðskjálftahrina vestur af Langjökli í eldstöðvarkerfi sem er kennt við Presthnjúka. Jarðskjálftahrinan er innan þessa eldstöðvakerfis og sprungusveimsins sem er þarna. Þarna eru þekkt misgengi sem hafa verið virk á nútíma (12.000 ár).


Jarðskjálftahrinan vestur af Langjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,8 og 3,1 og fundist af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis sem er með starfsemi á þessu svæði. Ég veit ekki hvenær það gaus síðast á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Kverkfjöllum

Þar sem um er að ræða eldstöðvar á mjög svipuðu svæði þá ætla ég að skrifa bara eina grein um þessa jarðskjálftavirkni.

Öræfajökull

Ég tel víst að virknin sem er núna að koma fram í Öræfajökli er ekki tengd hreyfingum á jöklinum í Öræfajökli. Ég veit ekki hvað það komu fram margir jarðskjálftar í Öræfajökli í þetta skiptið. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,8. Þessa stundina veit ég ekki um neinar GPS mælingar fyrir Öræfajökul.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er eftirtektarvert að núna kemur jarðskjálftavirknin fram í austanmegin í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og bendir til þess að virkni sé að aukast í Öræfajökli. Það á eftir að koma í ljós hvort að það dregur aftur úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirkni í þessum hluta Íslands verður eingöngu vegna spennubreytinga og í þetta skiptið þá bendir ýmislegt til þess að hérna sé kvika að troða sér upp eldstöðina. Það eru hinsvegar líkur á því að þessi kvika muni ekki gjósa (allavegna ekki í mjög langan tíma).

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Kverkfjöllum þann 23-September-2017. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4. Þessi jarðskjálftahrina varð fyrir miðju eldstöðvarinnar. Þessi jarðskjálftahrina er fyrsta jarðskjálftahrinan síðan 2015 þegar Bárðarbunga var að valda látum í Kverkfjöllum. Síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað í dag (23-September-2017) hefur allt verið rólegt í Kverkfjöllum.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu

Í dag (17-September-2017) klukkan 14:23 urðu tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Stærðir þessara jarðskjálfta var 3,9. Þessir jarðskjálftar urðu á svæði í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu þar sem hefur verið jarðskjálftavirkni síðan í September-2015. Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað vegna þenslu í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan í September-2015 hefur jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verið að minnka hægt og rólega. Í dag verða jarðskjálftahrinur á 11 til 18 daga fresti eða svo. Það eru engin augljós merki um það eldgos sé yfirvofandi í Bárðarbungu.

Smá athugasemd vegna Þórðarhyrnu

Á kortinu hérna að ofan smá sjá smá jarðskjálfta í Þórðarhyrnu sem er eldstöð innan eldstöðvarkerfisins í Grímsvötnum. Í Þórðarhyrnu má sjá smá jarðskjálfta með stærðina 1,3. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu hófst í Desember 1902 og lauk því í þann 12 Janúar 1904. Það er ekki mikil jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu og það bendir til þess að eldgos geti hafist í eldstöðinni án mikils fyrirvara eða viðvörunnar. Eldgosið á undan 1902 eldgosinu átti sér stað árið 1887 til 1889 og það bendir til þess að eldgos í Þórðarhyrnu séu almennt mjög löng og valdi talsverðu tjóni vegna þess að þessi eldstöð er alveg þakin jökli. Ég set inn þessa athugasemd vegna þess að mig grunar að stutt sé í eldgos í Þórðarhyrnu og tel líklegt að eldstöðin muni gjósa innan nokkura ára.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli

Það hefur orðið snögg aukning í jarðskjálftavirkni í Öræfajökli undanfarna mánuði. Þessi aukning í jarðskjálftum er sneggri en ég gerði ráð fyrir. Í fyrsta skipti er jarðskjálftavirknin í misgengi (þetta virðist vera misgengi) sem liggur austur og vestur í eldstöðinni.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil þegar stærðir jarðskjálfta eru skoðaðar, stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,2 og allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Síðasta eldgos í Öræfajökli var árið 1727 og hófst þann 3 Ágúst og lauk 10 mánuðum síðar þann 1 Maí 1727 (+- 30 dagar). Stærð eldgossins 1727 var VEI=4 en til samanburðar þá var eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 einnig VEI=4. Ég veit ekki hvernig þessi virkni muni þróast á næstunni. Ólíkt því sem gerðist í Eyjafjallajökli þá virðist þessi aukning í jarðskjálftum vera mun hraðari í Öræfajökli en í Eyjafjallajökli. Öræfajökull og Eyjafjallajökull eru mjög svipaðar eldstöðvar að uppbyggingu og eldgosastærðum (eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 var einnig VEI=4). Ef að eldgos verður í Öræfajökli þá má reikna með svipuðum flugtruflunum eins og urðu þegar Eyjafjallajökull gaus árið 2010. Eins og staðan er núna þá er engin stórhætta á eldgosi í Öræfajökli þrátt fyrir jarðskjálftavirknina.

Jarðskjálfti með stærðina 5,9 djúpt á Reykjaneshrygg þann 10-September-2017

Í gær þann 10-September-2017 klukkan 21:40 varð jarðskjálfti með stærðina 5,9 djúpt á Reykjaneshrygg (EMSC upplýsingar hérna). Engir eftirskjálftar hafa sést á jarðskjálftamælum vegna fjarlægðar frá landi.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Böðvarshólum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram í Heklubyggð. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Fjarlægð þessa jarðskjálfta frá Reykjavík er 1004 km. Vegna fjarlægðar frá landi þá varð enginn var við þennan jarðskjálfta. Í mesta falli hefur þessi jarðskjálfti hrætt fiska á svæðinu. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað frekara gerist á þessu svæði.

Grein uppfærð klukkan 00:57 þann 12-September-2017. Bætti við tengli sem hafði gleymst.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu aðfaranótt 7-September-2017

Aðfaranótt 7-September-2017 varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftinn sem kom fram í síðustu nótt var stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan í Ágúst-2017.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan sem kom fram í Bárðarbungu var í norður-austur hluta öskjunnar. Þetta svæði í öskju Bárðarbungu hefur verið virkt síðan í Ágúst-2014 þegar núverandi virknitímabil hófst í Bárðarbungu. Í þetta skiptið var enginn órói greindur í Bárðarbungu. Það er möguleiki á því að það verði ekki alltaf raunin að mínu áliti þar sem ég tel að það sé talsverð hætta á litlum skammlífum eldgosum núna í Bárðarbungu og þá munu jökulflóð koma fram í kjölfarið. Í þetta skiptið kom hinsvegar ekkert eldgos fram í Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni í Vestmannaeyjum (úti fyrir ströndinni)

Síðustu tvo daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Vestmannaeyjum. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2015 það kemur fram jarðskjálftavirkni í Vestamannaeyjum. Sú jarðskjálftavirkni sem kom fram núna var minniháttar og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 1,5. Dýpi þessara jarðskjálfta var stöðugt í kringum 17 km en aðeins einn jarðskjálfti var með dýpið 14,2 km. Jarðskjálftarnir voru í áttina NA-SV og mynduðu við beina línu á jarðskjálftakortinu.


Jarðskjálftavirknin í Vestmannaeyjum. Jarðskjálftavirknin er úti í sjó. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram samtals fjórir jarðskjálftar núna og síðan 30-Ágúst-2017 hefur allt verið rólegt í Vestmannaeyja kerfinu. Það er engin ástæða til þess að áætla að eitthvað sé að fara að gerast núna. Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að það sé raunin og að eitthvað muni gerast núna. Síðasta eldgos í Vestmannaeyja eldstöðinni var árið 1973. Vandamálið hérna er hinsvegar það að eldstöðin er að mestu leiti undir sjó og eldgosavirknin í henni er ekki vel skráð.

Eftirtalin eldgos hafa orðið í Vestmannaeyja kerfinu samkvæmt Global Volcanism Program.

1637 Október – 1638 Febrúar 28 +- 60 dagar (skekkja í skráningu). Hugsanlega suð-vestur af Heimaey.
1896 September – Óþekkt. Suður eða Suð-vestur af Hellisey.
1963 Nóvember 8 – 1967 Júní 5, Surtsey myndaðist í þessu eldgosi.
1973 Janúar 23 – 1973 Júní 28, Heimaey (Eldfell).

Minni eldgos gætu hafa átt sér stað án þess að án þess að vera skráð í sögubækurnar fyrr á tímum (það er einnig hugsanlegt að stærri eldgos hafi ekki einu sinni verið skráð). Dýpi þeirra jarðskjálfta sem átti sér stað bendir til þess að kvika sé á ferðinni en ekkert bendir til þess núna að þessi kvika sé að rísa upp til yfirborðs. Það er því engin hætta á því að það fari að gjósa núna. Hinsvegar þekki ég ekki nógu vel hegðun þessar eldstöðvar vegna skorts á skráðri sögu og gögnum um eldstöðina.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri

Í gær (22-Ágúst-2017) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri. Þetta var frekar lítil jarðskjálftahrina og sást ágætlega á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Það er möguleiki á því að fleiri jarðskjálftar hafi orðið en mældust á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Flest bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í flekahreyfingum heldur en kvikuhreyfingum en það er voðalega vont að sjá það í þessari fjarlægð frá jarðskjálftamælanetinu og merkið sem ég fékk á mína jarðskjálftamæla var mjög óskýrt. Ég veit ekki hvenær síðasta eldgos varð á þessu en það var líklega á tímabilinu milli 13 og 15 aldar.

Uppfærsla eitt

Samkvæmt frétt Rúv þá féll Geirfuglasker árið 1972. Af einhverjum ástæðum þá var það ennþá inni hjá Veðurstofunni. Næsti punktur hefur verið fluttur til Eldeyjarboða sem er aðeins sunnar. Ég mun skrifa eftir því í framtíðinni.

Grein uppfærð þann 24-Ágúst-2017 klukkan 18:38.

Miðlungs jarðskjálftahrina austur af Brennisteinsfjöllum

Síðustu nótt varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum, þessi jarðskjálftahrina varð rétt austur af Brennisteinsfjöllum en innan sprungusveim eldstöðvarinnar í Bláfjöllum. Í þessari jarðskjálftahrinu komu fram merki um kvikuhreyfingar en mestur hluti þeirra jarðskjálfta sem kom fram átti upptök sín í jarðskorpuhreyfingum.


Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á korti á jarðskjálftavef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Í kringum 210 jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu. Um klukkan 07:00 fór að draga verulega úr jarðskjálftahrinunni og virðist sem að jarðskjálftahrinunni hafi lokið nokkrum klukkutímum síðar. Það er ekki hægt að vita hvort að ný jarðskjálftahrina mun hefjast á þessu svæði innan skamms eða ekki. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði þarna á næstunni, þó svo að kvika sé á ferðinni innan í eldstöðinni.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum

Síðan um helgina hefur verið jarðskjálftahrina í Breinnisteinsfjöllum (tengill á Wikipedia hérna). Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki verið neitt rosalega stór í stærð jarðskjálfta en það hafa komið fram um 130 jarðskjálftar þessa stundina. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina 2,8 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan í Breinnisteinsfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið virðast margir vera bland jarðskjálftar og þeir fáu jarðskjálftar sem ég hef mælt bera þess merki. Blandjarðskjálfti er þegar kvika og jarðskorpa veldur jarðskjálftanum og ber hann því merki bæði kvikuhreyfinga og jarðskorpuhreyfinga. Síðasta eldgos í Breinnisteinsfjöllum varð árið 1341 en ég hef ekki miklar aðrar upplýsingar um það eldgos eða önnur eldgos sem hafa orðið í þessu eldstöðvarkerfi þessa stundina. Þessi jarðskjálftahrina er mjög staðbundin en hefur færst aðeins suður síðan hún hófst um helgina. Þessa stundina er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi, þessa stundina er hlé á jarðskjálftahrinunni og því engir jarðskjálftar að koma fram.