Í kvöld klukkan 20:29 varð jarðskjálfti með stærðina 4,2 vestan við Kópasker. Þessi jarðskjálfti varð til þess valdandi að jarðskjálftahrinan jókst í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Í kjölfarið á jarðskjálftanum með stærðina 4,2 kom jarðskjálfti með stærðina 3,3.
Jarðskjálftahrinan vestan við Kópasker (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi og þessar upplýsingar geta breyst án nokkurs fyrirvara.