Staðan í Bárðarbungu þann 15-September-2014

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 15:07

  • Jarðskjálfti með stærðina 5,4 varð klukkan 08:04.
  • Öskjusig varð í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og varði það í rúmlega 2 til 3 klukkutíma eftir skjálftann samkvæmt frétt Rúv. Þetta öskjusig varð í heildina um 45 sm samkvæmt GPS mælingu.
  • Eldgosið í Holuhrauni er svipað og í gær. Það gýs ennþá í miðjugígnum samkvæmt fréttum og minni gígum í nágrenni við aðal-gýginn. Hrunaflæði er ekki nægt til þess að komast yfir Jökulsá á Fjöllum eins og stendur. Þannig að núna breiðir hraunið úr sér frá aðal-gígnum.
  • Jarðskjálftavirkni hefur verið að færast suður með kvikuinnskotinu. Það eykur hættuna á því að eldgos hefjist undir jökli án mikils fyrirvara. Það hafa nú þegar orðið minniháttar jarðskjálftar undir jöklinum.
  • Mengun vegna SO2 (Brennisteinsoxíð) er mikið vandamál þar sem hana rekur undan vindi. Fólk þarf að fylgjast með veðurspám til þess að átta sig á því hvort að það sé í hættu að yfir sig Brennisteinsoxíð mengun.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 20:53

  • Hugsanlegt er að nýr gígur eða ný sprunga hafi opnast sunnan við núverandi gossprungu. Ég sé það þó ekki almennilega á vefmyndavél Mílu eins og er.
  • Sú rekhrina sem er hafinn í Bárðarbungu mun vara í marga mánuði samkvæmt fréttum á Rúv.
  • Ef eldgosið í Holuhrauni klárast þá mun hefjast eldgos á öðrum hlutum kvikuinnskotsins. Það gæti alveg eins gerst á svæði þar sem enginn jökull er til staðar, eða undir jökli. Það er engin leið til þess að vita það fyrir víst.

Grein uppfærð klukkan 15:17.
Grein uppfærð klukkan 20:56.