Hægfara aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli

Það virðist vera að eiga sér stað hæg aukning í jarðskjálftum í Öræfajökli síðustu daga. Síðustu 48 klukkustundir þá virðist sem að jarðskjálftum sé farið að fjölga verulega. Eins og sést á þessu hérna grafi frá Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli frá árinu 2005 til dagsins í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukning í jarðskjálftavirkni bendir til þess að meiri kvika sé farin að troða sér upp í Öræfajökli. Helsta tilgátan um þessar mundir er sú að kvikan sem er núna að troða sér upp í Öræfajökli sé súr og það er það sem jarðskjálftavirknin virðist benda til.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er stór spurning hvernig þetta mun þróast í Öræfajökli þar sem söguleg gögn vantar um eldgos í Öræfajökli. Þau söguleg gögn frá eldgosinu 1362 eru ekki traust þar sem sumt af því sem er skrifað var skrifað hátt í tveim öldum síðar eftir eldgosið 1362. Söguleg gögn um eldgosið 1727 til 1728 eru aðeins betri en langt frá því að vera nákvæm eða traust.

Styrkir

Ég legg mikið á mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi og þetta kostar sitt. Auglýsingar því miður ná ekki að dekka allan þann kostnað. Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal eða með því að fara á styrkir síðuna og leggja beint inná mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂