Það sem búast má við af Bárðarbungu (líklega)

Þetta hérna eru hugleiðingar um það sem er hugsanlegt að muni gerast í Bárðarbungu.

Hrun Bárðarbungu í nýja öskju

Í dag er askja í Bárðarbungu, þetta er ein stærsta askja Íslands og er rúmlega 70 ferkílómetrar að stærð og 10 km að breidd. Hinsvegar stendur eldstöðin hátt og er hæst rúmlega 2009 metra yfir sjávarmáli. Þannig að það er nægur efniviður fyrir Bárðarbungu til þess að falla niður í. Þann 16-Ágúst-2014 hófst þetta ferli sem mun valda hruni Bárðarbungu. Þann dag var hófst hrunið í Bárðarbungu, en það vissi það bara ekki neinn, en þann dag hófst einnig öflug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu sem markaði þetta upphaf hruns Bárðarbungu. Þegar hrun Bárðarbungu hefst fyrir alvöru má búast við mjög sterkum jarðskjálftum á svæðinu. Stærðir þeirra verða frá 5,5 til 6,7 og hugsanlega stærri ef jarðskorpan þarna ber slíka jarðskjálfta. Kvikan sem er í kvikuhólfi Bárðarbungu mun síðan leita upp með brúnum misgengins sem myndast hefur (hringurinn sem jarðskjáfltanir mynda eru misgengið). Kraftur eldgossins mun ráðast að mestu leiti á því hversu mikið öskjusig þetta verður, það er ekki hægt að segja til um það hversu mikið það verður fyrr en það hefst. Ég er hinsvegar að búast við mjög stóru öskjusigi sem mun valda miklu tjóni á Íslandi.

Það er einnig hætta á því að mínu áliti (sem getur verið rangt) að norðari hlið Bárðarbungu falli fram eða hrynji niður í þessum átökum sem þarna munu eiga sér stað. Hvað varðar jökulflóð þá er ljóst að þau munu fara bæði suður-vestur og norður með vatnasvæðum þar sem þau falla. Hversu mikið hlaupvatn er um að ræða er erfitt að segja til um á þessari stundu, en ljóst er það mun verða umtalsvert. Reikna með tjóni á vatnsvirkjum á þeim svæðum þar sem flóðin munu fara um. Einnig má reikna með miklu tjóni við Húsavík þar sem flóðin fara um. Tjón af völdum öskuskýs mun eingöngu ráðast af vindátt þegar að þessu kemur. Reikna má með að öskuskýið verði mjög stórt þegar þetta gerist og nái jafvel meira en 20 km hæð.

Eldgosavirkni mun halda áfram eftir að hruninu líkur. Hversu lengi slík virkni mun vara veit ég ekki fyrr en þessu er öllu saman lokið. Það getur verið allt frá viku upp í mörg ár. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá til hvernig þetta fer.

Öryggisatriði fyrir fólk

  • Fólk þarf að kaupa sér langbylgjuútvarp til þess að ná langbylgju útsendingum. Þar sem reikna má með tjóni á fjarskiptavirkjum og rafmagnsleysi þegar öskjusigið hefst. Upplýsingavefsíðu Rúv um langbylgjuna er að finna hérna.
  • Fólk ætti að fá sér heimasíma sem gengur eingöngu á fastlínukerfinu. Það tryggir virkni fastlínusíma ef aðrar fjarskiptaleiðir tapast (sambönd yfir farsíma).
  • Fólk ætti að fá sér talstöðvar. Þar sem ekki er hægt að treysta á farsímakerfið eða fastlínukerfið virki í verstu tilfellunum eða eftir langdregið rafmagnsleysi. Þannig er hægt að tryggja þráðlaus fjarskipti á takmörkuðu svæði. Þar sem drægni talstöðva er ekki meira en 8 til 10 km á UHF bandinu.
  • Hægt er að nota varaaflgjafa við sjónvörp (flatskjái). Við slík sjónvörp þá duga þeir lengur en við tölvur, en ekki endalaust.
  • Fólk skal búast við sambandsleysi við internetið þegar þetta hefst. Þar sem ekki er hægt að treysta á það að flutningsleiðir fyrir internet sambönd haldi við álíka hamfarir.
  • Fólk á að hlusta á tilkynningar frá Almannavörnum þegar þetta skellur á. Hvort sem þær eru í útvarpi eða sjónvarpinu.

Um stöðuna í Bárðarbungu

Staðan í Bárðarbungu er mjög alvarleg og fer ekki batnandi eftir því sem tíminn líður. Það er ljóst að mjög stórir atburðir eru að eiga sér stað þar núna. Þetta eru hugsanlega stærstu atburðir í sögu Íslands síðan land byggðist, það er þó ekki hægt að vera viss um slíkt fyrr en þetta hefst. Ég byggi mitt álít á bestu vísindalegu gögnum sem ég hef. Það sem ég veit ekki hvenær þetta mun hefast. Hinsvegar er ljóst að mínu áliti að þetta öskjusig í Bárðarbungu mun ekki hætta, það hefur ekki sýnt nein merki um að farið sé að hægjast á því sigi sem hafið er. Virkni dettur hinsvegar niður í einhverja klukkutíma eins og er og hefur gert það frá upphafi þessara atburða, ég veit ekki afhverju það er ennþá og hugsanlegt er það mun taka vísindamenn marga áratugi að komast að því afhverju slíkt hegðun á sér stað í eldstöðvarkerfum almennt.

Ég vona það besta í þeirri atburðarrás sem er núna að fara af stað. Hinsvegar er ljóst í mínum huga þegar þetta fer af stað af fullu afli þá mun verða mikið tjón. Ég vona að íslendingar sleppi við mannfall vegna þessara atburða sem eru að fara af stað fljótlega að mínu áliti.

25 Replies to “Það sem búast má við af Bárðarbungu (líklega)”

  1. Sigurður Haraldsson: þakka þér fyrir að deila því með okkur sem þér var sýnt.
    Að skjóta sendiboðann er orðið að sið hér á landi, því miður.
    Hef nú í langan tíma haft mikla atburði á tilfinningunni.
    En einhvern vegin fer þetta ekki á versta veg, er mín tilfinning.
    Hvernig sem það má nú verða.

  2. Hæ hæ, ein spurning, á maður að kaupa gasgrímur? Er einhver hér búin að gera það? Ég fyrir mína parta ætla að fara að kaupa dósamat og vatn til öryggis, better to be safe than sorry, er það ekki.

    1. Ég veit ekki hverjir söluaðilar fyrir gasgrímur eru, en samkvæmt fréttum sem ég sá um daginn voru þær allar uppseldar. Ég veit ekki hvort að þú ert á hættusvæði, en ef svo er þá er það góð hugmynd að kaupa dósamat og vatn.

      Reykjavíkingar þurf í mesta lagi að hafa áhyggjur af tímabundu rafmagnsleysi og öskufalli ef vindáttinn er þannig.

  3. Bárðarbunga
    YfirlitBárðarbunga
    Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð. Er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 km. löng og allt að 25 km. breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn. Vegna þess hve fjarri eldstöðin var byggðu bóli þá var fremur lítið var vitað um Bárðarbungu lengi vel en smámsaman varð mönnum ljóst að undir þessari miklu íshellu í norðvesturjaðri Vatnajökuls leyndist eitt öflugasta og hættulegasta eldfjall Íslands. Hæsti blettur Bárðarbungu er 2009 metra hár og hún er því næsthæsta fjall landsins.
    Askjan í Bárðarbungu er um 70 ferkílómetrar , allt að 10 km. breið og um 700 metra djúp. Umhverfis hana rísa barmarnir í allt að 1850 metra hæð en botninn er víðast í um 1100 metra hæð. Askjan er algjörlega jökulfyllt.
    Mörg gjóskulög sem upphaflega voru eignuð öðrum eldstöðvakerfum í Vatnajökli hafa við síðari tíma rannsóknir reynst vera úr Bárðarbungu. Einnig leiddi Gjálpargosið 1996 í ljós að samspil getur átt sér stað milli Bárðarbungu og Grímsvatna. Þá hleypti kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu, um 5 á Richter, af stað gosi á milli eldstöðvanna en kvikan var ættuð úr Grímsvatnakerfinu.
    Mikil jarðskjálftavirkni hefur lengi verið viðvarandi í Bárðarbungu án þess að til goss hafi komið. Skjálftarnir staðfesta að þarna er bráðlifandi eldfjall.
    Bárðarbunga
    Gossaga á nútíma
    Bárðarbungueldstöðin er sérstök að því leiti að þar verða alloft miklar rek- og goshrinur utan jökulsins til suðvesturs inn á hálendinu milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls eða til norðausturs í átt að Dyngjufjöllum. Stærstu gosin virðast verða þegar kvikan hleypur til suðvesturs. Á nútíma hafa þessar öflugu goshrinur orðið í kerfinu á um 250-600 ára fresti. Stærsta hraun landsins og reyndar á jörðinni úr einu gosi á nútíma er ættað úr Bárðarbungukerfinu, það er Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir um 8500 árum. Rann það ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Er það talið vera um 21-30 rúmkílómetrar og flatarmálið um 950 ferkílómetrar. Það er því töluvert meira en hraunin úr Skaftáreldum og Eldgjá. Mörg nokkuð mikil forsöguleg gos hafa orðið suðvestan jökulsins og tvö eftir landnám, Vatnaöldugosið um 870 og Veiðivatnagosið 1480. Bæði voru þetta stórgos sem hefðu mikil áhrif kæmu þau upp í dag.
    Einnig verða alloft gos norðaustan við Bárðarbungu á jökullausu svæði þar sem heitir Dyngjuháls. Þau gos virðast þó að jafnaði minni en þegar kvikan hleypur til suðvesturs. Síðast gekk slík hrina yfir á árunum 1862-4. Þá hefur komið í ljós í gjóskulagarannsóknum að allmörg gos hafa orðið í jöklinum sjálfum, væntanlega í eða norðaustur af öskjunni í Bárðarbungu. Þessi gos virðast koma í hrinum, allmörg gos urðu í jöklinum á árunum 1701-40 og síðast árið 1780. Síðan hefur ekki gosið í jöklinum og ekki gosið í kerfinu síðan árið 1864. Tíðir jarðskjálftar í Bárðarbungu sýna þó að þetta mikla eldfjall mun bæra á sér fyrr en varir.
    Þessi stóru sprungugos sem verða með um 5-800 ára millibili suðvestur af Bárðarbungu eru sérlega skeinuhætt. Þarna eru flestar vatnsaflsvirkjanir landsins og sérhvert þessara gosa breytir landslagi mjög mikið á þessum slóðum. Þarna munu verða mikil eldgos í framtíðinni og eldstöðin er að komast á tíma ef miðað er við forsöguna.
    Bárðarbunga er því eldfjall sem á skilið athygli og virðingu.

  4. Það er margt ti lí þessu , að mínu mati, hjá Jóni. Gott er að vona það besta, en gera ráð fyrir því versta. Við íslendingar erum vön því að hamfarir eru almennt bara eitthvað sem gerisst í roki og svo búið og enginn meiddist. Við höfum hinsvegar aldrei upplifað fellibyl, hvirfilbyl eða jarðskjálfta upp á meira en 8. Við höfum heldur aldrei upplifað eldgos af þeirri stærðargráðu sem hér gæti verið að upphefjast. Ég upplifði gosið í Heimaey sem lítill strákur og er brennt í minninu. Þó var þar bara um smá prump að ræða, en kom þó óþægilega nærri byggð. HInsvegar getur öskugos valdi nokkru sem kallast kjarnorkuvetur. Þeas, birtustig frá sólu vega öskumagns í lofti veldur kólnun jarðar svo að vetur sé að sumri. Uppskerur geta brugðist og listinn er langur yfir það sem fylgir á eftir og óskemmtilegur. Ég fyrir mitt leiti er byrjaður að undirbúa mig með því að setja í geymslu dósamat og eimað vatn. Vörur sem geymast vel. Þetta hljómar kannski fáránlega hér á landi, en ég vil frekar vera sá sem síðasts hlær heldur en sá sem ekki hefur neitt til að hlæja að 😉 Vonum það besta, gerum ráð fyrir hinu versta. Það er mín fílósófia.

  5. þú sem áhugamaður um jarðfræði ættir bara að fylgjast með, sérstaklega ef þú hefur orðið líklega í svona texta.

  6. Sæl verið þið, Bárðarbunga er eldstöðin sem ég hef varað við nú í nokkur ár sá fyrir um gríðarlegt hraungos í suð-vestur en áður mun gjósa í og við jökulinn. Sprunga tugir kílómetrar að lengd opnast og mikið magn hrauns renna í átt að sjó einn taumur mun ná í sjóinn en annar komast lang leiðina. Mikil móða mun fylgja þessu gosi og það eru gasefni sem koma upp með hrauninu. Sól mun myrkvast að hluta í tvö-þrú ár og landflótti skella á okkur, gríðarlgt tjórn mun verða á mannvirkjum það eru virkjanir, vegir, brýr og flutningsnet raforku og síma. Aðstoð mun berast erlendis frá sem mun aðstoða okkur við að komast út úr þessum þreyngingum og um leið þeim þreyngingum sem við búum við í dag af mannavöldum. Guð blessi Ísland.

      1. Hörður minn veit ekki um þennan eða hinnvitleysing. En átt þú ekki þyrlu til að sækja systir þína 😉

    1. Haltu kjafi hálfvitinn þinn. Djöfull er ég orðinn þreyttur á athyglissjúkum fávitum sem eru svo ómerkilegir að þeir gera allt til að telja öðrum trú að þeir séu það ekki.
      Þig dreymdi ekki rassgat, þú sast ekki rassgat í kaffibolla eða kristalskúlu og þú hefur ekki varað við þessu helvítis eldgosi við nokkurn mann fyrr an það byrjaði og þú sást tækifærið á þvi lygarinn þinn. afþvi að þú vissir ekki að bárðabunga væri til fyrr en það byrjað að gjósa þarna.
      Og þegið þú og þínir líkir svo!!!!

      1. Halldór hvurslags bara er þetta ! Rosalegur dóni ertu maður. Reyndu að sýna smá mannasiði, og ef þú ert alveg að tapa þér í pirringi fáðu þér þá frekar spýtu og farðu út að lemja grjót eða eitthvað. Það er fáránlegt að tala svona við fólk.

      2. Það eru bestu sýnirnar sem maður veit ekkert um, því þá á maður örugglega engan hlut í atburðinum sem manni er sýndur.
        Þegar sýnin er gömul eru miklar líkur á að mikið hafi breyst, en það veit maður ekkert um. Að sjá sýn eru bara skilaboð sem á að segja frá, eins vel og manni er unt. Ef þú biður einhvern um skilaboð og viðkomandi segir ekki frá þeim, þá hættir þú að biðja viðkomandi um skilaboð ekki satt.

      3. Halldór hvernig væri fyrir þig að naglhalda kjafti sjálfur og hætta að tala með rassgatinu. Sigurður var fyrir löngu búinn að vara við þessum hamförum fyrir nokkuð mörgum árum síðan. Þú veist ekki neitt.

      4. Ef þessi umræða hættir ekki á þeim tóni sem hún er kominn. Þá mun ég fara að bæta fólki á þann lista, þar sem athugasemdinar þeirra fara beint í spam flokkinn.

    2. Vá það er aldeilis að sumir eru sárir við að menn komi inn og segi frá sýnum sem þeir hafa séð, þarf ekki að benda á neitt nema það sem ég hef sagt og stend við sama hvað þið greyin eruð sár. Ekki gott að vera spámaður í sýnu föðurlandi.

      1. Sigurður Haraldsson: þakka þér fyrir að deila því með okkur sem þér var sýnt.
        Að skjóta sendiboðann er orðið að sið hér á landi, því miður.
        Hef nú í langan tíma haft mikla atburði á tilfinningunni.
        En einhvern vegin fer þetta ekki á versta veg, er mín tilfinning.
        Hvernig sem það má nú verða.

Lokað er fyrir athugasemdir.