Jarðskjálftahrina nærri Presthnjúkum (Langjökull suður)

Í gær (16-Mars-2019) varð jarðskjálftahrina í syðri hluta Langjökuls í eldstöð sem er hugsanlega tengd Presthnjúkum (það er möguleiki á að þessi eldstöð hafi ekki neina Global Volcanism Program síðu). Jarðskjálftahrinan sem kom fram þarna hefur verið mjög hægfara og ekki margir jarðskjálftar átt sér stað.


Jarðskjálftahrinan nærri Presthnjúkum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það er óljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað en líklegt er að hérna sé um flekahreyfingar að ræða. Síðasta eldgos í þessari eldstöð var fyrir meira en 5000 árum síðan. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en það er alltaf möguleiki á að jarðskjálftavirkni hefjist aftur þarna á þessu sama svæði eða nærri því.