Djúpir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu og aukin leiðni í Jökulsá á Fjöllum

Í dag (7-Nóvember-2017) urðu djúpir jarðskjálftar í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Þessir djúpu jarðskjálftar urðu suð-austur af sjálfri megin-eldstöðinni. Þessir jarðskjálftar eru ekki stóri og enginn þeirra nær stærðinni 1,0 en dýpi þeirra er frá 16,4 til 18,8 km.


Jarðskjálftavirknin í eldstöðvarkerfi Bárðarbungu. Þrír rauðir punktar eru þar sem djúpu jarðskjálftarnir áttu sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það kom einnig fram í fréttum kvöldsins að aukin leiðni mælist núna í Jökulsá á Fjöllum er með allra hæsta móti miðað við árstíma og leiðnin er einnig að mælast með því hæsta sem mælst hefur (kort af Jökulsá á Fjöllum er að finna hérna). Samkvæmt fréttum þá hefur leiðni verði að aukast síðustu tvær vikunar í Jökulsá á Fjöllum en ekki er vitað hvaðan þetta jökulvatn er að koma þessa stundina. Jökuláin er ennfremur óvenjulega dökk fyrir þennan árstíma og það er lykt af jarðhitavatni samkvæmt tilkynningu Veðurstofu Íslands. Núverandi gildi eru 295µ/cm og getur ástandið orðið mjög varasamt ef eitthvað gerist undir jökli. Þar sem Jökulsá á Fjöllum liggur um svæði þar sem þjóðvegur 1 liggur um. Ef að meiriháttar jökulflóð verður þá munu þær brýr tapast og annars mögulegs skaða, hvað gerist nákvæmlega veltur á aðstæðum er ekki atriði sem hægt er að spá fyrir um svo vel sé.

Samkvæmt nýjustu tilkynningu þá er hugsanlegt að þetta sé flóð úr Kverkfjöllum en það hefur ekki verið staðfest ennþá.

Fréttir af jökulflóðinu

Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum (Rúv.is)
Aukin rafleiðni í Jökulsá á fjöllum (Vísir.is)
Raf­leiðni í ánni farið hækk­andi (mbl.is)

Nýjustu fréttir

Hlaup hugsanlegt í Jökulsá á Fjöllum (Rúv.is)
Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups (Vísir.is)