Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær klukkan 23:31 (16-Janúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í eldstöðinni Kötlu. Síðasti jarðskjálfti með þessari stærð varð í Nóvember 2020. Engir frekari jarðskjálftar hafa komið fram síðan þessari jarðskjálfti varð.

Jarðskjálfti í norð-austur hluta öskju Kötlu jarðskjálftinn er með græna stjörnu á kortinu. Litlir jarðskjálftar í kringum grænu stjörnuna.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Græna stjarnan sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið aðeins meiri jarðskjálftavirkni í Desember 2020 og síðan í Janúar 2021. Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos verði í Kötlu á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálftavirknin í Kötlu er of lítil miðað við fyrri reynslu af virkni í Kötlu (smágos í Kötlu í Júlí 2011). Ég reikna ekki með neinum breytingum í virkni í Kötlu næstu vikum eða mánuðum. Það gæti ekkert gerst í ár og það væri fullkomnilega eðlilegt fyrir þessa eldstöð.