Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (Geirfuglasker)

Í dag (5-Janúar-2020) varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Geirfuglaskeri. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:40 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,1 klukkan 11:19. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð en flestir voru með stærðina Mw2,0 eða stærri. Það er erfitt að segja til um það hvort að þarna verði jarðskjálftahrina en það er mjög líklegt að svo verði á næstu dögum eða vikum.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð er ekki nein jarðskjálftavirkni á þessu svæði en það gæti breyst án viðvörunar.

Staðan í jarðskjálftahrinunni á Reykjaneshryggnum í Eldey

Jarðskjálftahrinan sem hófst í dag (16-Nóvember-2019) á Reykjaneshrygg í eldstöð sem heitir Eldey (Global Volcanmism Profile er Reykjanes). Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið 29 jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0. Stærsti jarðsjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw4,5. Það hægðist aðeins á jarðskjálftahrinunni eftir klukkan 17:00 og það hefur verið róleg jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg síðan þá en jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Þéttleiki jarðskjálftahrinunnar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærðinni Mw5,0 og síðast gerðist það í jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Júní og Júlí 2015. Ég skrifaði um þær jarðskjálftahrinur.

Kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes

Ég hef ekki miklar upplýsingar um það hvað er að gerast núna á Reykjaneshryggnum. Það er mjög kröftug jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg við Geirfugladrang sem er í rúmlega 20 til 40 km fjarlægð frá ströndinni. Þetta er mjög kröftug jarðskjálftahrina sem er þarna núna og gæti jafnvel orðið kröftugri. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina á upptök sín í flekahreyfingum eða vegna þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið. Eldstöðin á þessu svæði heitir Reykjanes.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í eldstöðinni Reykjanes. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast í þessari jarðskjálftahrinu og því munu upplýsingar hérna verða úreltar á mjög skömmum tíma.

Jarðskjálftahrina nærri Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg

Um nóttina (29-September-2019) varð lítil jarðskjálftahrina ekki mjög langt frá Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,1 og Mw3,3. Þessi jarðskjálftahrina er langt frá landi og því eru mælingar af þessari jarðskjálftahrinu mjög takmarkaðar vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið og ekki hafa mælst neinir jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Minni jarðskjálftar mælst ekki vegna fjarlægðar frá landi.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Aðfaranótt 30-Ágúst-2019 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í kringum 69 jarðskjálftar mældust í þessari jarðskjálftahrinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar sem mældust voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar í þessu svæði. Hugsanlegt er að þarna verði sterkari jarðskjálftahrinur á þessu svæði eða nálægu svæði, það gerist stundum á þessu svæði á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftavirkni virðist ekki vera tengt eldvirkni eða neinni eldstöð á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Um helgina hefur verið jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg útaf ströndinni um 2 til 4 km suð-vestur af Geirfugladrangi. Það er óljóst hvort að þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Stærstu jarðskjálftarnir í þessari jarðskjálftahrinu voru með stærðina 3,1. Aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessu svæði gerist það oft að jarðskjálftavirknin stöðvast í einhvern tíma en byrjar síðan fljótlega aftur á ný eftir nokkra klukkatíma til nokkrum vikum seinna. Það er eldstöð þarna en hún er ekki með neina Global Volcanism Profile síðu. Hugsanlega varð þarna síðast eldgos á 18 eða 19 öldinni. Ég held að þessi jarðskjálftavirkni sé ekki tengd eldstöðinni en það er erfitt að segja til um það vegna þess að svæðið er afskekkt og lítið þekkt sem slíkt.

Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í morgun klukkan 10:57 (21-Maí-2019) jarðskjálfti með stærðina 3,1 rúmlega 7 km vestur af Geirfugladrangi. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það komu fram nokkrir jarðskjálftar með stærðina 1,0 til 1,7 í þessari jarðskjálftahrinu. Síðan klukkan 13:44 hefur verið rólegt á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá ströndinni og SIL mælanetinu er mögulegt að fleiri jarðskjálftar hafi komið fram en hafi mælist.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í morgun. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hérna er líklega um að ræða jarðskjálfta sem koma fram vegna reks á plötuskilunum á þessu svæði frekar en virkni sem tengist eldstöðvum á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á þessu svæði á Reykjaneshryggnum.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Í dag (10-March-2019) hófst kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Fjarlægðin frá Reykjavík er í kringum 840 km. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw5,8. (Upplýsingar á vefsíðu EMSC hérna). Það hafa aðeins þrír jarðskjálftar mælist og allir þessir jarðskjálftar voru stærri en 5,0 að stærð. Það er ekki hægt að vita hvort að þarna sé eldgos að eiga sér stað vegna fjarlægðar frá landi. Dýpi á þessu svæði er 3 til 6 km. Það er möguleiki á að það muni koma fram fleiri jarðskjálftar fram á næstu klukkutímum og næstu dögum vegna jarðskjálftans sem var með stærðina 5,8.

Tvær jarðskjálftahrinu á Reykjaneshrygg

Síðastliðna viku hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, að mestu leiti nærri ströndinni. Fyrri jarðskjálftahrinan var nærri ströndinni og stærsti jarðskjálftinn þar var með stærðina 3,0 klukkan 14:31 og varð 7,6 km rétt utan við Eldey. Seinni jarðskjálftahrinan var með jarðskjálfta sem náði stærðinni 3,0 klukkan 04:32 og var staðsettur 17,5 km utan við Geirfugladrang. Aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinunar á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Báðar jarðskjálftahrinur virðast ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Í gær (14-Júlí-2018) og síðustu nótt (15-Júlí-2018) varð jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg. Þetta virðist vera minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshryggnum og stærsti jarðskjálftinn hafði eingöngu stærðina 3,0. Vegna fjarlægðar frá SIL mælanetinu þá eru stærri villumörk á mælingunni en annars hefur verið.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina virðist vera lokið. Ef einhverjir minni jarðskjálftar eru að eiga sér stað þarna þá eru þeir ekki að mælast á jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands vegna fjarlægðar. Jarðskjálftahrina gæti hafist þarna að nýju án nokkurrar viðvörunnar.