Staðan í Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum

Leiðni er ennþá mjög há í Jökulsá á Fjöllum og hefur verið það síðan 14 Nóvember og eitthvað fyrir þann dag. Upptök þessarar háu leiðni í Jökulsá á Fjöllum er að finna í Bárðarbungu. Það er aðeins farið að draga úr leiðinni síðan toppurinn varð (ég veit ekki hvenær sá toppur var). Í fréttum gærdagsins var einnig sagt frá því að hitinn í að minnsta kosti einum katli er svo mikill að uppúr honum kemur gufa. Ég hef ekki heyrt neinar útskýringar á því frá leiðangri gærdagsins afhverju leiðnin er svona há í Jökulsá á Fjöllum.

Sú staðreynd að það er hverakerfi sem gefur frá sér gufu þýðir að orkustigið í Bárðarbungu kerfinu er mjög mikið þessa stundina og mestar líkur eru á því að losun á þessari orku verði í gegnum eldgos. Þessi auki jarðhiti hefur einnig aukið hættuna á litlum eldgosum í Bárðarbungu sem erfitt verður að staðfesta og gætu jafnvel ekki náð uppúr jöklinum nema að þau séu nærri einum af þeim kötlum sem hafa myndast.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbunugu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgosahrina hefst í Bárðarbungu.