Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu daga hafa verið tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu. Þessar jarðskjálftahrinur hafa verið á tveim stöðum. Fyrir vestan Kópasker, hin hefur verið austan við Grímsey eins og hefur verið undanfarnar vikur á því svæði. Báðar jarðskjálftahrinur hafa verið litlar og enginn jarðskjálfti stærri en 2,0 hefur átt sér stað. Heildarfjöldi jarðskjálfta er í kringum 146 þegar þessi grein er skrifuð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan austan við Grímsey er ekki lokið og hefur haldið þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði hefur ekki náði toppi ennþá. Það er erfiðara að segja til um jarðskjálftahrinuna vestan við Kópasker. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru báðar jarðskjálftahrinur í gangi.