Jarðskjálftahrina nærri Grindavík

Styrkir: Þar sem að þetta er núna auglýsingalaus vefsíða. Þá verð ég að óska eftir styrkjum til þess halda þessari vefsíðu gangandi. Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna.

Í dag (7-Janúar-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 á Reykjanesinu ekki langt frá Grindavík. Þarna hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni undanfarnar tvær vikur á þessu sama svæði.

140107_1335
Jarðskjálftinn á Reykjanesinu nærri Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þó hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði næstu daga. Þó er líklegast að enginn þeirra muni fara yfir stærðina 3,0.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Í gær (6-Janúar-2014) hófst jarðskjálftahrina á Hveravöllum. Sem stendur er þetta mjög lítil jarðskjálfta og hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2,0 ennþá.

140107_0115
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt óróaplottinu á nærliggjandi SIL stöð Veðurstofu Íslands þá eiga sér stað þarna fleiri jarðskjálftar en koma fram á kortum Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru ekki nógu stórir til þess að mælast á öðrum SIL stöðvum sem Veðurstofa Íslands er með.

hve.svd.07-Januar-2014.01.22.utc
Óróaplott frá SIL stöðinni nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni haldi eitthvað á fram. Hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni aukast er erfitt að segja til um á þessari stundu.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Styrkir: Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar til þess að gera það hérna. Ég hef bara örorkubætur til þess að lifa af og örorkubætur eru ekki mjög háar í dag og er ég mjög blankur vegna þess. Sem betur fer er skiptagengið á milli ISK og DKK að lagast þessa dagana og ég vona að það haldi áfram. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna.

Í gær (31-Desember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,5 og dýpið var í kringum 5 km.

140101_1500
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan varð nærri fjalli sem heitir Fagradalsfjall og er þarna á svæðinu. Ég er ekki viss hvernig fjall þetta er. Hvort að þetta er gosgígur eða einhver önnur gerð af fjalli sem þarna er að finna. Frekari upplýsingar um þessa jarðskjálftahrinu er að finna á vefsíðu Veðurstofu Íslands hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum

Í kvöld hófst minniháttar jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina kemur til vegna niðurdælingar vatns hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

131214_1815
Jarðskjálftahrinan í Henglinum núna í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,4. Aðrir jarðskjálftar voru minni.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norður af Kolbeinsey

Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni norðan við Kolbeinsey. Í vikunni urðu jarðskjálftar með stærðina 3,0 og 3,1. Ég er því miður ekki með neinar myndir af þessari virkni, þar sem ég var að ferðast þegar hún átti sér stað.

Jarðskjálftagröf uppfærast ekki ennþá

Vegna óþekktar bilunar heima hjá mér. Þá uppfærast jarðskjálftagröfin hjá mér ekki ennþá. Ég veit ekki hvað bilaði og það verða nokkrar vikur þangað til að ég kemst að því. Samkvæmt rafmagnsnotkun heima hjá mér þá hefur verið slökkt á einhverju eða eitthvað dottið úr notkun (Ég veit hver notkunin er miðað við fjölda tækja í gangi á þessari stundu). Ég veit ekki hvaða tæki fór úr notkun eða afhverju það gerðist, ég mun hinsvegar komast að því eftir nokkrar vikur þegar ég fer aftur heim til mín. Þangað til munu myndirnar á jarðskjálftagröfunum mínum ekki uppfærast. Alþjóðlegu jarðskjálftagröfin eru hinsvegar í lagi (að mestu) og uppfærast, enda eru þetta stöðvar sem eru ekki undir minni stjórn og hefur því bilunin heima hjá mér engin áhrif á þær.

Styrkir

Eins og svo mörg verkefni á internetinu þá treysti ég á styrki til þess að geta haldið vinnu minni áfram hérna. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal, en þá verður að nota „Send Money“ möguleikann til þess að styrkja mig. Einnig er að hægt að styrkja mig beint með því að leggja inn á mig, bankaupplýsingar og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir slíka styrki er að finna hérna. Ég þakka fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey

Í nótt mældist jarðsjálfti rúmlega 240 km norður af Kolbeinsey. Stærð þessa jarðskjálfta var 4,1 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands og því er líklegt að þær muni breytast þegar farið verður yfir þær.

131210_0940
Jarðskjálftinn norðan Kolbeinseyjar er þar sem græna stjarnan er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna fjarlægðar frá landi þá veit ég ekki hvað er að gerast þarna. Sjávardýpi er einnig mikið á þessu svæði. Það er mögulegt að þetta sé jarðskjálftahrina áður en að eldgos muni sér stað á norðan Kolbeinseyjar. Eins og stendur er hinsvegar ekki hægt að staðfesta það vegna fjarlægðar frá landi og mikils sjávardýpis á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Í dag (27-Nóvember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Jarðskjálftanhrinan var bara þrír jarðskjálftar. Það er möguleiki á frekar virkni í Esjufjöllum á næstunni.

131127_2225
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,8 og var á dýpinu 4,5 km. Síðasta eldgos í Esjufjöllum átti sér líklega stað árið 1927 en það hefur ekki verið staðfest ennþá af jarðfræðingum.

Jarðskjálftahrina í Tungafellsjökli

Það er áhugaverð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli, sem er eldstöð rétt fyrir utan Vatnajökul. Ástæða þessar jarðskjálfahrinu virðist vera kvikuinnskot inn í eldstöðina á frekar miklu dýpi. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 2,3 og með dýpið 0,5 km, mesta dýpi sem mælst hefur í dag var 17,5 km. Sú jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað í Tungnafellsjökli kemur ekki vel fram á jarðskjálftakortum Veðurstofu Íslands. Ég veit ekki afhverju minni jarðskjálftar sjást ekki á kortum Veðurstofunnar, hinsvegar koma þeir fram á óróaplotti sem er nærri Tungnafellsjökli. Sú jarðskjálftavirkni sem núna er í Tungnafellsjökli hófst árið 2012, þangað til hefur ekki verið mikið um jarðskjálfta í eldstöðinni. Talsverð jarðskjálftavirkni var í Tungnafellsjökli í tengslum við eldgosið í Gjálp árið 1996 [kort frá Viku 41 árið 1996]. Núverandi jarðskjálftavirkni byggir ekki á neinum slíkum atburðum.

131124_0315
Jarðskjálftahrinan í Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.24-November-2013.svd.03.38.utc
Óróagraf á Skrokköldu sem sýnir smáskjálfta eiga sér stað í Tungnafellsjökli (líklega). Þessi virkni nær yfir síðustu klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki ennþá almennilega hvað er að gerast í Tungnafellsjökli, en gögn benda til þess að kvika sé líklegt sé að kvikuinnskot séu að eiga sér stað í Tungnafellsjökli. Engin eldgos hafa átt sér stað í Tungnafellsjökli síðan land byggðist (engin söguleg heimild skráð). Það er því næstum því vonlaust að segja til um það hvernig eldstöðin mun haga sér ef þarna hefst eldgos. Ef eldgos mundi eiga sér stað þá mundi það líklega verða hraungos, og það er byggt á eldgosum sem áttu sér stað eftir að síðasta jökulskeiði lauk á Íslandi. Sú jarðskjálftavirkni sem á sér stað núna í Tungnafellsjökli gæti hætt eins og gerðist árið 2012 og einnig fyrr á þessu ári (2013). Jarðskjálftavirkni á meira en 15 km dýpi hófst árið 2012 og hefur haldið áfram síðan, þó langt sé á milli jarðskjálftahrina í eldstöðinni.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Þórðarhyrnu

Í dag (21-Nóvember-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Þórðarhyrnu sem er eldstöð í Vatnajökli. Allir jarðskjálftanir voru mjög litlir, stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 6,0 til 0,1 km. Líklega koma svona litlir jarðskjálftar betur fram á þessu svæði núna í dag vegna fjölgunar á SIL stöðvum á þessu svæði. Það þýðir meiri næmni og þá mælast minni jarðskjálftar að auki.

131121_2035
Jarðskjálftanir í Þórðarhyrnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um það hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Eins og staðan er í dag þá er þetta of lítil jarðskjálftavirkni svo að ég geti sagt til um hvað er að gerast þarna. Verði aukning á jarðskjálftum í Þórðarhyrnu þá þýðir það væntanlega að eitthvað sé að gerast í eldstöðinni. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér líklega stað árið 1910 og var þá hugsanlega tengt eldgosum eða annari virkni í Grímsfjöllum. Eins og stendur er vonlaust að átta sig því hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Hinsvegar ef þessi jarðskjálftavirkni fer að aukast frá því sem nú er, þá er augljóslega eitthvað að gerast í eldstöðinni. Eins og stendur er líklega ekkert að gerast í Þórðarhyrnu.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (20-Nóvember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina þar sem stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 26,1 km. Jarðskjálftahrinan átti sér stað frá klukkan 06:21 til klukkan 08:54.

131120_2030
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kötlu núna í dag. Það er ekki hægt að útiloka frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu þar sem Katla er mjög virkt eldfjall þegar það kemur að jarðskjálftum.

Jarðskjálftahrina nærri Bláfjöllum / Breinnisteinsfjöllum

Á Laugardaginn (16-Nóvember-2013) hófst jarðskjálftahrina á stað sem Veðurstofan kallar Vífilsfell og er heiti á litlum hól á þessu svæði. Í upphafi var jarðskjálftahrinan mjög lítil og fáir jarðskjálftar mældust. Í nótt og snemma morguns þá fór jarðskjálftahrinan hinsvegar að aukast og hefur virknin haldist mjög stöðug síðan þá.

131118_1525
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftanir í þessari hrinu hafa hingað til eingöngu náð stærðinni 2,9 og þeir hafa ekki fundist hingað til. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast eða að þessir jarðskjálftar tengist kvikuhreyfingum á svæðinu. Það er ekki hægt að útiloka slíkar breytingar en það er ólíklegt að slíkt muni gerast. Eins og stendur er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi og það er vonlaust að vita hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun standa yfir. Stærstu jarðskjálftanir koma fram á jarðskjálftamælanetinu mínu og er hægt að skoða það hérna.