Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (23-Apríl-2014) hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (GVP tengill hérna). Stærsti jarðskjálftinn sem kom í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,4 og dýpið var 9,3 km. Í kjölfarið komu fram 28 jarðskjálftar og varði sú jarðskjálftavirkni í rúmlega tvo klukkutíma.

140424_1330
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu daga og vikur. Þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði rís oft hægt og rólega, toppar og fellur síðan rólega. Stundum hættir jarðskjálftavirknin á þessu svæði mjög hratt en slíkt er sjaldgæfara. Eins og stendur eru engin merki um það að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessum stað á Reykjaneshryggnum.