Uppfærsla 1 á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (20-Júní-2020) klukkan 15:05 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Upplýsingar hérna munu verða úreltar mjög fljótt.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög þétt. Höfundréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum hjá mér (Hvammstanga 2).


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum hjá mér (Hvammstangi 1).


Jarðskjálftinn eins og hann kemur fram í forritinu sem ég nota til þess að fylgjast með jarðskjálftum.

Samkvæmt fréttum þá hefur orðið grjóthrun í fjöllum þegar stóri jarðskjálftinn gekk yfir. Þegar annar stór jarðskjálfti gengur yfir þá er ennþá hætta á slíku grjóthruni. Það er einnig hætta á stórum jarðskjálfta á þessu svæði næstu klukkutíma og daga.

— Það varð annar jarðskjálfti sem var stærri þegar ég skrifaði þessa grein. Upplýsingar um þann jarðskjálfta koma síðar.

One Reply to “Uppfærsla 1 á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu”

Lokað er fyrir athugasemdir.