Hérna er nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Nöfum austan við Grímsey (það er engin Global Volcanism Program síða). Í gær (19-Mars-2019) varð jarðskjálfti með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar fyrir og eftir þennan jarðskjálfta voru minni að stærð. Það virðist sem að meira en 200 jarðskjálftar hafi orðið í þessari jarðskjálftahrinu.
Jarðskjálftahrinan í gær í Nöfum austan Grímseyjar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin hefur stöðvast á þessu svæði núna og það hafa ekki orðið jarðskjálftar síðustu klukkutímana. Miðað við þróunina í fyrra þá varði jarðskjálftavirkni þarna í nokkrar vikur og fór ekki að draga úr jarðskjálftavirkninni fyrr en hámarki var náð. Það er ekki hægt að segja til um það hvað gerist næst í jarðskjálftavirkni á þessu svæði.