Kvikuhreyfingar í Öskju (Dyngjufjöll)

Síðustu daga hafa verið litlir jarðskjálftar í eldstöðinni Öskju (einnig kölluð Dyngjufjöll). Þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram núna eru mjög litlir að stærð og mjög fáir hafa náð stærðinni 1,0 eða stærri. Í dag er fyrsta skipti sem ég sé í fréttum að kvika sé kominn mjög grunnt í jarðskorpuna (grynnri en 10 km dýpi).


Jarðskjálftavirknin í Öskju og einnig í Herðubreið (sem á uppruna sinn í flekahreyfingum). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru engin skýr merki um að eldgos sé yfirvofandi í Öskju en ef eldgos verður þá mun verða kvikugos þar sem kvikan kemst ekki í tæri við vatn. Þarna er enginn jökull. Ef að eldgos verður þar sem vatn er til staðar þá verður öskugos svo lengi sem vatn kemst í kvikuna. Það er hinsvegar engin leið til þess að vita hvernig þetta þróast og hvenær og hvar eldgos kemur upp.