Í dag (5-Mars-2019) klukkan 12:59 varð jarðskjálfti 30,6 km norð-vestur af Vestmannaeyjum. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,2 og var þetta stakur jarðskjálfti og hafa engir eftirskjálftar komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.
Jarðskjálftinn 30,6 km norð-vestur af Vestmannaeyjum (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Á þessum stað eru ekki nein þekkt misgengi eða eldstöðvar. Þessi jarðskjálfti er því mögulega innanfleksjarðskjálfti sem verða reglulega á Íslandi en oftast á svæðum þar sem þeir mælast ekki og enginn verður þeirra var.