Jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli síðustu nótt

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað í Tungnafellsjökli síðustu nótt (18-Mars-2017). Þeir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru litlir en dýpið var frá 3 til 13 km.


Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli, norður af Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki alveg ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni á sér stað í Tungnafellsjökli. Þetta gæti verið kvikuinnskot á talsverðu dýpi eða jarðskorpan að aðlaga sig að breyttu spennustigi vegna þenslu í Bárðarbungu. Það er ekki vitað hvers er í Tungnafellsjökli á þessari stundu. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli eftir talsvert hlé.

Jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu

Síðustu nótt (13.Mars-2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti á sér stað nokkrum dögum eftir að kröftug jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu. Eftirskjálftar voru litlir í kjölfarið á stóra jarðskjálftanum og ekki markverðir sem slíkir.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að stærðir jarðskjálfta sem núna eiga sér stað séu að aukast. Það er ekki vitað afhverju það er raunin og ekki er hægt að segja til um það hvort að þessi virkni muni enda í eldgosi eða ekki.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í nótt

Í nótt (8-Mars-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,1 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,9. Aðrir jarðskjálftar í þessari hrinu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænu stjörnunar). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á að mestu leiti uppruna sinn í því að kvika er að flæða inn í eldstöðina og valda þenslu. Þessi kvika sem flæðir inn í eldstöðina fer þar inn í kvikuhólf sem eru staðsett einhverstaðar inn í eldstöðinni og núverandi gögn benda til þess að kvika sé að flæða inn í kvikuhólfið sem gaus í Ágúst 2014 til Febrúar 2015. Það hefur dregið undanfarið úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og koma núna svona jarðskjálftahrinur eingöngu fram á 2 til 3 vikna fresti núna. Líklegt er að halda muni áfram að draga úr þessari jarðskjálftavirkni ef ekkert gerist (eldgos eða kvikuinnskotsvirkni).

Hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu

Í kvöld (05.03.2017) varð hugsanlegt kvikuinnskot í Þórðarhyrnu (eldstöðin er undir Grímsvötnum hjá Global Volcanism Program). Þórðarhyrna er staðsett suð-vestur af Grímsvötnum og síðasta eldgos varð árið 1902 þegar eldstöðin gaus á sama tíma og Grímsvötn (stærð VEI=4), eldgosið þar á undan varð árið (Ágúst 25) 1887 og varði í rúmlega tvö ár (til ársins 1889).


Jarðskjálftavirknin í Þórðarhyrnu í kvöld (rauðu punktanir suð-vestur af Grímsvötnum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast, þar sem ekki hefur orðið eldgos í Þórðarhyrnu síðan árið 1902. Það eina sem hægt er að gera að er að bíða og sjá hvernig þetta mun þróast í eldstöðinni.

Jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg í gær (02.03.2017)

Í gær (02.03.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað rúmlega 540 km frá landi og því mældust aðeins stærstu jarðskjálftarnir á mælum. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar hérna), annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,4 (EMSC upplýsingar hérna). Það er ekki ljóst hvort að eitthvað frekara gerðist á þessu svæði í gær vegna fjarlægðar og dýpis á þessu svæði, þar sem dýpið er mjög mikið þá sést ekki neitt á yfirborði og ég er ekki viss um að nokkuð sjáist á yfirborðinu þó svo að skipt mundi sigla þarna beint yfir.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,9 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,9 eins og hann sást á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.

Fleiri jarðskjálftar geta komið fram á mælanetum í tengslum við þessa jarðskjálftahrinu ef þeir eru nógu stórir. Það er erfitt að vita hvort að jarðskjálftahrinan sé ennþá í gangi á þessu svæði vegna fjarlægðar.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í morgun

Í morgun (01.03.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 4,1 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Samtals fimm jarðskjálftar stærri en þrír áttu sér stað.


Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu, grænu stjörnurnar sýna hvar jarðskjálftahrinan átti sér stað og voru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom stærsti jarðskjálftinn fram hjá á mínum jarðskjálftamælum.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Síun á merkinu er 1Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar síðunni CC leyfi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,1 í Bárðarbungu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Síun á merkinu er 4Hz. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á síðunni CC leyfi.

Jarðskjálftahrinur verða núna í Bárðarbungu vegna þess að kvika er að flæða inn í eldstöðina af miklu dýpi sem veldur þenslu. Síðasti mánuðir (Febrúar 2017) hefur verið sá rólegasti í Bárðarbungu síðan eldgosinu lauk í Febrúar 2015.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni kemur í tveim gerðum, fyrri gerðin eru jarðskjálftahrinu en sú seinni eru stakir jarðskjálftar sem eru dreifðir um öskju Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vísbendinganar eru þess eðlis að líklega mun gjósa í Kötlu fljótlega. Hinsvegar er ennþá möguleiki á því að Katla muni róast niður aftur og ekkert frekar muni gerast, aftur á móti eins og málin standa í dag. Þá er það ólíklegri niðurstaða. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem jarðskjálftavirknin í Kötlu hefur verið í gangi síðan í lok Ágúst-2015 og það virðist lítið vera að breytast þar, þó svo að það dragi aðeins úr virkninni einhverja daga og vikur tímabundið. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin í Kötlu frekar lítil og aðeins smáskjálftar að eiga sér stað. Þessa stundina hafa allir jarðskjálftar verið minni en 3,0 að stærð og það er engin merki þess að draga sé úr jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið

Í gær (22.02.2017) varð jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið (svæði sem er kennt við eldstöðina Presthnjúkar hjá Global Volcanism Program).


Jarðskjálftavirknin nærri Skjaldbreið í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn aðeins með stærðina 2,2 og það dýpi sem kom fram var frá 18,3 km og upp að 1,1 km. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið núna.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni langt norður af Kolbeinsey

Undanfarnar virkur hefur verið jarðskjálftavirkni langt norður af Kolbeinsey. Það er ennþá óljóst hvað er að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessu svæði.


Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey (bláu hringirnir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærðir allra þeirra jarðskjálfta sem hafa mælst á þessu svæði eru vanmetnar vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu. Ég náði að mæla síðustu jarðskjálftahrinu sem varð á þessu svæði á jarðskjálftamælinn minn á norðurlandi. Þá komu fram fimm jarðskjálftar sem voru að minnsta kosti með stærðina 3,2 á 4 til 8 mínútu tímabili. Þetta voru einu jarðskjálftarnir sem ég náði að mæla í þessari jarðskjálftahrinu, enda er fjarlægðin rúmlega 230 km. Þessi fjarlægð veldur því að erfitt er að staðsetja jarðskjálftana nákvæmlega og finna út nákvæmlega hversu stórir þeir voru, meiri skekkja kemur einnig fram í staðsetningu jarðskjálftana og getur þar munað nokkrum tugum kílómetra.

Það er möguleiki á því að þarna sé eldgos í gangi núna. Það var þarna mögulega eldgos eða kvikuinnskot á þessu svæði eða nálægt því í Október árið 1999, hægt er að lesa um þá jarðskjálftahrinu hérna á vefsíðu Global Volcanism Program.

Jarðskjálftavirkni eykst í Kötlu á ný

Síðasta sólarhringinn (15 til 16.02.2017), þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Kötlu. Þessi aukning á jarðskjálftum fylgir fyrra munstri og hugsanlegt er að jarðskjálftar með stærðina 3,0 og stærri verði í Kötlu á næstu dögum. Það er þó ekki hægt að segja til um það með neinni vissu. Hérna er ég eingöngu að miða við bestu mögulegu gögn sem ég hef.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú jarðskjálftavirkni sem hefur orðið var ekki kröftug og stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 2,0. Allir aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Í fyrri jarðskjálftahrinum hefur þetta orðið þannig að lítil jarðskjálftahrina hefst og síðan kemur hlé í nokkra klukkutíma til daga, eftir að því líkur þá hefst jarðskjálftahrina með einum eða fleiri jarðskjálftum með stærðina 3,0 í öskju Kötlu. Ég reikna með að þetta munstur muni endurtaka sig núna. Hvað síðan raunverulega gerist á eftir að koma í ljós.