Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Ég mun uppfæra þessa grein á næstu 24 klukkutímum ef þörf er á því.

Jarðskjálfti með stærðina 3,6 (sjálfvirk ákvörðun á stærð jarðskjálftans) varð í Kötlu klukkan 01:47. Nokkrir jarðskjálftar urðu fyrir og eftir stærsta jarðskjálftann. Á þessari stundu hefur aftur dregið úr virkni í Kötlu (eins og ég sé það á jarðskjálftamælinum mínum). Það er möguleiki á því að þessi staða muni breytast án fyrirvara.

160829_0145
Jarðskjálftavirknin í Kötlu án 3,6 jarðskjálftans sem varð klukkan 01:47. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á þessari stundu hefur enginn gosórói komið fram á SIL stöðvum í kringum Kötlu. Það þýðir að eldgos hefur ekki hafist. Á meðan enginn gosórói kemur fram, þá er þetta bara jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Ég mun uppfæra þessa grein ef þörf er eftir klukkan 16:00 á morgun (29-Ágúst-2016). Ég kemst ekki í að uppfæra greinina ef þörf á því vegna dagsáætlunar hjá mér.