Staðan í Kötlu klukkan 23:31

Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í Kötlu. Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er að aukast þessa stundina. Eins og staðan er núna þá eru engin augljós merki um það að eldgos sé yfirvofandi. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara eins og ég met stöðuna núna. Það er einnig ekki hægt að vita eins og er hvort að þessi virkni í Kötlu muni halda áfram að aukast eða minnka. Samkvæmt fyrri reynslu þá er það mitt mat að þessi virkni muni halda áfram að aukast á næstu dögum og vikum áður en það fer aftur að draga úr þessari virkni. Þessi aukna virkni mun hugsanlega ekki leiða til eldgoss, þar sem aukin jarðskjálftavirkni þarf ekki endilega að þýða að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar hefur þessi aukna jarðskjálftavirkni í Kötlu aukið líkunar á því að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu eins og staðan er núna. Þangað til að það fer að draga úr jarðskjálftavirkninni þá er hættan á eldgosi hærri en venjulega. Hinsvegar eru þess engin merki eins og er að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

140707_2017
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 20:17 í kvöld (7-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar lítið eldgos átti sér stað í Kötlu í Júlí-2011 (ég skrifaði um það hérna og hérna á ensku). Þá urðu einnig svona jarðskjálftahrinur í Kötlu eins og sjást núna og hófst þær rúmum mánuði áður en það litla eldgos átti sér stað. Sú virkni sem átti sér þá stað varð í öðrum stað í Kötlu öskjunni en sú virkni sem núna á sér stað. Jarðskjálftavirknin í dag er á svæði sem hefur hugsanlega ekki gosið síðan árið 1918 þegar síðasta stóra eldgos varð í Kötlu.

140706.234343.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í þann 6-Júlí-2014. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi fyrir nánari upplýsingar.

Þessi jarðskjálfti sýnir að kvika í Kötlu er undir talsverðum þrýstingi. Þessi þrýstingur veldur því að þeir jarðskjálftar sem koma fram mynda tornillo jarðskjálfta. Þessir jarðskjálftar eru lágir í tíðni og frekar eintóna og með langt útslag. Ég get ekki sagt til um það hvað gerist næst í Kötlu, ef eitthvað meira gerist en bara jarðskjálftavirkni. Meira vatn hefur einnig verið í Múlakvísl síðasta sólarhringinn, það er hinsvegar möguleiki á því að það sé bara regnvatn sem er að fara í ána, þar sem mikil rigning hefur verið á þessu svæði síðasta sólarhringinn, leiðni hefur einnig verið hærri á sama tíma í Múlakvísl, það er ekki ljóst á þessari stundu afhverju það stafar. Ég mun halda áfram að fylgjast með stöðinni í Kötlu á meðan virknin er svona mikil.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu. Þar sem mér finnst alltaf erfitt að vera blankur. Takk fyrir stuðninginn.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (6-Júní-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina var með dýpið 24 til 28 km. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa átt sér stað hafa farið yfir stærðina 2,0, stærsti jarðskjálftinn sem átti sér stað var með stærðina 1,5 í barmi öskjunnar.

140606_1945
Jarðskjálftahrinan í Kötlu í gær. Jarðskjálftahrinan átti sér stað í brún öskjunnar í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag (7-Júní-2014) hefur annað einkennilegt verið að koma fram í eldstöðinni Kötlu. Í dag hafa verið að koma fram jarðskjálftar rúmlega 10 km norð-austur af Vík í Mýrdal. Jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir og hefur dýpi þeirra verið frá 18,4 km og niður í 29,2 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni er innan eldstöðvarinnar Kötlu, þó er hún alveg í jaðrinum á því sem telst vera eldstöðvarkerfi Kötlu.

140607_1420
Jarðskjálftarnir sem eru rúmlega 10 norð-austur af Vík í Mýrdal. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftavirkni á sér stað á svona miklu dýpi þá er það ekki vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Heldur er hérna um að ræða jarðskjálfta vegna kvikubreytinga innan í Kötlu. Ekki er ljóst hvort að um kvikinnskot sé að ræða. Þessir jarðskjálftar þýða líklega enga breytingu á hættu á eldgosi í Kötlu á þessari stundu. Þetta á við núna, þar sem jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil í Kötlu eins og stendur, ef það væri eitthvað að gerast þá væri talsvert meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu og þá er gott að miða við þá reynslu sem fékkst af litlu eldgosi (textinn er eingöngu á ensku) sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Það er ekki hægt að segja til það hvort að þessi djúpa jarðskjálftavirkni í Kötlu núna þýði einhverjar breytingar á næstu mánuðum varðandi virkni í Kötlu. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós hverning það mun þróast.

Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Ný jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Þann 20-Maí-2014 hófst jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina var frekar lítil og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,8 samkvæmt yfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands.

140521_2220
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist stafa af kvikuinnskoti í Bárðarbungu. Það er ekki víst að þessi jarðskjálftavirkni muni valda eldgosi í Bárðarbungu og þessi virkni þýðir ekki að þarna sé að fara gjósa. Reikna má með frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu á næstu dögum og vikum.

Jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu

Í dag (16-Maí-2014) klukkan 14:41 varð jarðskjálfti með stærðina 3,7 í Bárðarbungu. Í kringum 20 eftirskjálftar komu í kjölfarið á aðal jarðskjálftanum, eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftahrinur eru algengir í Bárðarbungu.

140516_2125
Jarðskjálftinn í Bárðarbungu er þar sem græna stjarnan er til staðar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140516.144100.hkbz.psn
Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Nánari upplýsingar er að finna á CC Leyfi síðunni.

Stærsti eftirskjálftinn samkvæmt sjálfvirkri úrvinnslu hafði stærðina 2,6 en samkvæmt yfirförnum niðurstöðum þá var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,5. Þær niðurstöður gætu hinsvegar breyst þegar farið er frekar yfir þær á næstu dögum. Búast má við frekari jarðskjálftum á þessu svæði og að þarna verði jafnvel að þarna verði jarðskjálftar sem verða jafnvel stærri en sá sem varð í dag.

Styrkir: Ég minni fólk að styrkja mig ef það getur. Það hjálpar mér við að halda úr þessari vefsíðu ásamt fleiru (ekkert er ókeypis). Nánari upplýsingar hérna. Ef fólk er að kaupa frá Amazon og gerir það í gegnum mig þá fæ ég frá 5% til 10% af söluverðinu í tekjur af hverri sölu. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum

Í gær (14-Maí-2014) varð jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og náði enginn jarðskjálfti stærðinni 2,0 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftar eru ekki algengir í Kverkfjöllum en svona jarðskjálfthrinur gerast einstakasinnum engu að síður.

140514_1935
Jarðskjálftahrinan í Kverkfjöllum er þar sem rauðu punktanir eru í austanverðum Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef ekki neinar vísbendingar afhverju þessi jarðskjálftahrina átti sér stað. Hugsanlega var um að ræða kvikuinnskot í Kverkfjöll eða breytingar í háhitasvæðum eldstöðvarinnar. Á meðan jarðskjálftahrinan átti sér stað varð ekki nein breyting á óróaplottum nærri Kverkfjöllum. Hægt er að skoða vefmyndavélar Kverkfjalla hérna, en þær hafa því miður ekki uppfærst síðan 1-Maí-2014. Ég er ekki að reikna með neinni breytingu í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag.

Ný jarðskjálftahrina í Herðubreið

Þann 13-Maí-2014 og í gær (14-Maí-2014) var ný jarðskjálftahrina í Herðubreið, auk jarðskjálftahrinunnar í Herðubreiðartöglum. Þessi jarðskjálftahrina er að einhverju leiti ennþá í gangi.

140514_1935_myvatn
Jarðskjálftahrinan í Herðubreið og Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin á þessu svæði dettur niður á milli þess sem hún eykst á ný. Ég veit ekki afhverju þetta er svona. Í þessari jarðskjálftahrinu voru mjög fáir jarðskjálftar stærri en 2,4. Yfir 100 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu þann tíma sem toppurinn í virkninni varði. Það er ekkert sem bendir til þess að þarna muni gjósa á þessu svæði í næstu framtíð. Líklegt er að jarðskjálftahrinur muni halda áfram á þessu svæði.

Staðan í Herðubreiðartöglum þann 12-Maí-2014

Þetta er síðasta uppfærslan um stöðuna í Herðubreiðartöglum í bili.

Síðustu helgi þá minnkaði jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, bæði í fjölda jarðskjálfta sem urðu ásamt því að stærðir þeirra jarðskjálfta sem áttu sér stað minnkuðu. Enginn jarðskjálfti sem varð um helgina náði stærðinni 2,0 sýnist mér.

140512_1630
Jarðskjálftavirknin í Herðubreiðartöglum í dag (12-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki lokið í Herðubreiðartöglum, það er ennþá jarðskjálftavirkni að eiga sér stað þarna. Hinsvegar hefur dregið mjög úr þeirri virkni sem þarna á sér stað og því er óþarfi fyrir mig að skrifa um það. Ef meiriháttar breytingar verða í jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum, þá mun ég setja inn upplýsingar um þá virkni hérna.

Jarðskjálfti með stærðina 3,8 á Reykjaneshrygg [Uppfærðar upplýsingar]

Í dag (11-Maí-2014) klukkan 01:57 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 á Reykjaneshrygg, dýpi þessa jarðskjálfta var 11,6 km. Þarna er eldstöð eins og kemur fram hérna. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

140511_1455
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 er græna stjarnan sem er nær landi á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið jarðskjálftavirkni á þessum hluta Reykjaneshryggjar síðustu tvær vikur (17 dagar hingað til). Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar verið frekar lítil þarna og ekki mikið um jarðskjálfta sem hafa farið yfir stærðina 2,0. Það hefur bæði verið fjölgun og minnkun í þessari jarðskjálftahrinu á þessu tímabili. Ég skrifaði fyrst um jarðskjálftahrinu þarna þann 4-Aprí-2014, og síðan aftur um jarðskjálftahrinu þann 13-Apríl-2014. Síðan aftur þann 24-Apríl-2014 (tengill hérna) og enn á ný þann 28-Apríl-2014 (tengill hérna).

Ég reikna með að jarðskjálftavirkni þarna muni halda áfram, þó svo að sveiflur muni verða í jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni hefur nærri því verið stöðug á þessu svæði allan Apríl og það sem liðið er af Maí. Hugsanlegt er að þessi jarðskjálftavirkni geti verið vegna kvikuinnskota á þessu svæði á Reykjaneshryggnum, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að það þarna sé að fara að gjósa. Ég reikna með að jarðskjálftavirkni muni halda áfram á þessu svæði næstu daga og jafnvel vikur. Ég er með tvo jarðskjálftamæla og allir stærri jarðskjálftar munu sjást ágætlega á jarðskjálftamælunum mínum, hægt er að skoða vefsíðuna hérna.

Uppfærðar upplýsingar: Samkvæmt nýrri yfirfarinni niðurstöðu hjá Veðurstofu Íslands. Þá var stærð jarðskjáfltans sem varð í gær (11-Maí-2014) 3,8 með dýpið 11,5 km. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,1 (klukkan 01:55 og 01:59) áttu sér einnig stað á svipuðum tíma á þessu svæði.

140512_1655
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í dag. Grænu stjörnurnar tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag hefur verið jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og hafa tveir jarðskjálftar átt sér stað sem eru stærri en 3,0. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum frá Veðurstofu Íslands. Ég reikna með að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna á næstunni. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði kemur í bylgjum með löngum hléum á milli. Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 sjást ágætlega á mínum jarðskjálftamælum, vefsíðan fyrir jarðskjálftamælana mína er hérna.

Uppfært klukkan 18:50.

Staðan í Herðubreiðartögl þann 9-Maí-2014

Hérna er stutt yfirlit yfir stöðina í Herðubreiðartögl eins og hún er þann 9-Maí-2014.

Síðasta sólarhringinn hefur dregið mjög úr jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum, enda hafa stærstu jarðskjálftar síðasta sólarhringinn eingöngu náð stærðinni 2,0. Jarðskjálftavirkni heldur áfram þarna en er miklu minni en áður, hinsvegar virðist þessi jarðskjálftahrina ekki vera búin eins og er. Þó að þessi jarðskjálftahrina hafi núna varið í rúmlega sjö daga.

140509_1905
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartögl eins og hún var í dag. Það sést á þessari mynd að jarðskjálftahrinan er mun minni í dag en í gær (8-Maí-2014) og undanfarna daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509_1905_tracer
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig vel fram í jarðskjálfta-teljaranum sem er á vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.09.05.2014.at.19.35.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á óróaplottinu. Þar sem minna kemur fram á bláu línunni (2-4Hz) þegar jarðskjálftum fækkar í Herðubreiðartöglum. Eitthvað af virkninni sem hérna sést er frá suðurlandinu og af Reykjaneshrygg vegna jarðskjálftavirkni þar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IASK.svd.09.05.2014.19.23.utc
Minni jarðskjálftavirkni kemur einnig fram á tromluriti Veðurstofu Íslands. Eitthvað af jarðskjálftum þarna er frá Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Herðubreiðartöglum er ekki nægjanlega stór til þess að sjást á þeim jarðskjálftamælum sem ég rek, til þess að það gerist þá þurfa jarðskjálftarnir að hafa stærðina 3,0 eða stærri, svo að þeir sjáist almennilega að minnstakosti. Hægt er að fylgjast með þeirri jarðskjálftavirkni sem kemur fram á jarðskjálftamælunum mínum hérna. Þarna sjást allir þeir jarðskjálftar sem eru nógu stórir til þess að koma almennilega fram á mínum jarðskjálftamælum. Þegar þetta er skrifað eru það jarðskjálftar yfirleitt stærri en 3,0 sem eiga sér stað núna (þegar þetta er skrifað).